Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 11

Fréttablaðið - 26.01.2018, Side 11
Þórlindur Kjartansson Í dag S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 11F Ö S T u d a g u R 2 6 . j a n ú a R 2 0 1 8 Fyrir skömmu var mér sögð smellin saga af kostulegum afglöpum nokkurra íslenskra emb-ættismanna. Sagan væri virkilega fyndin ef hún væri ekki sönn—eða kannski væri hún einmitt ekkert fyndin nema af því að hún er sönn. Annars væri hún of fjarstæðukennd til þess að hægt væri að hlæja að henni. Það eina sem gæti spillt fyrir skemmtigildinu er að í hana bland- ast fórnarlamb, sem reyndar er ekki embættismaður heldur ósköp venjulegur almennur borgari. Þess vegna er lesendum ráðlagt að láta það smáatriði ekki trufla sig að raunveruleg manneskja sé fórnarlamb í málinu öllu. Það er miklu skemmtilegra að láta eins og fórnarlambið skipti alls engu máli, sé í raun ekki beinlínis mann- eskja, heldur eins konar leikmunur í ærslakenndum farsa um furðu- lega embættismenn. Eins og Sverrir Kristjánsson orðaði það forðum þá hafa íslenskir sagnamenn „ekki ætlað öðrum rúm á spjöldum sög- unnar en mönnum mikilla emb- ætta eða mikilla örlaga,“ og með þá huggulegu venju í heiðri er langbest að vera ekki að gera of mikið úr hlut þeirra einstaklinga sem málin raun- verulega snúast um. Handleggsbrot Maður handleggsbrotnar og fer á sjúkrahús. Læknirinn í bænum skoðar hann og segir: „Þú ert ekkert handleggsbrotinn.“ Maður fer af sjúkrahúsi. Höndin neitar að hlýða lækninum, bólgnar upp og blánar út í svart. Maðurinn með höndina fer til annars læknis, nú í borginni. „Þú ert handleggsbrotinn,“ segir læknirinn í borginni og læknar hann með gifsi. Höndin læknast og maðurinn með höndina í gifsinu fer til læknisins í bænum og biður hann um að fjar- lægja fyrir sig gifsið. „Ég sagði þér að þú værir ekkert handleggsbrotinn og ég tek ekki gifsið,“ segir læknirinn í bænum þá. „En læknirinn í borginni sagði að ég væri handleggsbrotinn,“ segir maðurinn með höndina í gifsinu. „Læknirinn í borginni veit ekkert um beinbrot og er fyllibytta,“ segir læknirinn í bænum. Maðurinn með höndina í gifs- inu fer til læknisins í borginni. „Af hverju er ekki búið að taka af þér gifsið?“ spyr læknirinn í borginni. Maðurinn með höndina svarar því skömmustulegur að læknirinn í bænum hafi ekki viljað taka það. „Af hverju ekki?“ spyr læknirinn í borginni. „Af því að læknirinn í bænum segir að þú sért fyllibytta og vitir ekkert um beinbrot,“ segir maðurinn með höndina í gifsinu. Læknirinn í borginni reiðist mjög og hermir upp á lækninn í bænum þessi ummæli. Læknirinn í bænum maldar í móinn. Læknirinn í borg- inni kærir lækninn í bænum til siða- nefndar lækna. Gruflað í læknaskýrslum Nú eru góð ráð dýr fyrir lækninn í bænum. Þar sem hann undirbýr málsvörn sína gruflar hann í raf- rænum sjúkraskýrslum og finnur í þeim upplýsingar um manninn með höndina. „Aha!“ hugsar læknirinn í bænum þegar hann kemst á snoðir um þetta og hitt sem gæti dregið úr trúverðugleika vitnisins. Hann sendir svo þær upplýsingar til siða- nefndarinnar. Siðanefndin er ekki tilbúin að taka allan vitnisburð mannsins með höndina gildan, en finnur að því að læknirinn í bænum hafi notað trúnaðarupplýsingar úr sjúkraskýrslum til þess að grafa undan vitninu. Læknarnir skrifa úrskurð og birta hann í blaðinu sínu, og þar á meðal ýmsar upplýs- ingar úr sjúkraskýrslum mannsins með höndina, til þess að undirstrika að það hafi alls ekki mátt nota þær gegn honum. Nú var maðurinn með höndina kominn í blöðin og sjúkra- sagan hans líka. Læknaskýrslur birtar Þetta líst manninum með höndina ekki vel á. Læknirinn í bænum braut á honum með því að misnota sjúkraskýrslur og siðanefndin braut á honum með því að birta þær upp- lýsingar opinberlega. Maðurinn með höndina höfðar mál gegn siða- nefndinni fyrir birtinguna. Og viti menn. Dómaranum fannst ekki sanngjarnt að maðurinn með höndina hafi þurft að sæta þessari meðferð, hann vinnur málið og fær greiddar miskabætur upp á 300 þúsund krónur. „Til hamingju með það,“ segir dómarinn og skammar siðanefnd- ina fyrir að birta opinberlega við- kvæmu upplýsingarnar um mann- inn með höndina. Í dómnum sem er birtur opinberlega á netinu skrifar dómarinn svo allar viðkvæmu upp- lýsingarnar aftur til þess að undir- strika að það hafi alls ekki mátt birta þær opinberlega. Sagan heldur áfram og Persónu- vernd ávítar dómstóla fyrir kæru- leysið. Alls staðar komast yfirvöld að því að embættismenn hafi í stöð- ugri viðleitni sinni til þess að bæta manninum með höndina tjónið lítið annað gert heldur en að magna hörmungarnar upp af eintómum klaufaskap og fyrirhyggjuleysi. Viðvarandi virðingarleysi Saga mannsins með höndina sýnir ekki aðeins þær hættur og brota- lamir sem verið geta á meðferð per- sónuupplýsinga. Hún sýnir líka að á öllum stigum málsins er mann- helgi hans lítils virt. Ef læknirinn í bænum hefði borið virðingu fyrir manninum þá hefði hann aldrei misnotað aðstöðu sína með upp- flettingu í sjúkrasögu, ef læknarnir í siðanefndinni hefðu borið virð- ingu fyrir honum þá hefðu þeir ekki álpast til þess að birta sömu upplýsingar í Læknablaðinu; og ef dómstólar hefðu í eitt augnablik litið á fórnarlamb sögunnar sem jafningja þá hefði þeim aldrei orðið á sú skyssa að endurprenta hinar meiðandi upplýsingar í dómum sínum, og þeir hefðu líklega metið miska hans að minnsta kosti til meira en sem svarar verðmæti sæmilegrar fartölvu. Maðurinn með höndina Saga mannsins með höndina sýnir ekki aðeins þær hættur og brotalamir sem verið geta á meðferð persónuupp- lýsinga. Hún sýnir líka að á öllum stigum málsins er mannhelgi hans lítils virt. Hvernig viljum við hafa Reykja-vík í framtíðinni? Ef ég fengi því ráðið væri Reykjavík spennandi borg með nægu rými fyrir fjölskyldur en jafnframt eftirsóttur ferðamannastaður. Borg sem væri fyrsti búsetukostur ungs fólks, borg sem stæðist samanburð við aðrar borgir í Evrópu hvað varðar menntun og atvinnutækifæri. Reykjavík besta sveitarfélagið til að búa í á Íslandi. Hvernig komumst við á þennan stað? Hvað getur Reykjavík gert? Hvað á Reykjavík að verða? Í fyrsta lagi þarf skólakerfið, allt frá leikskóla, að búa nemendur undir framtíð sem tekur örum breytingum. Skapandi hugsun fái að þroskast og nemendur séu færir um að taka að sér krefjandi verkefni einir eða í hóp. Í öðru lagi þarf að tryggja nægt framboð á húsnæði og lóðum svo ungt fólk geti eignast sitt eigið húsnæði í öllum hlutum borgarinnar, bæði í Austur- og Vesturborginni. Í þriðja lagi þarf að tryggja góðar samgöngur bæði fyrir fjölskyldubíla og strætisvagna. Það verður aðeins gert með því að hafa gatnakerfi sem stenst kröfur um öryggi og skilvirkni. Reykjavík á að vera í fararbroddi í að nýta tækni í samgöngum líkt og gerðist í fjar- skiptum. Borgin á að auðvelda eldri borgurum að búa í eigin húsnæði með lægri álögum og virkja þá sem eldri eru til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Ein stærsta áskorun framtíðarinnar er fólgin í hækk- andi aldri þjóðarinnar en jafnframt er það eitt stærsta tækifæri okkar að virkja fólk á efri árum. Loks sé ég fyrir mér að stjórnkerfi borgarinnar verði skilvirkt með stuttum boðleið- um og lágum kostnaði. Þannig borg vil ég búa til og breyta áherslum til móts við nýja framtíð. Framtíðarborgin Reykjavík Eyþór Arnalds frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðis- flokksins í borginni 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 5 -F 9 0 8 1 E D 5 -F 7 C C 1 E D 5 -F 6 9 0 1 E D 5 -F 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.