Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Page 18

Víkurfréttir - 20.05.2004, Page 18
6 Milan Stefáni Jankovic,þjálfara Keflavíkur,líst vel á átök kom- andi sumars. „Ég held að þetta verði skemmtilegasta og erfið- asta sumarið hingað til. Öll lið- in eru vel búin og með góða leikmenn og toppaðstöðu þan- nig að þetta verður skemmti- legt og gott sumar.” Hann sagði stöðuna góða í sínum herbúð- um þar sem engar stórar breyt- ingar hafa orðið á hópnum. Milan bætir því við að hann telji líklegt að Hörður Sveinsson eigi eftir að vekja mikla athygli á leiktíðinni. „Hann hefur sýnt í vetur að hann er mjög góður leikmaður og mun vonandi standa sig í sumar.” Þeir leika sinn fyrsta heimaleik gegn KR á Uppstigningardag og sagði Milan að þeir hlökkuðu mikið til fyrsta heimaleiksins og sérstaklega að fá að spreyta sig gegn eins sterku liði og Íslands- meisturunum. „Ég vona bara að sem flestir mæti til að styðja okk- ur.” Zoran Ljubicic, fyrirliði Kefla- víkur, segist eiga von á sterkri og jafnri deild í sumar. „Mér líst vel á þetta. Það er ekki neitt lið sem getur bókað stig úr leikjunum í sumar þó að nokkur lið séu sterk- ari á pappírunum.” FH, KR, Fylkir og Akranes eru sterkustu liðin að hans mati en hann sagði önnur lið geta alveg blandað sér í toppbaráttuna. „Þau eru með mestu breiddina og besta mannskapinn, en stundum er það bara ekki nóg.” Zoran var ánægður með byrjun- ina hjá sínum mönnum, enda búi þeir að góðum hóp. „Við byrjum vel, en tökum hvern leik fyrir sig. Við höfum ákveðið markmið og reynum okkar besta. Okkar lið er ungt og margir að byrja. Við höf- um stuðning frá fólkinu hér í bænum og strákarnir eiga eftir að sýna hvað í þeim býr.” Sigur í fyrsta leik gegn KA nyrðra! Keflvíkingar unnu góðan úti- sigur á KA, 1-2, í fyrsta leik sumarsins. Keflvíkingar virtust hálfóstyrkir í byrjun leiks og voru ekki að skapa nein tækifæri þrátt fyrir að vera meira með boltann. Heima- menn virkuðu frískari og komust yf ir með marki frá Hreini Hringsyni á 28. mínútu, og gest- irnir virtust ekki eiga svar. Í sein- ni hálfleik tóku Keflvíkingar þó loks við sér og voru eftir það mun sterkari. Jónas Sævarson jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki í efstu deild á 56. mínútu eftir laglegt spil og á 74. mínútu skoraði Hólmar Rúnarsson sann- kallað glæsimark með utanfótar- skoti á fjærstöngina og tryggði sínum mönnum sigur í fyrsta leik þeirra í efstu deild eftir árs fjar- veru. Milan Stefán Jankovic var ánægður með sigurinn sem hann sagði hafa verið afar mikilvæg- an. „Við vorum ekki að ógna neitt í fyrri hálfleik þótt við vær- um meira með boltann, en í sein- ni hálfleik fundum við að við gátum þetta alveg. Margir strák- anna höfðu ekki spilað áður í úr- valsdeild og voru kannski svolít- ið stressaðir í byrjun en það lag- aðist allt.” ERFITT EN SKEMMTILEGT Milan Stefán Jankovic, þjálfara Keflavíkur, er bjartsýnn og býst við að sumarið verði Leikmannalisti 2004/Keflavík nr. Aldur Leikir/mörk Markmenn 1 Magnús Þormar 20 0/0 12 Ólafur Gottskálksson 36 184/0 23 Rúnar Þór Daníelsson 20 0/0 Varnarmenn 3 Guðjón Árni Antoníusson 21 2/0 4 Haraldur Guðmundsson 23 27/0 6 Ólafur Ívar Jónsson 29 29/0 15 Brynjar Guðmundsson 22 4/0 17 Sigurður Grétarsson 23 0/0 20 Hjörtur Fjelsted 24 27/0 21 Sreten Djurovic 30 0/0 22 Einar Daníelsson 22 0/0 Miðjumenn 2 Stefán Gíslason 24 12/0 5 Jónas Guðni Sævarsson 21 9/0 7 Hólmar Örn Rúnarsson 23 35/3 8 Zoran Ljubicic 37 153/17 11 Scott Ramsey 29 81/8 16 Ingvi R. Guðmundsson 20 1/0 Sóknarmenn 9 Þórarinn Kristjánsson 24 90/26 10 Magnús Þorsteinsson 22 45/5 13 Hörður Sveinsson 21 16/2 14 Hafsteinn Rúnarsson 21 3/0 18 Guðmundur Steinarsson 25 93/28 19 Haraldur Axel Einarsson 23 0/0 20. maí Keflavík - KR Keflavíkurvöllur kl. 19:15 27. maí FH - Keflavík Keflavíkurvöllur kl. 19:15 31. maí Fylkir - Keflavík Fylkisvöllur kl. 19:15 7. júní Keflavík - Víkingur Keflavíkurvöllur kl. 19:15 15. júní ÍBV - Keflavík Hásteinsvöllur kl. 19:15 23. júní Keflavík - ÍA Keflavíkurvöllur kl. 19:15 28. júní Grindavík - Keflavík Grindavíkurvöllur kl. 19:15 8. júlí Keflavík - Fram Keflavíkurvöllur kl. 19:15 13. júlí Keflavík - KA Keflavíkurvöllur kl. 19:15 18. júlí KR - Keflavík KR-völlur kl. 19:15 25. júlí Keflavík - FH Keflavíkurvöllur kl. 19:15 8. ágúst Keflavík - Fylkir Keflavíkurvöllur kl. 18:00 16. ágúst Víkingur - Keflavík Víkingsvöllur kl. 19:15 22. ágúst Keflavík - ÍBV Keflavíkurvöllur kl. 18:00 29. ágúst ÍA - Keflavík Akranesvöllur kl. 18:00 12. september Keflavík - Grindavík Keflavíkurvöllur kl. 14:00 18. september Fram - Keflavík Laugardalsvöllur kl. 14:00 KEF LEIKSKRA tilbuin 18.5.2004 14:52 Page 6

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.