Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 12

Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 12
 KR - Valur 72-60 Stigahæstir: Brandon Penn 20/10 fráköst, Kristófer Acox 19/8 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 17 - Urald King 14/22 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 14, Oddur Birnir Pétursson 11. Tindastóll - Grindavík 94-82 Stigahæstir: Antonio Hester 20, Pétur Rúnar Birgisson 19/7 stoðs., Sigtryggur Arnar Björnsson 18, Viðar Ágústsson 11 - J’Nathan Bullock 33/16 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12, Dagur Kár Jónsson 8, Ólafur Ólafsson 8. Stjarnan - Þór Þ. 79-86 Stigahæstir: Collin Pryor 23/16 fráköst, Ró- bert Sigurðsson 15, Tómas Þórður Hilmars- son 14 - DJ Ballentine 24, Halldór Garðar Hermansson 19, Emil Karel Einarsson 12, Ólafur Helgi Jónsson 11/9 fráköst. Höttur - Þór Ak. 86-75 Stigahæstir: Kelvin Lewis 28, Mirko Stefan Vrijevic 16/11 fráköst, Andrée Michelsson 13, Bergþór Ægir Ríkharðsson 11/10 fráköst - Nino Johnson 24/17 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 15/8 fráköst. Nýjast Domino’s-deild karla Körfubolti Þegar 17 umferðir eru búnar af Domino’s deild kvenna í körfubolta situr Valur á toppi henn- ar. Valskonur hafa unnið 13 leiki af 17 og náð í 26 stig. Valur fékk 24 stig á öllu síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Viðsnúningurinn er því mikill. Fyrir tímabilið sótti Valur ungan þjálfara úr Vesturbænum, Darra Frey Atlason sem hafði áður þjálfað kvennalið KR tímabilið 2015-16. Darri er fæddur árið 1994 og verður ekki 24 ára fyrr en í byrjun júní. Hann er hógvær þegar talið berst að árangri Vals í vetur. „Við erum að vinna eftir gildum sem við settum okkur snemma og það gengur ágætlega,“ sagði Darri í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að leikmenn Vals hafi æft vel í sumar og það sé að bera ávöxt. „Það voru allir rosalega tilbúnir að taka þetta föstum tökum. Það eru miklu fleiri en ég sem eiga hrós skilið. Þetta hefst með sterku bak- landi og fókus á það sem félagið ætlar að reyna að gera,“ segir Darri. Viljum fara úr þátttakendum yfir í að vera sigurvegarar Mikill viðsnúningur hefur orðið á gengi kvennaliðs Vals í körfubolta milli tímabila. Valskonur sitja á toppi Domino’s deildarinnar og hafa náð í fleiri stig en þær gerðu allt síðasta tímabil. Þjálfari Vals er hinn 23 ára gamli Darri Freyr Atlason. Hann kemur úr Vesturbænum og segist hafa fengið góðan skóla í þjálfun hjá KR. Sex SKollA HRinguR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á Pure Silk- Bahamas mótinu á 77 höggum, eða fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta mót tímabilsins á lPgA- mótaröðinni. Ólafía byrjaði ágæt- lega og var á pari eftir sjö holur. Þá tók við slæmur kafli þar sem hún fékk fjóra skolla á fimm holum. Ólafía paraði svo síðustu sex hol- urnar á hringnum. Hún er á meðal neðstu keppenda og þarf að spila betur á öðrum hringnum í dag ef hún ætlar að komast í gegnum niðurskurðinn. Á síðasta ári komst Ólafía í gegn- um niður- skurðinn á Pure Silk en hún lék þá á fimm höggum undir pari. mouRinHo FRAmlengDi José mourinho hefur skrifað undir nýjan samning við manchester united. Hann gildir til ársins 2020. mourinho tók við united 2016 og er á sínu öðru tímabili með manchester-liðinu. Á því fyrsta vann liðið deildabikar- inn og evrópudeildina. mourinho er eini knattspyrnustjórinn í sögu united sem hefur unnið titil á fyrsta tímabili hjá félaginu. united situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildar- innar og er komið í 16-liða úrslit meistaradeildar evrópu. Í kvöld mætir united Yeovil Town í 4. umferð bikarkeppninnar. Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir Matta og Martin. Darri Freyr Atlason Darri Freyr Atlason hefur gert góða hluti með lið Vals í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Valskonur sitja á toppi hennar eftir 17 umferðir. FRéTTAblAðið/EyÞóR Efri ÍR 24 KR 22 Tindastóll 22 Haukar 20 Njarðvík 16 Grindavík 16 Neðri Stjarnan 14 Keflavík 14 Þór Þ. 12 Valur 10 Þór Ak. 6 Höttur 2 Að hans sögn var fyrsta markmið Vals að enda í einu af efstu fjórum sætum Domino’s deildarinnar og komast í úrslitakeppnina. „Við höfum alltaf talað um að enda í topp fjórum og svo tekur bara nýr kafli við eftir það. okkur miðar ágætlega,“ segir Darri. en hefur hann trú á því að Valur geti farið alla leið í vor? „Að sjálfsögðu, annars værum við ekkert í þessu. Við höfum talað mikið um að breyta kúltúrnum úr því að vera þátttakendur yfir í að vera sigurvegarar; að trúa því að við séum betra lið þegar við löbbum inn á völlinn en skilja að það er af því að við leggjum hart að okkur og fram- kvæmum það sem lagt er upp með.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Darri verið lengi í þjálfun. Hann segist hafa fengið góðan skóla hjá KR. „Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Finni Frey [Stefánssyni, þjálfara karlaliðs KR] þegar ég var 13 ára, þannig að það er kominn áratugur. Ég held ég hafi þjálfað alla yngri flokka áður en ég tók við kvenna- liðinu,“ sagði Darri. „Ég fékk að alast upp hjá Finni Frey, inga Þór [Stein- þórssyni], Sigga Hjörleifs og Hrafni Kristjáns. Ég lærði mikið af þeim.“ Darri er hluti af ógnarsterkum 1994-árgangi KR sem var ósigrandi í yngri flokkunum. Í þeim árgangi eru til að mynda kappar á borð við martin Hermannsson og matthías orra Sigurðarson. „Ég hljóp í hringi og setti hindranir fyrir matta og martin,“ segir Darri og hlær. „Það var frábært að læra af þeim og hvernig þeir nálguðust íþróttina. Það kom ekkert annað til greina hjá þeim en að verða afreksmenn.“ Darri lék í nokkur ár með meist- araflokki KR en hugurinn leitaði svo alfarið í þjálfun. „Ég sleit krossband þegar ég var 18 ára og náði mér ekki almenni- lega. Það var ekki meiðslunum að kenna, heldur að það var ekki nógu mikill eldur í mér,“ segir hann. „Ég fékk útgönguleið í þjálfun þegar ég var beðinn um að taka við kvennaliði KR. „Afsökun“ til að hætta og einbeita mér að þjálfun. Ég var ekkert á leiðinni að verða afreks- maður í körfubolta.“ Darri er ekki fyrsti ungi þjálfar- inn sem gerir það gott í íslenskum körfubolta. Friðrik ingi Rúnarsson var til að mynda kornungur þegar hann gerði karlalið njarðvíkur að Íslandsmeisturum 1991 og áður- nefndur Finnur Freyr var aðeins þrítugur þegar hann tók við KR. Fordæmin eru því til staðar. Darri er ekki bara fær körfubolta- þjálfari heldur er hann einn af 20 vonarstjörnum í íslenskum við- skiptum samkvæmt lista almanna- tengilsins Andrésar Jónssonar. „Ég er í stafrænni þróun hjá Íslandsbanka, þar sem við erum að reyna að komast að því hvernig við verðum betri banki á morgun en við erum í dag. maður þarf að for- gangsraða og hafa gott bakland til að þetta gangi upp,“ segir Darri að lokum. ingvithor@frettabladid.is 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 f ö S t u D a G u r12 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 5 -F 4 1 8 1 E D 5 -F 2 D C 1 E D 5 -F 1 A 0 1 E D 5 -F 0 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.