Fréttablaðið - 26.01.2018, Page 1

Fréttablaðið - 26.01.2018, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Fréttablaðið í dag sport Þjálfari toppliðs Vals er aðeins 23 ára. 12 Menning Sokkabandið frum- sýnir Lóaboratoríum. 20 lÍFið Hvað þýðir haute couture? Glamour er með svarið. 28 plús 2 sérblöð l Fólk l  endurskoðun og bókhald *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 MIÐASALA Í FULLUM GANGI BÚÐU ÞIG UNDIR DULARFULLT FERÐALAG FjölMiðlar Meirihluti þingmanna vill að Ríkisútvarpið hverfi af aug- lýsingamarkaði eða að hlutur þess á markaðnum verði skertur. Fréttablaðið kannaði afstöðu þingmanna til málsins í gær. Þrjátíu og sex þingmenn sögðust hlynntir því. Margir segja þó að það þyrftu að koma til mótvægis aðgerðir svo RÚV yrði bætt upp tekjutapið sem af hlytist. Einungis einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. „Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsinga- markaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flokkssystkini hennar, Andres Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taka í sama streng. Í skýrslu nefndar um stöðu einka- rekinna fjölmiðla, sem afhent var mennta- og menningarmálaráð- herra í gær, segir að RÚV sé nú með fjórðungshlut af heildarauglýsinga- markaðnum á Íslandi og 45 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. „Í ljósi stöðu einkarekinna fjöl- miðla þarf að endurskoða þetta,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir að huga þurfi að fjárhags- stöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði. Nú verði sett af stað vinna við að meta tillögur nefndarinnar. „Það er ekki búið að meta áhrifin af þeim og ekki búið að meta kostn- aðinn, en það þarf ekkert að taka langan tíma,“ segir Lilja. Önnur tillaga sem nefndin lagði til var að áskriftir blaða og tímarita, sem og áskriftir hljóð- og mynd- miðla, falli undir lægra skattþrep virðisaukaskatts og beri 11 pró- senta skatt. Lilja segir að hægt sé að fara hraðar í vinnu við breytingar á virðisaukaskattinum en margar aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því.“ Lilja segir að jafnframt verði skoð- að hvort hægt sé að gera breytingar á virðisaukaskatti á auglýsinga- tekjur fjölmiðla. „Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“ – jhh / sjá síðu 4 Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. Vinna er hafin við breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla, með lækkun virðisaukaskatts. Íbúar Húsavíkur og nágrennis fjölmenntu á opinn fund PCC um stöðu framkvæmda við Kísilverið á Bakka. Þeir íbúar sem Fréttablaðið ræddi við að fundi loknum voru jákvæðir í garð kísilversins og höfðu litlar áhyggjur af því að hrakfarir í Helguvík endurtækju sig nyrðra. Um 100 manns hafa hafið störf í kísilverinu sem gangsetja á í febrúar. Sjá síðu 6 Fréttablaðið/auðunn tónlist Rafsveitin GusGus gefur út plötuna Lies are more flex- ible. Það mun vera tíunda plata sveitarinnar. „Mér finnst gaman að hafa fengið að vinna að þessu í öll þessi ár og finna sig upp á nýtt fyrir hverja plötu,“ segir Biggi Veira. – sþh / sjá síðu 30 Plata númer tíu frá Gus Gus 2 6 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 5 -F 4 1 8 1 E D 5 -F 2 D C 1 E D 5 -F 1 A 0 1 E D 5 -F 0 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.