Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 8
ÁslaugViðar EyþórVilhjálmur Kjartan Veljum leiðtoga! Taktu þátt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú á laugardag, kl. 10–18 á fjórum stöðum víðsvegar um borgina. Nánari upplýsingar er að finna á vef Sjálfstæðisflokksins: xd.is Vísindi „Það sem okkur tókst að vissu leyti að gera var að búa til aðferð til þess að mæla áhrif sem við höfum alltaf vitað að væru til staðar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining birti í gær rannsókn sína á þúsundum Íslend- inga í tímaritinu Science þar sem leitað er svara við þeirri spurningu hvernig uppeldi barna gangi í arf. „Þegar barn er getið fær það helm- ing erfðamengis frá móður sinni og hinn helminginn frá föður. Við leituð- umst eftir því að svara því hvaða áhrif sá helmingur erfðamengis sem barn fær ekki frá foreldrum hefur á örlög þess,“ segir Kári. „Við sýndum fram á að það [erfðamengið] hefur alls konar áhrif. Til að mynda á menntun, hæð, þyngd, líkur á hjarta- og æðasjúk- dómum og fíknisjúkdómum.“ En hversu mikil eru áhrifin? „Þegar kemur að menntun, til dæmis, þá eru áhrif þess helmings erfðamengisins sem ekki fer í barnið um 30 prósent á móti þeim helmingi sem barnið fær frá foreldrunum,“ svarar Kári. Þetta sýni hversu mikil áhrif umhverfisins eru. Kári segir að með niðurstöðu rann- sóknarinnar berist böndin enn og aftur að hinu dularfulla stjórntæki mannsins – heilanum. Áhrifin segir hann koma í gegnum heilann sem við botnum lítið í. „Við höfum ekki hugmynd um hvernig heilinn býr til hugsanir eða tilfinningar – við getum ekki einu sinni skilgreint þær,“ útskýrir Kári. Það sem sé grátlegt við það sé að hugsanir okkar og tilfinningar skil- greina okkur sem dýrategund og sem einstakling innan þeirrar tegundar. Kári telur manninn á býsna frum- stæðum stað er kemur að skilningi á okkur sjálfum. „Það er svo margt ógert sem á eftir að útskýra og þetta er svo spennandi. Ég myndi sjálfur ekki nenna fram úr rúminu á morgnana ef það væri búið að útskýra þetta allt saman,“ segir hann. – dfb Færi ekki fram úr ef búið væri að útskýra alla hluti Líbía Fjórir voru handteknir í líb- ísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frels- aðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Banda- ríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu mynd- böndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flótta- menn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsök- unar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfir- völd hófu í kjölfar umfjöllunar síð- asta árs rannsókn á meintu þræla- haldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukin- heldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er mið- illinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum West- ern Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harð- lega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“ thorgnyr@frettabladid.is Pynta flóttamenn og krefjast lausnargjalds Súdanskir flóttamenn eru hýddir með svipum og brenndir í Líbíu og hafa verið seldir í þrældóm. Fjölskyldur í Súdan, Níger og Bangladess hafa greitt lausnar- gjald í gegnum Western Union sem segir forgangsmál að hindra slíkar greiðslur. Flóttamenn sæta ómannúðlegri meðferð í Líbíu. Nordicphotos/AFp MjanMar Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverð- launa Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti. Þetta sagði Bandaríkjamaðurinn Bill Richardsson, fyrrverandi ríkis- stjóri Nýju-Mexíkó, í fyrrinótt eftir að hann sagði sig úr alþjóðlegri nefnd sem Suu Kyi skipaði til að taka á Róhingjakrísunni og Richardson sat í fyrir hönd Bandaríkjanna. „Hún hefur þróað með sér vald- hroka. Ég hef þekkt hana lengi og mér líkar vel við hana en nú vill hún ekki hlusta á þá sem færa henni slæmar fréttir. Ég vil ekki eiga þátt í þessum hvítþvotti,“ sagði Richardson við The New York Times á leið frá Mjanmar. Richardson tók jafnframt fram að Suu Kyi hefði „sprungið úr reiði“ þegar hann vakti máls á máli Reuters- blaðamannanna U Wa Lone og U Kyaw Soe Oo sem eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að brjóta upplýsingalög þegar þeir reyndu að grafast fyrir um upplýs- ingar í Róhingjamálinu. „Andlit hennar titraði. Ef hún hefði verið nær mér hefði hún jafnvel lamið mig. Hún var trítilóð,“ sagði Richard- son um friðarverðlaunahafann. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið þjóðernishreinsan- irnar í Rakhine-héraði Mjanmar og farið til Bangladess. Flestir búa nú í flóttamannabúðum þar í landi en samkomulag náðist í fyrra á milli ríkjanna sem miðar að því að Róhingjarnir verði allir komnir aftur til Mjanmar innan tveggja ára. Óháð félagasamtök hafa gagnrýnt þetta samkomulag og efast um að flóttamönnunum verði vel tekið við heimkomuna. – þea Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi Aung san suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjan- mar. Nordicphotos/AFp Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga. Úr tilkynningu líbíska hersins bandaríkin Fjölmiðlamógúllinn Oprah Winfrey lýsti því yfir í viðtali við InStyle í gær að hún ætlaði ekki að sækjast eftir útnefningu Demó- krata til forsetaframboðs árið 2020. Sagðist hún ekki vera með forseta- gen og bætti við: „Ég hef alltaf verið mjög örugg með sjálfa mig að því leyti að ég veit hvað ég get og get ekki. Þetta er ekki eitthvað sem heillar mig.“ Winfrey var orðuð við framboð eftir vinsæla ræðu hennar á Golden Globes og mældist með sigur gegn Donald Trump, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum líkt og þeir Oprah Winfrey segir forsetaembættið ekki heilla sig EVrópa Ekki má senda hælisleit- endur til sálfræðings til þess að komast að því hvort þeir séu sam- kynhneigðir. Þetta var niðurstaða Evrópudómstólsins í máli Nígeríu- manns sem fékk ekki hæli í Ung- verjalandi eftir að sálfræðingur gat ekki staðfest kynhneigð mannsins árið 2015. Niðurstaðan er bindandi í öllum ríkjum ESB. Hundruð samkynhneigðra og annars hinsegin fólks hafa sótt um hæli í Evrópu undanfarin ár vegna ofsókna í Afríku, Mið-Austur- löndum og Téténíu. Í niðurstöðum dómstólsins kemur fram að álit sér- fræðinga geti reynst gagnleg en að próf sem þessi séu brot á friðhelgi einkalífsins. Í desember 2014 komst Evrópu- dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að kynhneigðarpróf væru brot á mann- réttindum hælisleitenda og árið 2013 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að fangelsisvist við sam- kynhneigð í heimalandi hælisleit- enda væri fullnægjandi ástæða fyrir samþykkt hælisumsóknar. – þea Bannað að kanna kynhneigðina oprah Winfrey, ekki næsti forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildar- þingmaður. Aðspurður um mögulegt framboð Winfrey á dögunum sagði Trump: „Það yrði skemmtilegt. Já, ég myndi sigra Opruh.“ – þea Ég hef alltaf verið mjög örugg með sjálfa mig að því leyti að ég veit hvað ég get og get ekki. Oprah Winfrey Kári stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. FréttABLAðið/steFáN Rúmlega 650 þúsund Róhingjar hafa flúið undan þjóðernishreinsunum í Myanmar. 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö s T U d a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a b L a ð i ð 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 6 -1 B 9 8 1 E D 6 -1 A 5 C 1 E D 6 -1 9 2 0 1 E D 6 -1 7 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.