Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2018, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 26.01.2018, Qupperneq 38
Franska kvikmyndahátíðin hefst í dag í Háskólabíói og stendur yfir til 4. febrúar. Þetta er í 18. skipti sem hátíðin er haldin. Á henni eru sýndar fjölbreyttar kvikmyndir frá hinum frönskumælandi heimi. Í ár eru tíu myndir á boðstólum, þar af ein kanadísk og fjölbreytnin er mikið. Opnunarmynd hátíðarinnar er Svona er lífið (Le Sens de la fête) sem segir frá Max Angély sem hefur langa reynslu að baki við skipulagningu á alls kyns gleð­ skap. Í þetta sinn hefur hann tekið að sér að sjá um brúðkaupsveislu sem á að halda á 17. aldar óðals­ setri og að sjálfsögðu fer ýmis­ legt úrskeiðis. Myndin er í hópi þriggja best sóttu mynda ársins 2017 í Frakklandi. Leikstjórar og höfundar handrits eru þeir Olivier Nakache og Éric Toledano, hinir sömu og gerðu myndina Intouch­ able sem sló eftirminnilega í gegn á Íslandi árið 2012. Þess má geta að hátíðin stendur yfir frá 28. janúar til 3. febrúar á Akureyri. Dagskrá sýninganna er á slóð smarabio.is/fff og þar er líka hægt að kaupa aðgöngumiða. – gha Tíu myndir á Frönsku kvikmyndahátíðinni Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 26. janúar 2018 Tónlist Hvað? Riot Ensemble Hvenær? 20.00 Hvar? Iðnó Á tónleikunum gefst færi á að hlýða á heimsfrumflutning tónverks Báru Gísladóttur og fleiri Íslandsfrum­ flutninga á verkum frá Argentínu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Viðburðir Hvað? Línudansball í Hjartastöðinni Hvenær? 20.00 Hvar? Dans & jóga Hjartastöð, Skútu- vogi Línudansball sem Jóhann Örn, Jói dans, stjórnar er nú haldið í fyrsta sinn í glæsilegum danssal Hjarta­ stöðvarinnar í Skútuvogi 13a. Allir sem hafa áhuga á dansi og jafnvel kántrítónlist ættu að skella sér. Aðgangseyrir er kr. 2.500. Hvað? The Room í Bíói Paradís Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu Bíó Paradís sýnir bandarísku költ­ myndina The Room 26. og 27. janúar. The Room er þekkt fyrir að vera ein versta mynd sem gerð hefur verið. Hún kom út árið 2003 og var sýnd við einstaklega dræmar viðtökur í Los Angeles (flestir gestir vildu fá endurgreitt áður en hálf­ tími var liðinn) þar sem ungir kvik­ myndaáhugamenn rákust á hana og sáu húmorinn í hörmungunum. Orðspor hennar barst víða og er hún í dag orðin að einni bestu mið­ næturskemmtun sem kvikmynda­ húsin hafa upp á að bjóða. Hvað? IceWeb 2018 Hvenær? 13.00 Hvar? Harpa IceWeb­ráðstefnan verður haldin í dag í Silfurbergi í Hörpu. Um er að ræða hálfs dags ráðstefnu frá klukkan 13 til 17. Hvað? Ársfundur Siðfræðistofnunar Hvenær? 15.30 Hvar? Háskóli Íslands Vilhjálmur Árnason, stjórnarfor­ maður Siðfræðistofnunar, mun gera grein fyrir starfsemi stofnunarinnar 2017. Hann mun jafnframt reifa nokkur helstu siðferðilegu málefni sem settu svip sinn á síðastliðið ár, svo sem plastbarkamálið, siðferði í stjórnmálum og #metoo­hreyfing­ una. Í framhaldi af siðfræðiannál stjórnarformanns mun hann stýra pallborðsumræðum um þessi mál þar sem þátt taka þau Fanney Birna Jónsdóttir ritstjóri, Henry Alexand­ er Henrysson heimspekingur og Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmála­ fræðingur. Sýningar Hvað? Myrkraverk Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Á sýningunni eru verk listamanna sem hafa fengið innblástur úr þjóð­ sögum og ævintýrum eða skapað sinn eigin huliðsheim. Hvort tveggja endurspeglar mannlega tilvist, samskipti, tilfinningar og hugarástand. Sýningin er uppfull af dularfullum og spennandi verkum sem kveikja á ímyndunaraflinu ein­ mitt á myrkasta tíma ársins. Hvað? Kjarval: Líðandin – La durée Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstöðum Á sýningunni eru mörg sjaldséð verk, einkum frá fyrri hluta starfs­ ævi Jóhannesar Sveinssonar Kjarval (1885­1972). Hvað? Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0] Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsið Efnisheimurinn er viðfangsefni nokkurra valinna verka úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Náttúru­ fyrirbæri, manngerðir hlutir og ýmiss konar efni liggja til grund­ vallar með tilliti til eiginleika, eðlis, merkingar og gildis. Sýningin er hluti nokkurs konar skissuvinnu Listasafns Reykjavíkur að íslenskri samtímalistasögu. Hugmyndin er að safnið haldi áfram að velja verk úr safneigninni og setja í samhengi tilraunar til að skrifa listasöguna jafnóðum. Hvað? Undir – Steingrímur Gauti Ingólfsson Hvenær? 12.00 Hvar? Bókasafn Mosfellsbæjar Fyrsta sýning nýs árs í Listasal Mosfellsbæjar er Undir, einka­ sýning Steingríms Gauta Ing­ ólfssonar. Steingrímur Gauti er fæddur árið 1986 og hefur verið virkur í sýningarhaldi síðan hann útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2015. Í Listasalnum eru sýnd ný verk, en Steingrímur Gauti gerir aðallega tilraunakennd abstraktmálverk. Hvað? D32 Páll Haukur Björnsson: Heildin er alltaf minni en hlutar hennar Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsinu Páll Haukur er 32. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D­salar sem hóf göngu sína árið 2007. Ein­ hvers konar landslag er að finna á sýningunni, mótað af mismunandi skúlptúrum. En hvað er skúlptúr? Hvað myndar mörk staks hlutar og samband hans við annað? Páll Haukur Björnsson hefur áhuga á því að skoða þessar spurningar í gegnum skúlptúrgerð. Hann notar kyrr­ og hreyfimyndir, hluti sem eru hverfulir, oftast úr náttúrunni, og varanleg, manngerð efni. Myrkir músíkdagar standa nú yfir og þar er aldeilis framboðið af forvitni- legum viðburðum. ÁLFABAKKA DEN OF THIEVES KL. 5 - 8 - 10:50 DEN OF THIEVES VIP KL. 5 - 8 - 10:50 THE POST KL. 8 - 10:30 ÆVINTÝRI Í UNDIRDJÚPUM ÍSL TAL KL. 3:40 - 5:50 DOWNSIZING KL. 5:40 - 8:30 FATHER FIGURES KL. 8 - 10:30 STAR WARS 2D KL. 5:20 - 8:30 WONDER KL. 3:20 - 5:40 COCO ÍSL TAL KL. 3:20 MAZE RUNNER KL. 5 - 8 - 10:30 THE POST KL. 5:30 - 8 - 10:30 DOWNSIZING KL. 7:40 STAR WARS 2D KL. 5 - 10:20 THE GREATEST SHOWMAN KL. 5:20 - 8 EGILSHÖLL DEN OF THIEVES KL. 6 - 7:30 - 10:20 THE POST KL. 5 - 5:30 - 9 - 10:20 THE DISASTER ARTIST KL. 8 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI DEN OF THIEVES KL. 8 - 10:50 THE POST KL. 8 ÆVINTÝRI Í UNDIRDJÚPUM ÍSL TAL KL. 5:50 12 STRONG KL. 10:30 COCO ÍSL TAL KL. 5:40 AKUREYRI DEN OF THIEVES KL. 8 - 10:50 MAZE RUNNER KL. 8 - 10:50 PADDINGTON 2 ÍSL TAL KL. 5:40 JUMANJI KL. 5:30 KEFLAVÍK  TOTAL FILM Meryl Streep og Tom Hanks í nýrri stórmynd frá Steven Spielberg Sýnd með íslensku tali2 BESTA MYNDIN BESTA LEIKKONAN -MERYL STREEP óskars- tilnefningar KAUPTU BÍÓMIÐANN Í SAMBÍÓ APPINU Gerard Butler O’Shea Jackson Jr. 50 Cent  THE WRAP Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 6, 9 Sýnd kl. 3.30, 5.50 Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5 Sýnd kl. 3.30 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Óþekkti hermaðurinn 17:30, 22:00 Call Me By Your Name 17:30 Svanurinn ENG SUB 18:00 The Room 20:00 Borat 20:00 Gotowi Na Wszystko Ekstreminator ENG SUB 20:00 Three Billboards Outside Ebbing Missouri 22:00 The Disaster Artist 22:30 Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r22 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 5 -F 9 0 8 1 E D 5 -F 7 C C 1 E D 5 -F 6 9 0 1 E D 5 -F 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.