Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 27
 Fjórða iðnbylt- ingin með alla sína sjálfvirknivæðingu og gervigreind teygir anga sína víða og hefur svo sannarlega hafið innreið sína á uppgjörs- og bókhaldssvið KPMG. Starf bókarans hefur þegar breyst miðað við það sem áður var og mun halda áfram að þróast og breytast á næstu misserum. KYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 2 6 . ja n úa r 2 0 1 8 eNDURSKoÐUN oG BóKhALD Bókarar af uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG í Reykjavík. MYND/eRNIR KPMG Bókað les sjálfkrafa úr gögnum og útbýr bókunar-tillögur. Umtalsverður hluti af bókhaldsvinnunni fer nú fram með þessum hætti og stefnt er að því að efla þennan hluta mikið á næstunni. Kristjana Hlín Valgarðs- dóttir og Þóra Steina Jónsdóttir starfa sem bókarar hjá KPMG og hafa tekið tækninni fagnandi og hellt sér út í það af fullum krafti að útrýma pappír af sviðinu. Þær segja að flestöll félög sem þær þjóni skili sínum gögnum rafrænt og það heyri nánast til undan- tekninga að þær fái í hendurnar möppur með pappírsreikningum. Kristjana tekur dæmi af við- skiptavini sem býr úti á landi en hún sinnir úr Borgartúninu í Reykjavík. „Hann nýtir Paypal greiðslugáttina í sínum viðskiptum og er búinn að tengja Paypal- reikninginn sinn við kerfið hjá okkur. Allt sem fer í gegnum þann reikning fer sjálfkrafa í vinnslu í kerfinu. Ég heyri í honum í síma við og við en hef aldrei hitt hann og aldrei fengið eitt einasta prentað skjal frá honum. Hann er himinlifandi með fyrirkomulagið og finnst þetta mjög þægilegt.“ hægt að nota app Fyrirtækjum stendur líka til boða að nota app í snjalltæki þar sem tekin er mynd af reikningi sem síðan er send beint inn í kerfið. Þóra Steina segir að hjá einu af fyrirtækjunum sem hún sinnir séu nokkrir starfsmenn með greiðslu- kort frá fyrirtækinu. Þeir sömu séu með app í símunum sínum og taki mynd af reikningum um leið og þeir fái þá. „Þetta tryggir örugg skil og bókhaldið er meira og minna alltaf „up to date“. Maður lendir stundum í því að vera að eltast við bókhaldsgögn rétt fyrir skil á virðisaukaskatti með tilheyrandi stressi en það er ekki vandamál hjá þessu fyrir- tæki,“ segir Þóra Steina. Leiðirnar eru enn fleiri því þær nefna dæmi um aðila sem er búinn að tengja Dropbox-möppu við kerfið og annan sem skannar reikningana sína og stillir skann- ann þannig reikningarnir sendast með tölvupósti beint í vinnslu í kerfinu. „Stundum berast gögn sem koma bókhaldinu ekkert við eins og t.d. mynd af hundinum eða eitt- hvað svoleiðis,“ segir Kristjana og hlær. Þóra Steina brosir og segist kannast við þetta. „En það skiptir engu máli. Þau gögn eru bara sett til hliðar og haldið áfram að vinna í bókhaldinu.“ Góður sveigjanleiki Þóra Steina og Kristjana eru sam- mála um að tæknin hafi ekki bara kosti í för með sér fyrir viðskipta- vinina heldur njóti þær sjálfar góðs af. „Það er ótrúlega gott að vera laus við möppustaflana svo ég tali nú ekki um allan innsláttinn með hættu á mistökum hjá bókurum sem iðulega tekur langan tíma að rekja og leiðrétta,“ segir Kristjana. Þóra Steina segir þetta líka veita henni sveigjanleika varðandi vinnu og vinnutíma. „Ég þarf bara vinnutölvuna mína og net- tengingu. Sem móðir með ungt barn kemur það sér stundum mjög vel að geta unnið heima og á þeim tíma sem hentar. Sveigjanleikinn er ómetanlegur í minni stöðu,“ segir hún. Kristjana tekur undir þetta og bendir á hvað þær séu óháðar staðsetningu. „KPMG er með skrif- stofur um allt land og tæknin gefur okkur kost á að deila verkefnum. Við höfum komið upp mjög stöðl- uðu vinnulagi þannig að bókari á Sauðárkróki getur til dæmis tekið yfir mín verkefni þegar álagið er mikið eða þegar ég fer í sumarfrí og öfugt. Og viðskiptavinurinn getur síðan verið allt annars staðar.“ Frábærir fagmenn Kristjana og Þóra Steina eru báðar ungar og eiga auðvelt með að til- einka sér tæknina. En hvað með þá sem eldri eru, flækist þetta ekki fyrir þeim? „Nei, alls ekki,“ segir Þóra Steina. „Einhverjir voru efins í byrjun en þegar fólk sér og upplifir kostina og þægindin þá er þetta ekkert mál. Enda er samstarfs- fólk okkar allt meira og minna snillingar og frábærir fagmenn,“ segir hún brosandi. Kristjana tekur undir með Þóru Steinu og bætir við: „Það sama á við um við- skiptavinina. Auðvitað voru þeir tæknisinnuðu fyrstir til að stökkva á vagninn en núna er alls konar fólk að nýta sér tæknina. Enda er þetta ekkert flókið og í raun mun einfaldara en að halda utan um alla pappírana og koma þeim í hús til okkar á réttum tíma.“ Fjórða iðnbyltingin með alla sína sjálfvirknivæðingu og gervi- greind teygir anga sína víða og hefur svo sannarlega hafið innreið sína á uppgjörs- og bókhaldssvið KPMG. Starf bókarans hefur þegar breyst miðað við það sem áður var og mun halda áfram að þróast og breytast á næstu misserum. Þær Þóra Steina og Kristjana horfa björtum augum til framtíðar og segjast hlakka til að takast á við ný og spennandi verkefni á sínu sviði. Þær stefna ótrauðar að því að fullnýta tæknina til að bæta og efla þjónustuna við viðskiptavini KPMG og gera starf sitt fjölbreytt- ara og skemmtilegra um leið. Pappírslaust bókhald er nútíminn hjá KPMG á Íslandi Pappírslaust bókhald er eitt af meginmarkmiðum uppgjörs- og bókhaldssviðs KPMG. Þar nýtur sviðið góðs af tækniþróun og innleiðingu nýrra tæknilausna eins og KPMG Bókað (bókað.is) sem inniheldur meðal annars skönnunarlausn þar sem reikningum er skilað með rafrænum hætti. Kristjana hlín Valgarðsdóttir og Þóra Steina Jónsdóttir starfa við bókhald hjá KPMG og hafa tekið tækninni fagnandi. 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 6 -1 1 B 8 1 E D 6 -1 0 7 C 1 E D 6 -0 F 4 0 1 E D 6 -0 E 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.