Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 4
Ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB í Reykjavík og nágrenni 24.895 KINDLE PAPERWHITE LESBRETTI KINDLEPW15 14.990BEURERDAGSBIRTULJÓSBEURWL75 baklýstur skjár LÍKIR EFTIR SÓLARUPPRÁS 12.995 NESPRESSO ESSENZA MINI KAFFIVÉL D30GREEN 14.895PHILIPS HUEGO LJÓSHUEGO Samgöngur „Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niður- stöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í ald- ursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hag- ræðingarskyni árið 2011 þegar ald- ursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir sam- þykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækk- uninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsað- gerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins. „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borg- arar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatrygginga- greiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldurs- mörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjald- frjálst í strætó fyrir eldri borgara.“ – smj Eldri borgarar vilja ganga skrefinu lengra og fara frítt með strætó Fjölmiðlar „Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í sam- ræmda álagningu á fjölmiðla þann- ig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einka- rekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkis- sjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna fram- leiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamark- aði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línu- legri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skattur- inn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsinga- markaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksaug- lýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsyn- legt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsing- um hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hug- mynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskatts- kerfinu. jonhakon@frettabladid.is Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. Tekist var á um fjölmiðlamarkaðinn í sérstakri umræðu sem fór fram á Alþingi í gær. Óli Björn Kárason var málshefjandi í umræðum um stöðu einkarekinna fjölmiðla í gær. FréttaBlaðið/Ernir SamFélag „Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæ- hólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. Stefnt er að því að flugvél fari frá Bretlandi til Malaga á morgun og fljúgi með Sunnu frá Malaga til Íslands í beinu flugi. Aðspurður segir Jón Kristinn Sunnu hraka frekar enn hitt enda enga læknishjálp að hafa fyrir hana á Spáni. – aá Sunna kemur heim á morgun SamFélag Konur af erlendum upp- runa bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaat- hvarfsins, segir sögurnar ríma vel við reynsluna í athvarfinu. „Við heyrum margar sögur af alls konar ofbeldi gegn erlendum konum. Rúmlega helmingur dvalarkvenna á ári er af erlendum uppruna.“ Þær dvelji lengur en innfæddar konur. „Kannski af því að ýmislegt í samfélaginu er þeim ekki hliðhollt þegar þær ætla að standa á eigin fótum,“ segir Sigríður. – þea Sögurnar ríma við reynsluna Sigþrúður Guðmundsdóttir. FréttaBlaðið/StEFán 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 F ö S T u D a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 6 -0 C C 8 1 E D 6 -0 B 8 C 1 E D 6 -0 A 5 0 1 E D 6 -0 9 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.