Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 4
Á síðustu sex má nuðumhefur fíkniefnadeild lö g-reglunnar í Keflavík gert fíkniefni upptæ k að mark- aðsvirði um 16 milljó num kró na. Ef tekið er mið af  ví að efnin sé u blö nduð á ður en  au eru seld á gö tunni er verðmæ ti  eirra ná læ gt 30 milljó num kró na. Rúnar Árnason rannsóknarlög- reglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Keflavík segir að samfélagsleg ábyrgð borgaranna sé mikil þegar kemur að fíkni- efnamálum. „ Ef maður hugsar til skyldu borgaranna um að upp- l sa um glæpi eða ólöglega starf- semi þá finnst mér hún vera mik- il því þetta getur hent okkur öll, börnin okkar og fólk sem við þekkjum.  etta er samfélagsleg ábyrgð,“ segir Rúnar meðal ann- ars í viðtali við Víkurfréttir. Í hverju felst starf fíkniefnalögreglu- mannsins?  að felst í því að uppræta ólög- lega starfsemi sem tengist fíkni- efnum, s.s. innflutning, sölu og neyslu fíkniefna. Við sinnum einnig forvarnarhlutverki og reynum að aðstoða fjölskyldur fíkniefnaneytenda og neytend- urna sjálfa. Í beinu framhaldi af því þá erum við núna að vinna að ákveðnu tengslaneti við fólk sem þekkir til þessara mála hér á Suð- urnesjunum og við erum að von- ast til að það gangi eftir að lög- reglan geti liðsinnt neytendum betur að koma sér út úr neyslu. Er markmiðið þá að koma upp eins- konar hjálparkerfi fyrir fíkniefnaneyt- endur? Já, ég hef verið að koma mér í sambönd við fólk sem þekkir þennan heim og við erum að vinna í þeim málum núna. Hvert er þitt mikilvægasta vinnutæki? Samskiptin við borgarana skipta mestu máli í mínu starfi. Mín vinna byggist algerlega á því að vera í tengslum við borgarana og að fólk komi uppl singum á rétta staði þ.e. til lögreglunnar. Við erum með símsvara þar sem fólk getur uppl singar inn nafnlaust.  etta er eina marktæka vinnu- tólið og það er gríðarlega mikil- vægt ef fólk veit um einhverja ólöglega starfsemi, einhvern sem neytir eða selur fíkniefni að láta lögregluna vita.  að er fyrsta skrefið í því að við getum farið að rannsaka mál. Er algjör nafnleynd til staðar fyrir þann sem kemur með upplýsingar til lögreglu varðandi fíkniefnamál? Eitt það mikilvægasta sem við byggjum á er að tryggja nafn- leynd þeirra sem veita okkur uppl singar og búa þannig til traust milli lögreglu og borgar- anna. Ef maður hugsar til skyldu borgaranna um að uppl sa um glæpi eða ólöglega starfsemi þá finnst mér hún vera mikil því þetta getur hent okkur öll, börnin okkar og fólk sem við þekkjum.  etta er samfélagsleg ábyrgð. Vitið þið um einhverja stóra aðila sem eru að selja fíkniefni hér á Suðurnesj- um?  að er oft sagt við okkur þegar við erum að taka aðila með til dæmis eitt gramm af hassi hvað við séum að níðast á þessum litlu. Ef við vissum af þessum stóru þá værum við náttúrulega vinna í þeim málum, annað væri óeðlilegt. Lögreglan í Keflavík hefur verið að taka nokkuð mikið af fíkniefnum t.d. á síðasta ári? Í samvinnu við yfirstjórn lög- reglunnar hér í Keflavík var mót- uð n stefnumörkun í fíkniefna- málum á Suðurnesjum. Sú stefnumörkun miðar að því að sinna þessum málaflokki með markvissari hætti og að bæta for- varnahlutverk lögreglunnar. Við höfum einnig virkjað fleiri vakt- gangandi lögreglumenn til að vinna að þessum málum og það hefur gefist vel að mínu mati. Hafa þessar breytingar orðið til þess að meira magn fíkniefna hefur verið gert upptækt? Já. Við höfum einnig verið að bæta samskipti við lögregluna á Keflavíkurflugvelli, Tollgæsluna og lögregluembættin í Hafnar- firði og Reykjavík. En á síðasta ári og það sem af er þessu höfum við verið að ná góð- um árangri með mál sem við höfum verið að rannsaka og það hefur s nt sig að þátttaka al- mennings hefur skipt miklu máli. Hvað ertu að vinna að mörgum mál- um núna? Í kringum 50 mál. Nú hefur orðið mikil aukning á inn- brotum á heimili og í fyrirtæki í Reykjanesbæ. Eru þessi innbrot tengd aukinni neyslu fíkniefna?  egar verið er að tala um fíkni- efnavandann sem samfélagslegt vandamál þá er neyslan einn þáttur í því vandamáli. Innbrot eru bein afleiðing langvarandi fíkniefnaneyslu. Hefur neysla á Suðurnesjum aukist upp á síðkastið? Að mínu mati, án þess að ég hafi skotheldar sannanir fyrir því þá finnst mér þjóðfélagið vera þannig uppbyggt að allt er mun frjálsara en það var á árum áður. Tískan, tónlistin og fleiri þættir eru að höfða til mun frjálsari hegðunar ungs fólks. É g tel að neysla sé að aukast.  að virðist einnig vera að ungt fólk sé farið að neyta fíkniefna áður en það smakkar áfengi. É g hef fengið foreldra til mín sem segja að börnin þeirra hafi aldrei smakk- að áfengi en verið í neyslu e- taflna. Hvað telur þú vera bestu forvörnina? É g er uppfullur af því að forvarn- irnar þurfi að byrja heima fyrir og að foreldrar nálgist unglinginn með jákvæðum hætti.  að er mikilvægt að foreldrar geri þeim grein fyrir afleiðingum fíkniefna- neyslu því það ætlar sér enginn að verða dópisti.  að þarf að kenna unglingum það sjálfstæði að segja nei við fíkniefnum. Í mínum huga skiptir það máli að forvarnirnar hefjist þegar börnin eru börn. Mikilvægt er að útivist- artími sé virtur og að foreldrarnir viti hvað unglingarnir eru að gera.  að er einnig mikilvægt að foreldrar fylgist með hegðun barnanna sinna.  að er til dæmis ekki eðlilegt að unglingur sofi fram yfir hádegi, sé áhugalaus um skólann og komi seint heim á kvöldin. Mikilvægt er að vita í hvaða félagsskap unglingar eru og einnig er mikilvægt að for- eldrar séu í sambandi við aðra foreldra s.s. foreldra vina barna sinna. Texti: Jó hannes Kr. Kristjá nsson 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! MUNDI „Varnarliðið stelur staurum á merktri bifreið“ - bls. 6 Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is ➤ Fíkniefnadeild lögreglunnar í Keflavík: Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0000 Dóp fyrir 30 milljónir kr. tekið á hálfu ári - Fimmtíu mál í vinnslu í dag, segir Rúnar Árnason, rannsóknarlögreglumaður ... enda er Varnarliðið staurblankt miðað við fréttir síðustu mánaða! Símsvari fíkniefna- lögreglunnar í Kefla vík: 420 2456 Ég er uppfullur af því að forvarnirnar þurfi að byrja heima fyrir og að foreldrar nálgist unglinginn með já- kvæðum hætti. Það er mikilvægt að foreldrar geri þeim grein fyrir af- leiðingum fíkniefna- neyslu því það ætlar sér enginn að verða dópisti. Rúnar Árnason, rannsóknarlögreglumaður 21. tbl. 2004 umbrot 18.5.2004 13:11 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.