Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 6
2 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð Einstaklega áhugaverð ferð til Víetnam sem býður uppá stórkostlega og ógleymanlega upplifun ásamt ótrúlegri sögu lands og þjóðar. Landið er einstaklega fagurt og gróðursælt með skógiklæddum fjöllum, gróskumiklum hrísgrjónaökrum, fossum og lækjum. Heimamenn taka einstaklega vel á móti ferðamanninum og hvarvetna má sjá brosandi andlit. Í upphafi ferðar er flogið til Frankfurt og gist í bænum Heidelberg rétt sunnan við Frankfurt. Daginn eftir er flogið til Ho Chi Minh City (Saigon) í suðurhluta Víetnam og dvalið þar í 4 nætur. Frá Saigon er flogið til Danang og ekið til Hoian og dvalið þar í 5 nætur á fallegu hóteli við ströndina. Hoian er afar áhugaverð borg en hún er á heimsminjaskrá UNESCO. Þá er dvalið í 3 nætur í höfuðborginni Hanoi. Þaðan verður farið í 2 nátta siglingu á Halong flóa með dæmigerðum bát heimamanna. Það er sem ævintýri líkast að sigla þar á milli stórfenglegra kalksteinskletta og fallegra sandstranda. Fjölmargar áhugaverðar kynnisferðir eru innifaldar í ferðinni og þess ávallt gætt að heimsækja áhugaverða sögulega staði en einnig að njóta alls þess sem þetta fallega land hefur uppá að bjóða. KEFLAVÍK – FRANKFURT / HEIDELBERG – SAIGON – HUE HOIAN – HANOI – HALONG BAY – FRANKFURT – KEFLAVÍK Fararstjóri: Árni Hermannsson Frá kr. 498.995 m/fullt fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 498.995 m.v. 2 í herbergi Innifalið: Flug, skattar, 1 taska/20kg, gisting í 1 nótt í Heidelberg, gisting í 14 nætur á 4* hótelum í Víetnam m/fullt fæði innifalið. Fjölmargar kynnisferðir og sigling innifalin í verði. – fáðu meira út úr fríinu Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 85 3 79 VÍETNAM Ógleymanleg upplifun20. mars í 17 nætur STóriðja Húsvíkingar gætu fundið fyrir mengun í allt að sextán daga við gangsetningu kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Ofnarnir tveir verða ekki gangsettir á sama tíma og munu stjórnendur verk- smiðjunnar reyna að gangsetja ofnana í sunnanvindi til að verja íbúa Húsavíkur. Framkvæmdastjóri PCC segir ekki hægt að bera verk- efni fyrirtækisins á Húsavík saman við hrakfarir kísilversins í Helguvík. Fjölmenni mætti á opinn íbúa- fund sem PCC BakkiSilikon hf. hélt á Fosshóteli á Húsavík í gær. Íbúar bæjarins eru að mestu jákvæðir í garð framkvæmdarinnar. Einkum spurðu íbúar um almenningssam- göngur til og frá verksmiðjunni og um loftgæði. Ekki er útilokað að íbúar með undirliggjandi astma sem búa næst verksmiðjunni muni finna fyrir einkennum á meðan á gangsetningu stendur. Framleidd verða um 32 þúsund tonn árlega í verksmiðjunni en virði þeirra afurða er á mörkuðum í dag um 57 milljarðar króna. Í fram- leiðsluna verða notuð um 60 þús- und tonn af kolum á ári og annað eins af innfluttum viði. Stjórnendur PCC hafa átt í við- ræðum við íslenska skógarbændur til að geta nýtt einnig íslenskan við og minnka þar með vistspor fram- leiðslunnar. „Við höfum verið í viðræðum við nokkra bændur. En vinsældir eldbakaðra pitsa hafa þau áhrif að það er minna framboð á íslensku timbri. Pitsuofnar eru í samkeppni við okkar ljósbogaofna,“ segir Haf- steinn Viktorsson framkvæmda- stjóri PCC. „Varðandi gangsetningu þá fylgjumst við með veðurspánni og við vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir. Það er ekki hægt að bera saman verkefni okkar við Helguvík. Allir sem fylgst hafa með fréttum sjá að eitthvað mikið fór úrskeiðis þar. Við hins vegar höfum ákveðið að vanda okkur eftir fremsta megni. Einnig erum við með minni ofna sem eru auðveldari í rekstri.“ Um eitt hundrað starfsmenn hafa hafið störf í verksmiðjunni. Því er mikilvægt að fara að setja verksmiðjuna í gang að mati Haf- steins til að tekjur komi inn á móti útgjöldum. „Við hins vegar förum ekki af stað fyrr en við erum alveg öruggir með að allt okkar kerfi virki.“ sveinn@frettabladid.is Kísilverksmiðja keppir við eldbakaðar pitsur Framkvæmdastjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka segir ekki hægt að bera hana saman við þá sem er í Helguvík. Þó megi búast við nokkurri mengun í sextán daga eftir gangsetningu. Vonast sé eftir hagstæðum vindáttum þegar það gerist. Áætlað er að ræsa kísilverksmiðju PCC á Bakka í sunnanvindi svo mengun angri Húsvíkinga síður. FréttaBlaðið/auðunn Það er ekki hægt að bera saman verkefni okkar við Helguvík. Allir sem fylgst hafa með fréttum sjá að eitthvað mikið fór úrskeiðis þar. Hafsteinn Viktorsson, framkvæmda- stjóri PCC TÆKni Samband íslenskra leikja- framleiðenda (IGI)  heldur leikja- djamm í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Þátttakendur fá 48 klukku- stundir til að vinna að nýjum leik. „Fulltrúi frá alþjóðlegu samtök- unum hafði samband við okkur og við ákváðum að prófa að halda svona viðburð hér. Síðast þegar ég vissi voru þátttakendur frá 113 löndum búnir að skrá sig,“ segir Alexandra Bjargardóttir, sem er varamaður í stjórn hjá IGI og markaðssérfræð- ingur hjá CCP. Þetta er stærsta leikjadjamm  í heiminum. Fyrsta alþjóðlega leikja- djammið var haldið árið 2009. „Við fáum að vita á föstudaginn hvert þemað er. Þetta er gert svo fólk sé ekki að undirbúa sig eða byrjað að vinna  í einhverju áður en það mætir. Fólk fær því einungis þessar 48 klukkustundir til að vinna að ein- hverju nýju saman,“ segir Alexandra. IGI hélt samtals  fjögur leikja- djömm 2017, sem skiluðu 35 fjöl- breyttum og skemmtilegum leikjum. „Það er svipaður fjöldi skráður og hefur verið að mæta á okkar við- burði. Það hefur yfirleitt verið um þriðjungur þátttakenda sem er ekki endilega að vinna við að búa til leiki eða hefur gert það áður, heldur hefur það sem sérstakt áhugamál. Líkt og fólk sem býr til tónlist eða tekur ljósmyndir, þá hafa margir það sem áhugamál að búa til tölvuleiki,“ segir Alexandra. Leikjadjammið er haldið í fyrsta sinn í Reykjavík í ár, en viðburðurinn var haldinn á Kollafossi árið 2016. Djammið hefst klukkan 17.00 í dag, föstudag og verður stofa M110 í HR þátttakendum opin alla helgina. – la Fá 48 tíma til að vinna saman tölvuleik alexandra Bjargardóttir hjá CCP, einn skipuleggjenda alþjóðlega leikja- djammsins. FréttaBlaðið/Eyþór 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 6 -2 0 8 8 1 E D 6 -1 F 4 C 1 E D 6 -1 E 1 0 1 E D 6 -1 C D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.