Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2017, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 06.04.2017, Qupperneq 2
2 fimmtudagur 6. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR KVÖLD- OG HELGARVINNA Í BOÐI. UPPLÝSINGAR Á STAÐNUM, FÖSTUDAGINN OG MÁNUDAGINN FRÁ KL. 15:00 TIL 17:00. REYKLAUS VINNUSTAÐUR ATVINNA ■ Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur ákveðið að hleðslustöð fyrir rafbíla verði sett upp við Íþróttamiðstöðina í bænum. Áætlaður kostnaður við upp- setninguna er 250.000 krónur. Hleðslustöðin var gjöf frá Orkusölunni sem undanfarna mánuði hefur fært öllum sveitarfélögum landsins slíka stöð að gjöf. Verkefnið kallast „Rafbraut um Ísland“. Fermingarbörn í nútíð og fortíð ●● Sýning●um●fermingar●opnuð●í●Bókasafni●Reykjanesbæjar ■ Sýning um fermingar var opnuð í Bókasafni Reykja- nesbæjar síðasta föstudag. Á sýningunni eru ýmsir munir úr fórum íbúa í Reykjanesbæ, tengdir fermingum. Þá eru einnig hópmyndir af fermingarbörnum liðinna ára frá nokkrum kirkjum á Suðurnesjum. Meðal ger- sema á sýningunni eru einnig gömul fermingarföt og fermingargjafir. Þá eru einnig sýnd þar viðtöl við íbúa Reykjanesbæjar um fermingardaginn. Sýningin mun standa fram yfir hvítasunnu. Rafhleðslustöð við Íþróttamiðstöðina í Garði STJÓRN KEILIS HEFUR FUNDAÐ 100 SINNUM ■ Sá sögulegi atburður gerðist mánudaginn 3. apríl að stjórn Keilis hélt sinn 100. fund frá stofnun. Keilir var stofnaður þann 4. maí 2007 og verður því 10 ára í vor. Þá verður efnt til mikillar afmælishátíðar í Andrews, samkomu- húsinu á Ásbrú. Á þessum 10 árum hefur margt gerst í sögu Keilis. Tæplega 3.000 manns hafa verið útskrifaðir frá skólanum. Á þessu ári er áætlað að Keilir velti um einum milljarði króna og um 150 manns koma að verkefninu með ýmsum hætti. Stjórnarformaður frá upphafi er Árni Sigfússon og er hann fjórði frá vinstri á meðfylgjandi mynd. Aðrir í stjórn eru frá vinstri: Guðbjörg Kristins- dóttir (Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis), Kjartan Eiríksson (Kadeco), Ásgeir Margeirsson (HS Orka), Árni Sigfússon, Einar Jón Pálsson (SSS), Sæunn Stefánsdóttir (Háskóli Íslands), Halldór Jónsson (Háskóli Íslands) og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Ásdísi Kristins- dóttur (Orkuveitu Reykjavíkur). Vörubretti og hjólbarðar brunnu inni í kísilverinu ■ Eldsvoði varð í kísilveri United Silicon á sjöunda tímanum á þriðjudags- kvöld. Eldur logaði í vörubrettum og hjólbörðum inni í kísilverinu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja. Mikinn reyk lagði frá kísilverinu um tíma. Orsök eldsins var sú að málmur skvettist á vörubrettin og hjólbarðana. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og voru slökkvibílar og sjúkra- bílar sendir á vettvang. Starfsmönnum United Silicon tókst að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang en það slökkti í glæðum á gólfi verksmiðj- unnar. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var eldurinn minniháttar. Anna Margrét Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Bókasafni Reykjanesbæjar, að leggja loka- hönd á undirbúning sýningarinnar sem var opnuð á föstudaginn í síðustu viku. VF-mynd/dagnyhulda Erfiðleikar við rekstur United Silicon hafa áhrif á fleiri en íbúa Reykjanes- bæjar en greint var frá því í Mark- aðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær að Almenni lífeyrissjóðurinn hafi ekki enn staðfest tæplega 350 milljón króna fjárfestingu í kísilverk- smiðju Thorsil í Helguvík, þrátt fyrir að stjórn hafi samþykkt fjárveitinguna fyrir ári síðan. Verksmiðjan hefur um nokkurt skeið verið á teikniborðinu og mun rísa við hlið verksmiðju Uni- ted Silicon, gangi áætlanir eftir. Fram- kvæmdastjóri sjóðsins sagði í samtali við Markaðinn að ýmsar forsendur hafi breyst, meðal annars hafi lífeyris- sjóðir nú víðtækari fjárfestingarheim- ildir og komið hafi fram neikvæðar fréttir vegna verksmiðju United Sili- con. Starfsleyfi Thorsil var kært í mars síðastliðnum af Landvernd, Náttúru- verndarsamtökum Suðvesturlands og íbúum í Reykjanesbæ. Erfiðleikar United Silicon hafa áhrif á fjármögnun Thorsil

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.