Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þjónustu- og ábyrgðaraðili fyrir OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE – LEIFSSTÖÐ GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR OPTICAL STUDIO HAFNARGÖTU 45 • SÍMI 421 3811 VORTILBOÐ! SÓLGLER* í þínum styrkleika fylgja kaupum á nýjum gleraugum – FRÍTT – út maí! *Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00, sjónskekkja til 1.00. Það hefur verið nóg aðgera í nýjum húsakynn-um Brimborgar við Fitjar í Reykjanesbæ, en fyrir- tækið opnaði þar glæsilegan sýningarsal um miðjan janúar. Fjölmargir íbúar Suðurnesja aka á bílum frá Brimborg og segir Jón S. Sigurðsson sölustjóri Brimborgar í Reykjanesbæ að menn séu ánægðir. „  etta hefur gengið rosalega vel og framar öllum vonum. Við höfum náð öllum okkar sölumarkmiðum. Salan byrjaði hægt en aukningin hefur verið stöðug. Ástæðan fyrir því að við komum hingað var sú að við vildum bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og eigenda bíla frá okkur, “ segir Jón en Brimborg er með umboð fyrir Ford, Citroë n og Volvo. Jón segir að Ford Escape sé vinsælasti bíllinn hjá fyrirtækinu en þessa dagana standa yfir svokallaðir franskir dagar. „ Við erum með  mis tilboð í gangi þar sem slegið er verulega af verði Citroë n, Ford og Volvo bifreiða,“ segir Jón en í maí verður opið á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 12 til 16. Jón góði í DUUShúsum ■ Tónlistar- og sjónvarpsmað- urinn, Jón Ó lafsson, heldur áfram ferð sinni um landið og heldur tónleika í Duushúsum, Reykjanesbæ, sunnudagskvöldið 23. maí nk. Með honum í för er Stefán Már Magnússon, gítar- og bassaleikari.  eir flytja lög af n útkomnum geisladiski Jóns, sem selst eins og heitar lummur, auk þess sem eldra efni fær að fljóta með. Auk þess spjallar Jón við áhorfendur eins og honum einum er lagið. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og miða- verð er 1500 kr. stuttar f r é t t i r ➤ Viðskipti og atvinnulíf: Opið á sunnudögum í maí hjá Brimborg Volvo XC 90 er glæsilegasti bíllinn frá Volvo en grunnverð bílsins er 5,5 milljónir króna. Að sögn Jóns er sex mánaða bið eftir bílnum í Evrópu og 2004 árgerðin er uppseld fyrir bandaríkjamarkað. Þessi bíll er til sýnis hjá Brimborg í Reykjanesbæ. Reykjanesbær eignast Valkosti Árna Johnsen Árni Johnsen hefur gefiðReykjanesbæ listaverkiðValkosti, sem frumsýnt var á listsýningu Árna í Gryfj- unni í DUUS-húsum fyrr á þessu ári. Þetta var upplýst á fjölmennum íbúafundi í Njarð- víkurskóla fyrir stuttu. Áki Gräns, málarameistari, upp- lýsti á fundinum að Árni John- sen hafi falið sér að velja lista- verkið. - Og að sjálfsögðu valdi ég dýrasta verkið, sagði Áki á fundinum. Ekki er ljóst hvar listaverkið verður sett upp. Áki vill sjá það sett upp í Njarðvík en Árni Sig- fússon, bæjarstjóri, sagðist frekar vilja sá verkið sett upp í Reykja- nesbæ, um leið og hann brosti... Kíkt fram af hafnarbakkanum! Betur fór en á horfðist þegarsementsflutningabíll frá fyr-irtækinu Aalborg Portland keyrði fram af bryggjunni í Helgu- vík í síðustu viku. Bíllinn hékk fram af bryggjunni en ökumaður bílsins slasaðist ekki og komst af sjálfsdáðum upp á bryggjuna. Bíllinn skemmdist töluvert en í hon- um voru um 30 tonn af sementi, en Aalborg Portland er með sement- stanka við Helguvíkurhöfn. 21. tbl. 2004 umbrot 18.5.2004 12:47 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.