Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 16
4 Leikmenn Keflavíkur voru kynntir fyrir les-endum Vísis áður en þeir kæmu til Reykja-víkur til að taka á móti Íslandsmeistaratitl- inum. Gaman er að skoða þessa umfjöllun í dag og birtist kynningin hér orðrétt: Högni Gunnlaugsson er 28 ára og fyrirliði Kefla- víkurliðsins sigursæla. Högni lék með landsliðinu í sumar, en hann leikur stöðu miðvarðar. Högni er málari að atvinnu og tveggja barna faðir. Kjartan Sigtryggsson er markvörður liðsins. Hann var í Reykjavík. Var að búa sig undir ferðalag til Bandaríkjanna að skoða heimssýninguna miklu og hittum við hann því ekki. Kjartan er mjög snjall markvörður. Hann er 20 ára og er leigubílstjóri hjá varnarliðinu. Grétar Magnússon, bróðir Einars Magnússonar, er 19 ára og hefur leikið sem framvörður í fjórum leikjum sumarsins. Grétar er einn af rafvirkjum liðs- ins, en þeir eru hvorki meira né minna en þrír. Magnús Haraldsson, 22 ára skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Suðurnesja, hefur í sex leikjum í sumar leikið stöðu hægri bakvarðar. Hann er mjög traustur og öruggur varnarmaður. Vinstra megin sem bakvörður er Ólafur Marteins- son, 21 árs nemi í flugvélavirkjun. Hann sótti æfing- ar alla leið suður í Keflavík í sumar, enda þótt hann ynni í Reykjavík. Sýnir þetta þann mikla áhuga sem ríkjandi er hjá liðinu. Sigurður Albertsson er einn elsti og reyndasti leikmaður Keflavíkurliðsins. Hann hittum við þar sem hann var að slá upp fyrir húsi eins síldarjöfursins í Keflavík að Háaleiti 35 á næsta leiti við hinar rammgerðu flugvallargirðingu. Sigurður er 29 ára, kvæntur maður og hefur verið leigubílstjóri en hyggst nú selja gljáandi Mercury Comet bifreið sína og fara að vinna önnur störf. Karl Hermannsson á hægri kanti var ein helsta driffjöður liðsins. Karl er þekktur sem einn af hinum frægu Keflavík- ur-„bítlum“. Hann er 19 ára og nemi í rafvirkjaiðn. Við hlið hans er stundum annar „bítill“, öllu hárprúðari, Rúnar Júl- íusson. Rúnar hefur hljómlistina sem atvinnu og þessa dagana spókar hann sig á breiðgötum Liver- pool, freistar gæfunnar þar og kynnir sér „kollega“ sína, hina upprunalegu Beatles, sem eru upprunnir þaðan. Rúnar, sem er 19 ára og mjög drífandi fram- línumaður, hefur einnig leikið í stöðu miðherja í sumar. Jón Jóhannsson, eða „Marka-Jón“ eins og hann er stundum nefndur, fyrir hina miklu markheppni sína, var lengst af í sumar meiddur. Af honum stafar alltaf mikil hætta á leikvelli. Jón var í Kaupmannahöfn þegar okkur bar að garði. Var þar í skemmtiferð ásamt félaga sínum. Einar Magnússon, vinstri innherji, var með í öll- um leikjum Keflavíkurliðsins í sumar. Hann hefur í sumar starfað í bæjarvinnunni í Keflavík, en á vet- urna stundar hann nám í tannlækningum við Há- skóla Íslands. Einar er 21 árs. Hægri framvörður var Magnús Torfason, 19 ára. Við hittum hann ekki í gær. Hann hafði fengið frí úr byggingarvöruversluninni sem hann starfar hjá og brá sér í réttir í Borgarfirðinum. Jón Ólafur Jónsson er vinstri útherji Keflavíkur- liðsins og sá einstaklingur sem flest mörkin hefur skorað. Jón er raunar Ísfirðingur og lék með 1. deildar liði Ísafjarðar meðan það var og hét. Hann fluttist til Keflavíkur fyrir tæpum tveimur árum og er nú deildarstjóri í kjörbúð hjá Kaupfélagi Suður- nesja. Hann er 23 ára gamall. Hólmbert Friðjónsson er einn af þremur rafvirkj- um í þessu magnaða liði. Hann lék með í öllum leikjunum nema einum. Hann er 23 ára og á langan feril að baki í liðum Keflavikur. Byrjaði að leika 16 ára gamall. Varamarkmaður Kjartans í sumar var Gottskálk Ólafsson, en hann lék þó aldrei í 1. deildinni. Gott- skálk er 21 árs gamall, kvæntur og er frá Sandgerði, þar sem hann lék áður með Reyni. Hann er húsa- smiður að iðn. Gísli Ellerup, bakvörður, er 20 ára. Gísli er við nám í Kennaraskólanum í Reykjavík á veturna, en á sumrin starfar hann við lyfjabúð föður síns í Kefla- vík. Meistaralið Keflavíkur 1964 Tóku við bikarnum í sparifötunum! Keflvíkingar tóku við bikarnum í sparifötunum, fyrstir liða á Íslandi! Þeir höfðu tryggt sér sigur í 1. deildarkeppninni áuðr en KR og ÍA léku síðasta leikinn í keppninni. Keflvíkingar fylgdust með leiknum á Laugardalsvellinum og tóku síðan við verðlaunum hjá Björgvini Schram, þáverandi formanni KSÍ. Aftari röð f.v.: Geirmundur Kristinsson, Gísli Ellerup, Hólmbert Friðjónsson, Siguðurður Albertsson, Grétar Magnússon, Einar Magnússon, Magnús Torfason, Jón Ólafur Jónsson, Magnús Haraldsson, Óli B. Jónsson, þjálfari. Fremri röð f.v.: Rúnar Júlíusson, Karl Hermannsson, Gottskálk Ólafsson, Kjartan Sigtryggsson, Ólafur Marteinsson, Jón Jóhannsson og Högni Gunnlaugsson. KEF LEIKSKRA tilbuin 18.5.2004 14:51 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.