Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 16
2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f Ö S T U D a G U r16 S k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýs- enda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta sölu- deild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. Ný skýrsla um rekstrarstöðu einka- rekinna fjölmiðla hefur á síðustu dögum valdið nokkru fjaðrafoki þar sem tillaga meirihlutans var skýr, heppilegast væri að Ríkisút- varpið hverfi hið fyrsta af auglýs- ingamarkaði. Þar með verði horfið frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Breska ríkisútvarpið BBC er fyr- irmynd flestra ríkisfjölmiðla og á vef þeirra er stefnan birt afdráttar- laus: „BBC er ekki heimilt að selja auglýsingar eða kostanir á almenn- ingsþjónustu. Þannig er stofnunin sjálfstæð frá hagsmunum auglýs- enda og tryggt að einungis er verið að sinna hagsmunum áhorfenda. Ef BBC myndi selja aðgang að útsendingum, í heild eða að hluta, myndu hagsmunir auglýsenda stjórna bæði dagskrárgerð og dag- skráruppstillingu. Einnig yrðu þá mun minni tekjur fyrir aðra ljós- vakamiðla.“ Auglýsingar stýra lengd þátta Fyrst um dagskrá Ríkisútvarpsins. Nokkrar takmarkanir eru á notkun auglýsingahólfa og þurfa innlendir dagskrárliðir að vera meira en ein klukkustund til að rjúfa megi útsendingu. Þessi regla hefur valdið því að vinsælustu þættir í Ríkissjón- varpinu eru nú allir orðnir 70 mín- útur að lengd. Vöruinnsetningar í dagskrárefni eru algengar. Þegar einkareknu sjónvarpsstöðvarnar bjóða sitt vandaðasta dagskrárefni er algengara en ekki að RÚV sýni á sama tíma sitt besta efni sem er samkeppni en ekki þjónusta. Dagskrárliðir sem ættu heima á hliðarrásum eru látnir riðla dag- skrá á meginrás til að safna áhorfs- punktum. Langir skemmtiþættir á borð við Útsvar, Fjörskylduna og kynningar á Eurovision njóta for- gangs á meðan innlent leikið sjón- varpsefni virðist horfið af dagskrá. Auglýsingadeildin er þó einka- reknum miðlum erfiðari keppi- nautur en dagskrárdeildin. Sölunni hefur vissulega verið settur rammi í starfsreglum en þær eru oftlega virtar að vettugi til að auka tekjur stofnunarinnar. Vera Ríkisút- varpsins á samkeppnismarkaði er vissulega óheppileg en það eru vinnubrögð söludeildar sem gera ástandið illþolanlegt fyrir sam- keppnisaðila. Nýlega fékk undir- ritaður tilboð um ókeypis birtingar í Vetrarólympíuleikum ef hann kæmi með nógu „flott plan og upphæð inní dagskrána“. Höfum í huga að hér er verið að semja við ríkisstofnun með yfirburðastöðu á samkeppnismarkaði. Hundruð milljóna í auglýsingaöflun Niðurstaða meirihluta nefndar- innar er að heppilegast sé að Ríkisútvarpið fari af auglýsinga- markaði hið fyrsta. Þeir sem eru ósammála segja að þá þurfi að bæta stofnuninni þá 2,2 milljarða sem hverfa af tekjuhliðinni. Þetta er ofmat því hið raunverulega tekjutap er líklega nær 1,6 millj- örðum. Það kostar Ríkisútvarpið nefnilega peninga að sækja auglýs- ingatekjur og sölukostnaður, sem samanstendur af launakostnaði, þjónustugjöldum, áhorfsmæling- um og öðrum rekstri, er vart undir 600 milljónum á ári. Ekkert kallar á þennan kostnað þó að auglýsingahólf stæðu áfram til boða í einhvern tíma. Auglýs- endur myndu einfaldlega bóka sjálfir sínar auglýsingar á fyrirfram gefnu opinberu verði en Ríkisút- varpið léti af sókn sinni á markað- inn í leit að næstu krónum. Mínút- um yrði svo fækkað á næstu árum þar til stofnunin yrði óháð auglýs- endum. Að sjálfsögðu yrði haldið áfram að lækka annan kostnað við rekstur á sama tíma og þar er af nógu að taka. Engin ástæða er fyrir Ríkisútvarpið að elta dýr verkefni á borð við handbolta- eða knattspyrnumót sem keppst er um að sýna, vandséð er hversu lengi er þörf fyrir Rás 2 fyrir unga fólkið nú þegar meðalhlustand- inn er kominn vel á sextugsaldur, Rondó er óþörf almannaþjónusta og þannig má lengi telja. Það er sannfæring mín að ef tekst að venja Ríkisútvarpið af auglýsingatekjum verði stofn- unin miklu betur í stakk búin til að sinna raunverulegu hlutverki sínu eins og það er skilgreint í lögum. Vonandi verður ráðist í breytingar til batnaðar þrátt fyrir hræðsluáróður þeirra sem vilja halda óbreyttu ástandi til að verja eigin hagsmuni. Óháð Ríkisútvarp – já takk, því þá skapast meiri fjöl- breytni fjölmiðla og þar með öfl- ugra samfélag. Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp Magnús Ragnarsson framkvæmda­ stjóri hjá Símanum Nýlega fékk undirritaður tilboð um ókeypis birtingar í Vetrarólympíuleikum ef hann kæmi með nógu „flott plan og upphæð inní dag- skrána“. Höfum í huga að hér er verið að semja við ríkis- stofnun með yfirburðastöðu á samkeppnismarkaði. Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðis- vanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafar- lausar aðgerðir. Umfjöllun leiðandi fjölmiðla, t.a.m. RÚV og fréttatíma Stöðvar 2 í þessari viku, hefur verið mikil- væg og uppbyggileg, enda hafa blaðamenn allir sem einn leitað viðbragða og/eða upplýsinga hjá rektor, auk þess að ræða við nem- endur. Leiðari, eða „Skoðun“, Magn- úsar Guðmundssonar í Fréttablað- inu í fyrradag, er þó undantekning er sýnir hvernig slök vinnubrögð verða til þess að mála upp mynd gagnvart almenningi sem ekki byggir á staðreyndum. Magnús staðhæfir að húsnæðismálin séu slagur „sem stjórnendur hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu“ eða víkja ella. Hann horfir alfarið framhjá allri þeirri vinnu sem stjórnendur hafa lagt í húsnæðismálin undanfarin ár og allir mikilvægustu fjölmiðlar lands- ins hafa ítrekað gert grein fyrir. Allt er þetta aðgengilegt á vef LHÍ og með einfaldri leit á netinu (http:// www.lhi.is/frettir/husnaedismal- listahaskolans). Árangur þessa sleitulausa starfs er m.a. sá að lausn á húsnæðismálum skólans rataði inn í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar, auk þess sem Lilja Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra gerði nýverið grein fyrir sínum aðgerðum: (https://www. stjornar radid.is/efst-a-baugi/frettir/ stok-frett/2017/12/21/Husnaedis- mal-Listahaskolans-komin-i-far- veg/) Meginkrafa nemenda um bætt húsnæði er það sem skiptir höfuð- máli í þessu tilliti, enda réttmæt og brýn. Í erindi því sem þau sendu fjölmiðlum eru þó einnig full- yrðingar um innra starf sem eru mjög orðum auknar en skiljanlegar vegna þess hve mjög húsnæðis- málin hafa reynt á þolrif allra. Í stað þess að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga gerir Magnús þær beinlínis að sínum eigin og heldur þeim þar með fram sem staðreyndum á opinberum vett- vangi í Fréttablaðinu. Hann, öfugt við alla aðra fjölmiðlamenn, hafði ekki samband við LHÍ þótt kjarni málsins sé fyrir betra húsnæði nemendum til handa. Hann sann- reyndi m.ö.o. ekki það sem hann heldur fram sem staðreyndum og bregst þannig meginskyldu upp- lýstrar og áreiðanlegrar blaða- mennsku. Magnús heldur því aukinheldur fram að nemendur LHÍ séu þeir einu í „ríkisreknum háskóla“ sem þurfi að greiða skólagjöld. LHÍ er ekki ríkisháskóli, heldur sjálfs- eignarstofnun sem innheimtir skólagjöld á sömu forsendum og Háskólinn í Reykjavík og Háskól- inn að Bifröst, sem rétt eins og LHÍ njóta fjárframlaga frá ríkinu skv. reiknilíkani. Í ljósi fullyrðinga Magnúsar um stjórnendur LHÍ er vert að taka fram að núverandi rektor, sem kom til starfa í ágúst 2013, hefur ásamt stjórn skólans ítrekað farið yfir málið með þremur menntamálaráð- herrum í þremur ríkisstjórnum, auk þess að standa fyrir margvíslegum aðgerðum til að vinna bug á upp- söfnuðum og áratugalöngum vanda. LHÍ gerir alvarlega athugasemd við það sem ranglega er haldið fram af Magnúsi að stjórnendur skólans standi ekki með nemendum í bar- áttu fyrir lausn húsnæðisvandans, sem allt frá síðasta ári er kominn verulegur skriður á. Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöf- unar til uppbyggingar samfélags- innviða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nemendum og þeim stjórnvöldum sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsyn- legu fjármagni til uppbyggingar – í þessu tilfelli viðunandi umgjarðar um fræðasvið lista í Listaháskóla Íslands. Umfjöllun um húsnæðismál Listaháskóla Íslands – athugasemd Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Lista­ háskóla Íslands Á Íslandi stunda um 20.000 nem-endur nám á framhaldsskóla-stigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldurs- skeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði. Í þessum stóra hópi ungs fólks eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan og áskoranir sem þau eiga erfitt með að takast á við án aðstoðar. Í því samhengi getur verið nauðsynlegt að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Það er ljóst að ef andleg líðan nem- enda er ekki góð þá hefur það nei- kvæð áhrif á námsgengi þeirra, getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þegar um er að ræða and- lega vanlíðan svo draga megi úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og dragi þannig úr lífsgæð- um einstaklingsins og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og framhaldsskólana? Lausnin gæti m.a. falist í því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í öllum framhaldsskólum en með því að auð- velda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar fyrr og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Tilraunaverkefni Undanfarin misseri hafa nokkrir framhaldsskólar farið af stað með tilraunaverkefni sem byggja á því að auðvelda aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu innan skólanna og hefur reynslan af því verið mjög jákvæð. Nemendur hafa nýtt sér þessa þjónustu vel og greinilegt er að um raunverulega þörf er að ræða. Í sumum tilvikum hafa sálfræðingar verið ráðnir inn í framhaldsskóla með fasta viðveru en einnig hafa verið gerðir samstarfssamningar við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga um afmörkuð verkefni. Þjónustan hefur meðal annars falið í sér persónulega sálfræðiráðgjöf og stuðning til nem- enda, námskeiðahald og fyrirlestra um sálfræðileg málefni, samstarf við foreldra, frummat á vanda og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins ef þörf hefur verið á. Því má segja að hlutverk sál- fræðinga í framhaldsskólum geti bæði tengst forvarnar- og fræðsluverkefn- um í bland við persónulega og faglega þjónustu handa nemendum. Það er mikilvægt að foreldrar fylg- ist vel með andlegri líðan ungmenna sinna sem stunda nám á framhalds- skólastigi og bregðist tímanlega við verði þeir varir við breytingar á and- legri líðan. Það er ekki síður mikil- vægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang á eigin forsendum að úrræðum og þjónustu ef því líður illa eða þarf að ræða viðkvæm málefni. Það hentar nemendum vel að geta leitað sér sál- fræðiþjónustu innan skólanna enda er unga fólkið okkar opið og með- vitað um mikilvægi þess að ræða eigin líðan og leita sér aðstoðar. Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sál- fræðiþjónustu fyrir framhaldsskóla- nemendur. Nemendurnir hafa ríka þörf fyrir slíka þjónustu og hafa með- tekið þau skilaboð hversu mikilvægt það er að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það skiptir því höfuðmáli að slík þjónusta standi þeim til boða og innan skólanna er tilvalið tækifæri til að mæta þessari þörf með það fyrir augum að auka lífsgæði nemenda á framhaldsskólastigi og auka þar með líkurnar á farsælli skólagöngu og far- sælli framtíð. Sálfræðiþjónusta í alla framhaldsskóla Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöfunar til uppbyggingar samfélagsinn- viða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nem- endum og þeim stjórnvöld- um sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsynlegu fjármagni til uppbyggingar. Bóas Valdórsson sálfræðingur MH Steinn Jóhannsson konrektor MH Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanem- endur. 0 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 2 -4 2 3 8 1 E E 2 -4 0 F C 1 E E 2 -3 F C 0 1 E E 2 -3 E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.