Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.05.2004, Page 25

Víkurfréttir - 20.05.2004, Page 25
VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ 2004 I MIÐVIKUDAGURINN 20. MAÍ 2004 I 25 ➤ Íþróttasvæði Mána við Mánagrund: Nýr dómaraskúr á keppnissvæðið Nýjum dómaraskúr hefurverið komið upp áMánagrund, keppnis- svæði hestamannafélagsins Mána en Íslandsmót fullorð- inna verður haldið á svæðinu dagana 23. til 25. júní í sumar. Miklar framkvæmdir eru fyr- irhugaðar á svæðinu þar sem búist er við um 2000 manns til Reykjanesbæjar í tengslum við mótið. Tvennir feðgar, Bragi Guð- mundsson og sonur hans Svein- björn og Axel Vilhjálmsson og sonur hans Óli gerðu skúrinn upp sem er gamall vinnuskúr frá Reykjanesbæ. Verkið hafa þeir unnið í sjálfboðavinnu en þeir eru allir miklir hestamenn. Byko gaf allt efni í skúrinn. Að sögn Braga breytir skúrinn allri aðstöðu á keppnissvæði Mána. „Í skúrnum verður að- staða fyrir ritara og annað starfs- fólk svæðisins,“ sagði Bragi í samtali við Víkurfréttir. Um næstu helgi verður haldið innanfélagsmót Mána og segir Bragi að með því sé í raun verið að prófa svæðið. Skúrnum komið fyrir á sinn stað. Smíðafeðgar f.v. Axel Vilhjálmsson, Óli Axelsson, Bragi Guðmundsson og Sveinbjörn Bragason. Nemendur í 4. Á ígrunnskóla Grinda-víkur urðu Íslands- meistarar í flokki 7 til 12 ára í Línudansi á Íslandsmeist- aramótinu í dansi sem fram fór í Laugardalshöll þann 1. maí sl.Alls tóku sjö hópar þátt í keppninni í þeirra ald- ursflokki. Danskennarinn þeirra er Harpa Pálsdóttir og sagði hún í sam- tali við Víkurfréttir að krakk- arnir hefðu staðið sig mjög vel í æfingum og í keppninni. „Krakkarnir æfðu línudans fyr- ir árshátíðina og í framhaldinu var ákveðið að við myndum fara á Íslandsmeistaramótið í dönsum. Þetta eru hæfileika- ríkir krakkar sem hafa gaman af því að dansa,“ sagði Harpa en danskennsla er skylda í grunnskóla Grindavíkur. Kenn- ari krakkanna er Ásrún Krist- insdóttir. Íslands- meistarar í Línudansi Frábærir dansarar í 4. Á í Grindavík 21. tbl. 2004 umbrot 18.5.2004 13:33 Page 25

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.