Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 20.05.2004, Qupperneq 19
7 Ísumar teflir Keflavík framkvennaliði í meistaraflokkií fyrsta sinn i áraraðir. Undanfarin ár hafa Suður- nesjastúlkur leikið sameigin- lega undir merkjum RVK í 1. deildinni og komist nálægt því að vinna sig upp í efstu deild. Síðasta haust var tekin ákvörðun um að sameina liðin undir hatti Keflavíkur og Ásdís Þorgilsdótt- ir, landsliðsmaður og margfaldur Íslandsmeistari með KR var ráð- in þjálfari. Hópur Keflavíkurstúlkna er ung- ur og á framtíðina fyrir sér. Fyrsti leikur stúlknanna í sumar er 1. júní þegar þær mæta Skagastúlk- um í bikarkeppn- inni. Ásdís segir stemmninguna góða í hópnum. „Að vísu vorum við sennilega að missa eina stelpu í meiðsli allt sumarið sem er slæmt fyrir okkur því við erum með svo lítinn hóp fyrir. En við erum að fá Lilju Írisi aftur þannig að það verður gott fyrir liðið og mun þétta hópinn. Við erum líka að leita að leikmönnum að utan til að bæta við hópinn. Ég veit að við eigum að eiga fullan séns á því að komast upp ef að við náum að halda öllum heilum. Ef við höldum þessum hópi sem við erum með og náum jafn- vel að bæta við þá er ég mjög bjartsýn.” Ásdís segir að ef stelpurnar kom- ist upp þurfi þær að styrkja liðið verulega. „Ef við förum upp þurfum við að bæta við okkur. Það er engin spurning. Þá mun- um við reyna að fá aftur stelpurn- ar sem eru að spila í bænum og eru frá Suðurnesjum. Það er Nínu Ósk, Björgu Ástu og Ingu Láru og fleiri. Við verðum að bæta við okkur ef við ætlum að reyna að standa í þesum liðum. Ef við komumst upp ætlum við okk- ur ekki niður strax heldur verð- um við komnar til að vera. Metn- aður minn liggur allaveganna þar en það er spurning hvort stjórn- in fylgi eftir. Það skiptir miklu máli þvi að við þurfum peninga til að gera þetta að veru- leika.” Það býr feykimik- ið í þess- um stelpum og ef þær fá stuðn- ing bæjarbúa munu þær geta gert góða hluti á næstu árum. Kraftmiklar Keflavíkurstúlkur í fyrstu deild! Keflavíkurstúlkur! Efri röð:Hulda Jónsdóttir, Inga Lilja Eiríksdóttir, Alexandra Cruz, Kristín Ólafsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Helena Steinsdóttir, Ágústa Heiðdal, Ester Rúnarsdóttir, Bryndís Valdi- marsdóttir. Neðri röð: Björg Ásbjörnsdóttir, Guðny Þórðardóttir, Ásdís Þorgils- dóttir, Jóna Júlíusdóttir, Bergey Sig- urðardóttir. Landsbankinn býður á völlinn! Landsbankinn leggur áherslu á að unga fólkið skili sér á leikina í Lands- bankadeildinni í sumar og býður því öllum viðskiptavinum sínum 16 ára og yngri á völlinn í sumar. Leikmannamál Keflvíkinga hafa verið nokkuð í umræðunni síðan í vetur þar sem þeir leituðu sérstaklega að markmanni í stað Ómars Jó- hannssonar sem flutti til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð. Liðið leitaði fanga utan landsteinanna þar sem markmenn frá Danmörku, Þýska- landi og Serbíu voru skoðaðir, en að lokum sneri Ólafur Gottskálksson aftur á fornar slóðir og mun verja mark Keflvíkinga ásamt hinum unga og efnilega Magnúsi Þormar. Komnir: Guðmundur Steinarsson, Ólafur Gottskálksson og Sret- en Djurovic. Farnir: Ómar Jóhannsson og Kristján Helgi Jóhannsson. Saga Keflavíkur í efstu deild er löng og hefur liðið unnið til fjög- urra Íslandsmeistaratitla og tveggja bikarmeistaratitla. Gengi liðsins hefur þó verið mis- jafnt síðustu ár og féllu þeir úr efstu deild árið 2002 eftir tíu ára setu. Útlegðin var þó ekki löng þar sem Keflvíkingar unnu 1. deildina með sannfærandi hætti síðasta sumar. Þeir töpuðu aðeins einum leik. Vistin þar virðist hafa gert leikmönnunum gott þar sem ungu strákarnir komu sterkir inn og virðast svo sannarlega reiðubúnir í átökin í Lands- bankadeildinni. Gengi Keflavíkur á undirbún- ingstímabilinu var ágætt þar sem þeir unnu flesta æfingaleiki sína og voru taplausir í Deildarbik- arnum áður en þeir féllu óvænt úr keppni í 8-liða úrslitum. Stutt stopp í fyrstu deild Litlar breytingar á liðinu Ólafur Gottskálksson og Sreten Djurovic. Keflvíkingar og nágrannar Njarðvíkur í hörkurimmu í 1. deildinni í fyrra. Keflavík vann báða leikina. KEF LEIKSKRA tilbuin 18.5.2004 14:52 Page 7

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.