Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Page 12

Víkurfréttir - 20.05.2004, Page 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Foreldrafé lag Holtaskó laog stjó rn foreldrafé lagsGrunnskó la Grindavík- ur hlutu á dö gunum hvatning- arverðlaun Heimilis og skó la á rið 2004. Þetta er annað á rið sem Heimili og skó li veita hvatningarverðlaun en fjö gur verkefni fengu verðlaun í  etta sinn. Foreldrafélag Holtaskóla hlaut hvatningarverðlaunin fyrir for- varnarverkefnið Ú TLIT gegn einelti. Í verkefninu, sem skipu- lagt er af foreldrafélaginu í sam- vinnu við starfsmenn skólans, er leitast við að minnka einelti á skólalóðinni með því að biðja eldri bekkinga að fylgjast með börnum yngri deilda skólans á skólalóðinni. Með þessu móti er reynt að ná fram virkari tengslum milli mismunandi aldurshópa og stuðli þannig að aukinni siðferð- islegri ábyrgð. Eldri nemendur kynna verkefnið fyrir yngri nem- endum í upphaf i annar.  eir sk ra frá hlutverki sínu og kynna einkennisklæðnað. Í tengslum við verkefnið hefur verið rætt við samtökin Regnbogabörn og Geð- rækt um að koma með fyrirlestur um einelti og er verkefnið einnig tengt lífsleikninámi. Í lok hvers dags er fyllt út sk rsla. 2-4 nem- endur vinna að forvörnum valda daga vikunnar, stöðumat eftir fyrsta mánuð. Mat dómnefndar var að um væri að ræða afar athyglisvert verk- efni.  að væri góð fyrirmynd um jákvætt samstarf foreldrafélags og skólastarfsmanna þar sem stuðlað er að heilbrigðum sam- skiptum barna á  msum aldri ásamt því að börnin læri að taka ábyrgð á samfélagslegu hlutverki þeirra í framtíðinni. Stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur hlaut hvatningar- verðlaunin fyrir að efla samstöðu foreldra og skóla og vekja fólk í bæjarfélaginu til umhugsunar um uppeldis- og menntamál. Stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur efndi þann 27. sept. sl. til fjölskylduveislunnar „ Sól í Grindavík“ með metnaðarfullri dagskrá um uppeldis- og mennta- mál. Markmiðið með veislunni var að efla samstöðu foreldra og skóla og vekja fólk til umhugs- unar um uppeldis- og mennta- mál. Vettvangurinn var einnig hugsaður til að foreldrar gætu komið hugmyndum sínum á framfæri í „ hugmyndastofum“ . Á dagskrá voru m.a. tónlistarat- riði, heitur matur í hléi, framsaga frá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr- verandi forseta Í slands, Bergur Ingólfsson leikari var með erindi, niðurstöður könnunar nemenda í 10. bekk voru kynntar, kennarar úr Engjaskóla voru með erindi er þeir kölluðu „ Fyrir hverja er for- eldrasamstarf?“ Jón Baldvin Hannesson skólastjóri hélt erind- ið „ Hvað þurfa skólar að standa fyrir - framtíðars n“ og Guð- bergur Bergsson rithöfundur tal- aði einnig við gesti. Á meðan á veislunni stóð var dagskrá fyrir börnin í íþróttahúsinu. Mat dómnefndar var að um væri að ræða frábært framtak dugmik- illa einstaklinga sem hafi skilað góðum árangri og haft hvetjandi áhrif á allt foreldrastarf á landinu.  að er mat dómnefndar að hér sé um að ræða frábært framtak dug- mikilla einstaklinga sem hafi skilað góðum árangri og hafi haft hvetjandi áhrif á allt foreldrastarf á landinu með einstaklega góðu og kraftmiklu framtaki. ➤ Samtökin Heimili og Skóli: Tvö foreldrafélög á Suðurnesj- um hljóta hvatningarverðlaun Frá ritstjórn Víkurfrétta Þar sem Víkurfréttir eru í dag sólarhring fyrr á ferðinni vegna frídags á morgun, vannst ekki tími til að hafa blaðið stærra en 32 síður. Vegna þess er talsvert af efni sem bíður birtingar. Meðal annars bíða nokkrar aðsendar greinar um skólamál og fl. Þær munu birtast í Víkurfréttum í næstu viku. Bendum á vef Víkurfrétta sem er uppfærður alla daga vikunnar. 21. tbl. 2004 umbrot 18.5.2004 15:40 Page 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.