Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.2017, Side 14

Víkurfréttir - 06.04.2017, Side 14
14 fimmtudagur 6. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um að dómsmálaráðherra verði falið að undirbúa lagabreytingu sem tryggir að börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf eigi rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Tillöguna lagði Silja fram ásamt Einari Brynjólfssyni og Bjarkey Olsen Gunn- arsdóttur. Hér á landi eiga börn, sem getin eru með tæknifrjóvgun, ekki sjálfstæðan rétt á að fá upplýsingar um hverjir líf- fræðilegir foreldrar þeirra eru sé notað gjafaegg eða gjafasæði. Í tillögunni segir að þau rök hafi verið fyrir því að leyfa nafnleynd kynfrumugjafa hafa til að mynda verið þau að ef nafnleynd yrði afnumin yrði ólíklegra að fólk gæfi kynfrumuur til tæknifrjóvgunar og fólk sem þyrfti á þjónustunni að halda hefði því ekki aðgengi að henni vegn ónógs framboðs. Í tillögunni er bent á að í bókinni Siðfræði lífs og dauða frá 2003 bendi höfundur, Vilhjálmur Árnason, á að rannsóknir í Svíþjóð sýni að þó að mjög hafi dregið úr sæðisgjöfum fyrst eftir að lög kváðu á um rétt barns til að vita nafn gjafa hafi þeim svo fjölgað á nýjan leik. Vilhjálmur bendir einnig á að ekki megi ýta til hliðar þeim brýnu hagsmunum barns að fá að vita um uppruna sinn til þess eins að bæta úr barnleysi og lina þær þjáningar sem því kunna að fylgja. Með því skapist hætta á að farið sé að „nota barnið sem tæki til að þjóna markmiðum foreldra en horft framhjá því að það er einstaklingur með sjálfstæð réttindi og hagsmuni“. Flutningsmenn tillögunnar telja mikilvægt að réttindi einstaklings sem getinn er með gjafakynfrumum séu sett í forgrunn og honum tryggður með lögum sjálfstæður réttur til að fá upplýsingar um uppruna sinn. Með því að leyfa nafnleynd kynfrumu- gjafa líkt og nú er gert sé brotið á rétti einstaklings sem getinn er með þessum hætti. Hafi hann þörf á að fá upplýsingar um uppruna sinn en sé synjað um þær getur því fylgt mikið sálarstríð og erfiðleikar. Mikilvægt sé jafnframt að virða friðhelgi fólks og þröngva ekki þessum upplýsingum upp á einstaklinga, enda geti þörf þeirra fyrir að nálgast þær verið mjög mismunandi og í einhverjum tilvikum ekki til staðar. Æskilegt sé því að upp- lýsingar um uppruna verði fólki að- gengilegar. Undirbúningur tólftu Listahátíðar barna í Reykjanesbæ er nú í fullum gangi á öllum skólastigum, Tónlistar- skóla og dansskólum og verður blásið til hátíðar þann 4. maí með opnunum á listsýningum skólanna í Duus Safna- húsum. Þeir sem til þekkja vita hversu ótrúlega skemmtilegar sýningar Lista- hátíðar hafa verið og verður engin undantekning á því í þetta sinn. Há- tíðin er orðin feikistór og snertir nán- ast allar fjölskyldur í bænum með ein- um eða öðrum hætti. Ýmsir viðburðir taka við í framhaldi af opnunum og að venju verður boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur laugardaginn 6. maí með listasmiðjum, lummum í Skessuhelli og fleiru. Dagskráin á Facebook Dagskráin er óðum að taka á sig mynd og verður hún aðgengileg á vef Reykjanesbæjar þegar nær dregur. „Auk þess hefur verið stofnuð síða á Facebook sem heitir Listahátíð barna í Reykjanesbæ og hvetjum við alla áhugasama til þess að líka við hana og fylgjast með,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Einstaklingar, hópar og fyrirtæki til þátttöku Allir þeir sem luma á skemmtilegum hugmyndum um viðburði eða langar til að taka þátt í dagskránni eru hvattir til að hafa samband í gegnum net- fangið listahatidbarna@reykjanesbaer. is. „Einnig er hér gott tækifæri fyrir hópa sem bjóða upp á dagskrá tengda börnum að kynna sig og starfsemi sína. Þá hvetjum við einnig fyrirtæki í bænum til að slást í lið með okkur og bjóða upp á tilboð fyrir börn og fjöl- skyldur í tilefni hátíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Ungmennaráð í Vogum fór á fund bæjarstjórnar sveitarfélagsins á dög- unum. Þar kynntu ungmennin hug- myndir sínar og áttu góðar samræður við bæjarstjórn. Ungmennaþing var haldið í fyrsta sinn í Vogum 1. nóvem- ber síðastliðinn. Tilgangur þingsins var að fá hugmyndir frá ungu fólki um málefni sem þau varða. Þingið er vett- vangur ungmenna til að koma saman og ræða ýmis mál, hvað má gera betur og hverju má breyta. Ungmennin hittust einu sinni í mánuði og fóru í verkefnavinnu þar sem margar hugmyndir komu fram, til dæmis tengdar samgöngumálum, leikaðstöðu barna og unglinga, fræðslu fyrir ungmenni og fleira. Vinnan hjá ungmennaráði mun halda áfram. Á vef Sveitarfélagsins Voga segir að farið verði með tillögur á viðeigandi staði þar sem krakkarnir kynna sínar hugmyndir áfram. „Verður gaman að fylgjast með þessum krökkum áfram enda mjög mikilvægt að raddir þessa hóps íbúa heyrist,“ segir á vef sveitar- félagsins. Eigi rétt á upplýsingum um uppruna sinn ●● Tillaga●um●rétt●barna●til●upplýsinga●um●líffræðilega●foreldra Skessan í hellinum býður til Listahátíðar barna í tólfta sinn Ljósmynda- keppni og Graffiti- námskeið Listahátíð●barna● vekur●athygli●á●þremur● skemmtilegum●við- burðum●fyrir●unglinga ■ Listahátíð barna sem sett verður í tólfta sinn þann 4. maí vekur athygli á þremur skemmti- legum viðburðum fyrir unglinga í tengslum við hátíðina. „Mark- hópur hátíðarinnar hefur fram til þessa verið krakkar frá leik- skóla til 12 ára en nú ætlum við að teygja okkur örlítið lengra í átt til eldri krakka einnig,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. „Af því tilefni bjóðum við upp á Ljósmyndasamkeppni Listahátíðar og Ljósops fyrir krakka í 7. til 10. bekk. Þema keppninnar eru dýr en það er einmitt yfirskrift hátíðar- innar í ár. Keppnin stendur frá 5. til 21. apríl og eru krakkar hvattir til að setja upp listamannsgleraugun og senda inn fjölbreyttar og frum- legar myndir af dýrum. Á Lista- hátíðinni, sem sett verður þann 4. maí, verður sett upp sýning í Duus Safnahúsum á úrvali mynda úr keppninni og verða veitt verð- laun fyrir skemmtilegustu, frum- legustu, listrænustu og vinsælustu myndirnar,“ segir jafnframt í til- kynningunni. Þá verður einnig boðið upp á skemmtilegt tveggja helga Graf- fiti námskeið þar sem verk verður unnið á vegg í Fjörheimum og DJ smiðju. Í þessar smiðjur þurfa krakkarnir að skrá sig fyrirfram á netfangið listahatidbarna@reykja- nesbaer.is . Nánar má sjá um þessi verkefni á vef Reykjanesbæjar undir Aug- lýsingar. Kynntu bæjarstjórn niður- stöður ungmennaþings Krakkarnir kynntu hugmyndir sínar á fundi bæjarstjórnar. Mynd af vefnum vogar.is. Hringbraut 99 - 577 1150 FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKUR- MÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarks- verði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi. ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.