Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 20.05.2004, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið Wiley til Njarðvíkur Körfuknattleikslið Njarðvíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamanninn Troy Wiley. Wiley lék 10 leiki með KFÍ á síðasta tímabili og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tæp 30 stig í leik, tók 16 frá- köst og varði meira en 4 skot. Leikmaðurinn er gríðarlega öflugur og verður liðinu mikill styrkur.  á hafa kapparnir Friðrik Stef- ánsson, Páll Kristinsson og Halldór Karlsson allir ákveðið að leika áfram með Njarðvík- ingum á næstu leiktíð.  essar fréttir gleðja stuðningsmenn Njarðvíkinga eflaust þar sem þeir eru allir lykilleikmenn og er ljóst að Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti á næsta ári. Fyrsta umferð Lands-bankadeildarinnar fórfram um helgina og náðu Suðurnesjaliðin, Grindavík og Keflavík, ágætum árangri. Grindavík gerði jafntefli við ÍBV á heimavelli, en Keflvík- ingar gerðu enn betur og unnu góðan útisigur á KA 1-2. GRINDAVÍK-ÍBV 1-1 Grindavík og Í BV skildu jöfn, 1- 1, á Grindavíkurvelli á sunnu- daginn. Gestirnir höfðu frumkvæðið framan af leiknum og komust yf ir á 56. mínútu, en Grétar Hjartarson jafnaði á 70. mínútu með glæsilegu skoti úr auka- spyrnu sem Birkir Kristinssson átti ekki möguleika á að verja. Zeljko Sankovic, þjálfari Grind- víkinga, var ekki alveg sáttur við úrslitin. „ Við erum auðvitað ekki ánægðir með að ná bara einu stigi, en þetta var harður leikur. Í BV voru líka að spila mjög vel. Áhorfendur voru sennilega að fá meira út úr leiknum en leik- mennirnir og þjálfararnir því leikurinn var opinn og skemmti- legur með fullt af færum og ég held að við getum búist við slíku í sumar.“ KA-KEFLAVÍK 1-2 Keflvíkingar unnu góðan útisigur á KA, 1-2, í sínum fyrsta leik í sumar. Hreinn Hringsson kom KA yfir á 28. mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik. Keflvíkingar komust loks í gang í seinni hálf- leik og jöfnuðu með marki frá Jónasi Sævarssyni á 56. mínútu. Hólmar Rúnarsson skoraði svo sigurmarkið á 74. mínútu. Milan Stefán Jankovic var ánægður með sigurinn sem hann sagði hafa verið afar mikilvægan. „ Við vorum ekki að ógna neitt í fyrri hálfleik þótt við værum meira með boltann, en í seinni hálfleik fundum við að við gát- um þetta alveg. Margir strákanna höfðu ekki spilað áður í úrvals- deild og voru kannski svolítið stressaðir í byrjun en það lagaðist allt.“ N jarðvíkingar unnu stór-an og sannfærandiheimasigur, 4-0, á liði Breiðabliki í fyrstu umferð 1. deildarinnar i knattspyrnu á mánudagskvöld. Eyþór Guðnason skoraði fyrsta mark Njarðvíkinga á 30. mínútu og Alfreð Jóhannsson bætti öðru við rétt fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik innsiglaði Gunnar Sveinsson frábæran sigur með tveimur mörkum á 54. og 70. mínútu.  essi sigur var frekar óvæntur vegna þess að Breiðablik er talið eitt sterkasta liðið í deildinni og er talið líklegt til að vinna sig upp í úrvalsdeild, en Njarðvík- ingar s ndu og sönnuðu að þeir eru til alls líklegir. V íðismenn unnu góðanheimasigur á Aftureld-ingu, 3-2, í fyrsta leik liðsins í 2. deildinni á sunnu- daginn. Afturelding skoraði fyrsta mark- ið þegar um 10 mín. voru liðnar af leiknum, en Víðismenn jöfn- uðu fyrir leikhlé með góðu marki frá Birni Vilhjálmssyni. Björn var aftur á ferðinni um miðjan síðari hálfleik og kom heimamönnum í 2-1 og virtist sigurinn í höfn, en á 87. mín. skoruðu þeir sjálfsmark og jöfn- uðu leikinn 2-2. Við þetta slysamark efldust Víð- ismenn og sóttu hart að marki Aftureldingar.  eir uppskáru laun erfiðisins á 90. mín þegar Rafni Vilbergssyni var brugðið innan teigs. Rafn tók spyrnuna sjálfur og kom Víði í 3-2. Næsti leikur Víðis er á sunnu- daginn er þeir mæta KFS kl. 15:00 á Garðsvelli. Njarðvík rústar Breiðablik! VÍÐIR BYRJAR VEL Daglegar íþróttafréttir á vf.is Tölvupóstur íþróttadeildar: sport@vf.is Beinn sími blaðamanns: 421 0003 Þorgils Jónsson GSM: 868 7712 Keflavíkursigur á KA - jafnt í Grindavík 21. tbl. 2004 umbrot 18.5.2004 12:49 Page 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.