Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2017, Síða 8

Víkurfréttir - 06.04.2017, Síða 8
8 fimmtudagur 6. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf skv. 5. grein samþykktar sjóðsins. • Kynning á samningi um sameiningu Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Aðalfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl nk. kl 17:30. Fundurinn verður haldinn í sal bæjar- stjórnar, Tjarnargötu 12. Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar AÐALFUNDUR 2017 Stjórn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar Sjóðsfélagar og lífeyrisþegar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Akurskóli fékk góða útkomu úr mati Menntamálastofnunar ●● Tóku●matinu●sem●góðu●tækifæri●til●að●sjá●hvernig●skólinn●stendur Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is Menntamálastofnun framkvæmir svokallað ytra mat á grunnskólum hér á landi og síðasta haust var Akurskóli í Innri-Njarðvík einn þeirra skóla sem metinn var. Niðurstaða matsins var sú að af 23 liðum sem kannaðir voru, voru fjórtán metnir mjög góðir og taldir fyllilega samræmast lýsingu um gæðastarf. Sjö liðir voru metnir þannig að flestir þættir þeirra væru í samræmi við lýsingu á gæðastarfi. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, segir niðurstöðuna mikið gleðiefni og staðfesta að í skólanum sé unnið gæðastarf. „Við tókum matinu sem skemmtilegri áskorun og góðu tækifæri til að sjá hvar við stæðum. Okkur grunaði að við myndum koma ágætlega út en niðurstaðan var óvanalega góð. Að sama skapi er líka dýrmætt að fá ábendingar um það sem betur má fara,“ segir hún. Til að mynda fékk Akurskóli athugasemd um að valgreinar væru of fáar og í haust verður bætt úr því með val- hópum í 1. til 7. bekk og með sér- stökum vinnustundum þar sem nem- endur í 8. til 10. bekk geta valið hvaða námsgrein þeir vilja leggja áherslu á í tvo tíma á viku. Nú þegar hafa margir skólar á Íslandi farið í gegnum ytra mat og stefnt er að því að allir skólar á landinu fari í gegnum slíkt mat á næstu árum. Bæta kennslu með markvissu mati Ytra mat Menntamálastofnunar fer, í stuttu máli sagt, þannig fram að skóla- stjórnendur senda stofnuninni ýmis gögn, svo sem skólanámskrá, starfsá- ætlun, allar reglur skólans, verklags- reglur, handbækur starfsmanna og fleira. Tveir fulltrúar Menntamála- stofnunar dvelja svo í skólanum í fjóra daga og sækja um þrjátíu kennslu- stundir og meta gæði kennslunnar. „Fulltrúarnir komu í skólann ákveðna daga en fóru fyrirvaralaust í kennslu- stundir. Þeir tóku mörg viðtöl, bæði við yngri og eldri nemendur og við formann nemendafélagsins, fulltrúa úr skólaráði og fulltrúa foreldra,“ segir Sigurbjörg. Þá voru einnig tekin viðtöl við skólastjórnendur, starfsmenn og kennara. Gróa Axelsdóttir, aðstoðarskólastjóri Akurskóla, bendir á að í skólanum hafi það verklag verið tekið upp haust- ið 2014 að skólastjórnendur fylgist með einni og einni kennslustund. „Þá sitjum við stjórnendur til hliðar og fylgjumst með. Eftir kennslustund hrósum við kennurum fyrir það sem vel var gert og bendum á það sem betur má fara. Við fengum þau við- brögð frá Menntamálastofnun að þetta verklag væri til fyrirmyndar.“ Gróa segir það sömuleiðis tilfinningu skólastjórnenda í Akurskóla að verk- lagið hafi bætt kennslu hjá kennurum. „Þetta er skref sem sífellt fleiri skólar eru að stíga, að meta kennsluna mark- visst.“ Þakkar góðum hópi starfsfólks Fyrir utan einkar góða niðurstöðu í matsþætti tengdum stjórnun fékk Akurskóli góða niðurstöðu varðandi alla þætti er snerta nám og kennslu. Sigurbjörg segir það einstaklega góð- um hópi starfsfólks að þakka. „Suður- nesin eru þannig svæði að við skóla- stjórnendur finnum mjög hratt fyrir þenslu og þá leita kennarar í önnur störf. Við erum með hátt hlutfall leið- beinenda við kennslu en þeir eru mjög vel menntaðir. Margir þeirra eru í kennaranámi og hafa lokið námi af ýmsu tagi og auðvitað nýtist það við kennsluna.“ Gróa bendir á að starfs- mannahópurinn sé ungur og mót- tækilegur fyrir breytingum og að það komi sér vel hvern dag í Akurskóla. Sólveig Silfá Guðmundsdóttir, deildarstjóri, Sigurbjörg Róbertsdóttir, skóla- stjóri, Gróa Axelsdóttir, aðstoðarskólastjóri. VF-mynd/dagnyhulda verður laugardaginn 20. maí og miðasala á tix.is Laugardaginn 8. apríl Dj-FúZi frítt inn MUGISON Fish House - Bar & Grill erum á facbook Léttöl Eldri borgarar baka og bresta í söng ■ Eldey, kór eldri borgara á Suður- nesjum, heldur kökubasar föstudag- inn 7. apríl klukkan 15.30 í Kjarna Park-Inn hótelsins Hafnargötu 57. Basarinn byrjar með því að bresta í söng. „Vonumst til að sjá sem flesta, nú er tækifærið að kaupa gott með- læti fyrir páskana. Hlökkum til að sjá ykkur, kát og hress,“ segja söngfugl- arnir í Eldey í tilkynningu. Á 157 km hraða án ökuréttinda ●● ●Ökumaðurinn●hafði● aldrei●tekið●bílpróf ■ Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum kærði fyrir of hraðan akstur um helgina hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Bíll hans mældist á 157 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukku- stund. Þetta var í annað sinn sem hann var stöðvaður við akstur án ökuréttinda. Nokkrir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur um helg- ina. Lögregla hafði afskipti af öku- mönnum sem höfðu gerst brotlegir í umferðinni, meðal annars með því að virða ekki stöðvunarskyldu, tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og aka án þess að hafa öryggisbelti spennt. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bílum því ekki hafði verið farið með þá í skoðun eða þeir ekki tryggðir. Glæfraakstur undir áhrifum og án réttinda ■ Ungur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina vegna gruns um fíkni- efnaakstur hafði aldrei öðlast öku- réttindi. Hann hafði ekið glæfralega eftir Reykjanesbraut og var hann færður á lögreglustöð þar sem sýna- tökur og skýrslutaka fóru fram. Vegna ungs aldurs ökumannsins var barnaverndarnefnd kunngert um málið. Auk ökumannsins unga hafði lögregla afskipti af öðrum öku- manni sem grunaður var um fíkni- efnaakstur og öðrum sem grunaður var um ölvun við aksturinn. Grænt - Mjög gott verklag sem samræmist fyllilega lýsingu um gæðastarf. Ljósgrænt - Gott verklag, flestir þættir í samræmi við lýsingu á gæðastarfi. Gult – Viðunandi verklag, uppfyllir viðmið um gæðastarf að mörgu leyti, einhverjir mikilvægir þættir sem þarfnast úrbóta. Rautt – Óviðunandi verklag, uppfyllir ekki viðmið um gæðastarf í mörgum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.