Fréttatíminn - 25.03.2017, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 25.03.2017, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 24. MARS 2017 Voxis hálstöflur úr íslenskri ætihvönn SÆKTU RADDSTYRK Í ÍSLENSKA NÁTTÚRU NÝJARUMBÚÐIR NÝJAR BRAGÐ- TEGUNDIR MEXICO, Guatemala og Belize 4. - 18. október 2017 Einstök ævintýraferð á slóðir Maya indjána. Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. hin þekkta píramída Tulum, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Við tökum svo nokkra daga á lúxus hóteli við Karabíska hað þar sem allt er innifalið . VERÐ 498.500.- per mann i 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri. SÍMI: 588 8900WWW.TRANSATLANTIC.IS Hönnuðurinn Snæbjörn Stefánsson hannaði skurðarbretti sem minnir fólk á launamun kynjanna. Skurðarbrettið ber nafnið Jafn- bretti og minnir fólk á launamun kynjanna á áhugaverðan hátt. Launamunur kynjanna hafði ver- ið hönnuði ofarlega í huga þegar hann var að búa til skurðarbrettið Jafnbretti, en nafnið er ákveðinn orðaleikur. „Ég ákvað að túlka launamun kynjanna í þessu bretti þar sem hægt er að sjá línur og mælistik- ur og þá getur þú skorið brauð stærra eða minna eftir launa- muninum,“ segir Snæbjörn. Þannig verður brettið eins og ákveðin mælistika. Brettið er ekki frumraun Snæbjörns í merk- ingarbærri hönnun, því árið 2009 hannaði hann jólaplatta sem var kallaður Neyslumynstur sem minnti fólk á það hegðunar- mynstur sem ríkti í íslensku sam- félagi fyrir hrun. Snæbjörn miðar við 20 prósent launamun kynj- anna í brettinu en að mati hans skiptir í rauninni ekki máli hvort gengið er út frá 5 prósentum, 10 prósent eða 18 prósent launa- mun, svo framarlega sem þessi launamunur sé til staðar þá sé hann vandamál sem þarf að ræða. „Afhverju borga konur ekki bara lægri skatta því þær fá lægri laun. Afhverju fá þær ekki bara lægra verð, því þær þurfa að vinna fleiri tíma,’’ segir Snæbjörn. En Jafn- bretti, sem er fáanlegt í búð Snæ- björns á Barónstíg kostar konur 20% minna heldur en karla. | bsp Jafnbretti stuðlar að jafnrétti Jafnbretti kostar 20% minna fyrir konur en karla. Sólrún Lilja Ragnarsdóttirsolrunlilja@frettatiminn.is Um leið og við fluttum þá fóru spurningarnar að hrúgast inn. Hvern-ig það væri eiginlega að búa í Hveragerði og hvort þetta væri ekki erfitt og fleira í þeim dúr. Þetta hljómaði eiginlega eins og við værum flutt til útlanda, en ekki í hálftíma í burtu frá Reykjavík, yfir eina heiði,“ segir plötusnúðurinn, samfélagsmið- lagúrúinn og kvikmyndagerðar- maðurinn Atli Viðar Þorsteinssson sem flutti til Hveragerðis ásamt konunni sinni Kristjönu Björk, fyr- ir fimm mánuðum. Flutningarn- ir komu vinum og vandamönn- um mikið á óvart og mega þau svara spurningum um hagi sína í tíma og ótíma. Spurningaflóðið var orðið það mikið að Atli sá sig knúinn til að birta svör við helstu spurningunum á facebook-síðunni sinni. En svörin er hægt að sjá á vef Fréttatímans. Atli og Kristjana höfðu verið að leigja litla íbúð í Hlíðunum af vin- um sínum og var leigan því mjög hagstæð. Þegar íbúðin var svo seld enduðu þau á almennum leigu- markaði. „Við ætluðum aldrei að flytja í Hveragerði, en okkur bauðst að kaupa þar parhús og þegar við áttuðum okkur á því hve sturlað leiguverðið er í bænum þá ákváð- um við að láta slag standa.“ Pabbi Atla býr í húsinu við hliðina á, en þau keyptu sitt hús af konunni hans. „Þeirra samskipti eru þannig að eina leiðin til að þau geti verið saman er að búa í sitt- hvoru húsinu. Á tímabili var hún með þvottavélina og hann með kaffivélina. En hún er slæm í hnján- um og varð að flytja í hús á einni hæð. Við græddum á því. Húsið er, eins og svo margt í Hveragerði, pínulítið fyrir utan normið. Það hentar okkur því rosalega vel.“ Atli segir það vissulega hafa vaxið þeim í augum að flytja til Hveragerðis, en þau sjá ekki eft- ir því í dag. „Eftir að hafa búið í Hveragerði í fimm mánuði þá erum við ekkert að fara að flytja aftur til Reykjavíkur. Það tekur okkur hálf- tíma að keyra til Reykjavíkur og við gerum það fimm daga í viku, enda vinnum við bæði í Reykjavík. Við höfum í raun alla kosti Reykjavík- ur án þess að borga sturlað hátt leiguverð og sleppum við leiðinda- umferð í miðbænum.“ Þá upplifa þau hjónin samfélag- ið í Hveragerði mun manneskju- legra en í Reykjavík. „Um jólin þá fengum við til dæmis kort inn um bréfalúguna okkar. Á því var mynd af hjarta og undir stóð: Kveðja GÍH. Við héldum að þetta væri ástarbréf sem hefði lent á vitlausum stað, en í ljós kom að þetta var frá Grunn- skólanum í Hveragerði, en nemend- ur bera út knúskveðju í hvert ein- asta hús um jólin. Það er æðislegt.“ Og þótt allir vinirnir séu í Reykja- vík þá kemur það ekki að sök, enda gestagangurinn í blómabænum mikill. „Á þeim fimm mánuðum sem við höfum búið í Hveragerði hafa fleiri komið og heimsótt okk- ur, kíkt í bröns og kaffi, heldur en á þeim tveimur árum sem við bjugg- um í Hlíðunum. Þetta virðist vera miklu meira í leiðinni fyrir fólk. Þetta er orðið þannig að við erum alltaf heima á sunnudögum með kaffi ef einhver skyldi kíkja við.“ Fleiri gestir í Hveragerði en í Hlíðunum Atli Viðar ásamt hundinum Munson sem flutti til líka Hveragerðis með eigendunum sínum. Mynd | Rut Atli Viðar flutti ásamt konu sinni og hundi til Hveragerðis í fyrra. Þau flúðu leigumarkaðinn í Reykjavík og fengu þetta fína, en sérkennilega, parhús á góðu verði. Hjónin eru alltaf með heitt á könnunni á sunnu­ dögum og hafa ekki undan að taka á móti gestum. Flestir kannast við frestunar- áráttu enda getur verið ruglandi í kröfu hörðu samfélagi að vera með marga bolta á lofti. Um helgar er þó tilvalið að fresta, sérstaklega á laugardögum þegar mánudagur er í órafjarlægð. Fréttatíminn tók saman fimm vinsælar leiðir til að fresta hlutum um helgina. Þrífa og raða Algengasta og jafnframt afkasta- mesta leiðin til þess að fresta ver- kefnum er að sjálfsögðu að taka til og þrífa húsið hátt og lágt. Flestir sem hafa nokkurn tímann verið á leið í próf kannast eflaust við tilf- inninguna að sitja sveitt með kaffi- bollann og fyllast skyndilega af löngun til þess að skrúbba hvern hluta hússins. Þessi leið er mjög afkasta mikil og tilvalið er að nýta sér þessa löngun til þess að gera vorhreingerninguna. Hinsvegar kemur yfirleitt sá tímapunktur að manni fara að leiðast þrifin og þá er tilvalið að fresta frekari þrifum, með því að snúa sér aftur í því sem upprunalega var frestað. Netflix Tímaþjófurinn Netflix eða álíka uppfinningar geta verið góð leið til þess að hvíla sig frá amstri dagsins og sökkva sér ofan í söguþráð sjón- varpsins. Hinsvegar getur Netflix auðveldlega gleypt sex klukku- tíma sem annars hefðu átt að fara í verk dagsins. Þessvegna er þetta apparat bæði vinsælasti og óvin- sælasti tímaþjófurinn. Læra nýja hluti Þykki doðranturinn sem þú fékkst í jólagjöf í fyrir fimm árum getur skyndilega verið ótrúlega spennandi þegar þú þarft að klára mikilvægt verk. Maður lærir eins lengi og maður lifir og því er líka mikilvægt að fresta með því að læra nýja hluti eins og hvernig maður tekur bestu myndirnar á snjallsíma eða nýjustu hártískuna. Hanga á samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlar eru frábær leið til að fresta, því manni líður alltaf eins og maður sé alveg að klára. Snapchat, Instagram, Twitter, Facebook. Hér er hægt að skoða þúsundir, milljónir prófíla og mynda hjá fólki sem þú þekkir ekki neitt. Öll hringiðan í heild sinni býður upp á frábæra leið til að fresta. Hringja í ættingja Hér er líklega komin ein besta leiðin til að fresta hlutum um helgina, hringja í ömmu og afa eða frænku og frænda. Svo er hægt að skipuleggja heimsókn og fresta hlutunum enn fremur. | bsp Fimm leiðir til að fresta Stundum er gott að fresta.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.