Víkurfréttir - 06.04.2017, Síða 13
13fimmtudagur 6. apríl 2017 VÍKURFRÉTTIR
Dagur Funi
Brynjarsson:
Við búum á eyju þar
sem það væri rosa-
lega auðvelt að vera
með lokuð landa-
mæri og strangt
eftirlit með innflutningi. En er það
samt eitthvað sem við viljum? Vissu-
lega er mikilvægt að hafa gott eftirlit
með hlutunum, en viljum við ekki
að fólk geti flutt til landsins í von um
betra líf? Viljum við ekki að landið
okkar sé fjölbreytt og fullt af mismun-
andi menningu? Fyrir mér er allavega
mikilvægt að vera með opin landa-
mæri. Móttaka flóttamanna er einnig
umdeilt mál. Við getum ekki tekið við
öllum, en mér finnst sjálfsagt að taka
við þeim sem við getum. Fólkið er í
neyð, á flótta frá stríðsástandi í eigin
heimalandi og þarf aðsetur. Hvað
myndum við vilja að gert væri fyrir
okkur ef við værum í þeirra sporum?
Laufey Ebba
Eðvarðsdóttir:
-Mér finnst ekki
sniðugt að opna
öll landamæri. Á
Íslandi er há skatt-
byrði og með því
erum við að greiða fyrir ákveðinn
þjónustustuðul í landinu, til dæmis
varðandi heilbrigðisþjónustu, þó
þar megi margt bæta. En greiðslu-
þungi sem hvílir á einstaklingum er
ekki mikill þegar upp koma veikindi
miðað við mörg önnur lönd og þá er,
að mínu mati, ekki sniðugt að hver
sem er geti komið hingað bara til þess
að nýta sér þessa þjónustu án þess að
hafa lagt eitthvað til samfélagsins. Það
er samt sem áður eftirsóknarvert að
búa í samfélagi þar sem fjölbreytileiki
í menningu og mannlífi er mikill og
því myndi ég ekki vilja loka landa-
mærum alveg. Þó finnst mér að Ísland
eigi að taka við fleiri flóttamönnum
og aðstoða betur þá sem hingað eru
komnir við að aðlagast samfélaginu.
Til að draga þetta saman þá finnst mér
mikilvægt að hafa stýrt flæði fólks á
milli landa.
Gunnar Dagur
Jónsson:
-Þegar ég sá alla
þessa umfjöllun um
Trump og að hann
hafi lokað landa-
m æ r u m B an d a -
ríkjanna fyrir ákveðnum þjóðernum
varð ég vonsvikinn og sár, en á sama
tíma mjög ánægður með það að búa
á Íslandi og að vera Íslendingur. Við
gerum vel í því að taka á móti flótta-
fólki. Samt sem áður þarf að bæta alla
umgjörð í kringum þetta ferli. Við
getum tekið á móti mun fleiri flótta-
mönnum en þurfum að stíga varlega
til jarðar þar. Við höfum frábært tæki-
færi til þess að læra af Svíum í þessum
málum, af mistökum og því sem var
rétt gert. Opin landamæri Íslands eru
einnig mjög mikilvæg fyrir alþjóða-
viðskipti okkar og það að geta stundað
inn- og útflutning.
Margrét Edda
Arnardóttir:
-Mér finnst mjög
sniðugt að vera með
opin landamæri, þar
sem það auðveldar
okkur að ferðast
milli landa sem eru í Schengen og við
þurfum ekki að fara í gegnum vega-
bréfaeftirlit, sem sparar okkur tíma og
biðraðir. Að vera með opin landamæri
auðveldar einnig lögreglu að komast
að upplýsingum um aðra einstaklinga
og vörur í gegnum Schengen-upp-
lýsingakerfið, en þar er meðal ann-
ars hægt að fylgjast með eftirlýstum
glæpamönnum og týndum einstakl-
ingum sem stuðlar að öryggi okkar.
Þó svo að það sé auðveldara fyrir alls
konar fólk að komast í gegnum landa-
mærin, þá tel ég að við séum betur sett
í Schengen heldur en ekki, því ég tel
þetta auðvelda samskipti og samstarf
milli landanna.
UNGA FÓLKIÐ
UM OPIN LANDAMÆRI
Hafnargötu 15 // Keflavík
Sími 421 4440
Vordagar
FIMMTUDAGS TIL MÁNUDAGS
20%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM
Opnunartími
9:00 til 18:00 virka daga - 12:00 til 16:00 laugardaga. Vaktsími lyfjafræðings er 8211128 ef afgreiða þarf lyf utan opnunartíma.
Hólagötu 15 260 Reykjanesbæ. s: 421-3393 læknasími 421-3394 og fax: 421-3383
10, 30 OG 100 STK
LÓRITÍN 20%
AFSLÁTTUR6. - 10. APRÍL
20%
afsláttur
Hafnargata 29 - s. 421 8585
Vordagar 6. - 10. apríl
af öllum skóm á vordögum
ATVINNA
STARFSKRAFTUR ÓSKAST TIL AÐ RÆSTISTARFA Í HSS KEFLAVÍK
Vinnutími virka daga frá kl. 08:00 til 13:30
einnig möguleiki á vinnu um helgar
Leitað er að einstaklingi 25 ára eða eldri.
Íslenskukunnátta æskileg.
STARFSKRAFTUR ÓSKAST TIL AÐ RÆSTISTARFA
Í HSS HLUTA Í VÍÐIHLÍÐ Í GRINDAVÍK
Viðkomandi þarf að hafa aðgang að bíl.
Vinnutími er frá kl. 08:00 til 15:00.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Leitað er að einstaklingi 25 ára eða eldri.
Íslenskukunnátta æskileg.
Umsóknum skal skila á tölvupópóstfangið
halldor@allthreint.is fyrir 21. apríl nk.