Víkurfréttir - 06.04.2017, Síða 15
15fimmtudagur 6. apríl 2017 VÍKURFRÉTTIR
www.n1.is facebook.com/enneinn
Hjólbarðaþjónusta N1
Bíldshöfða 440-1318
Fellsmúla 440-1322
Réttarhálsi 440-1326
Ægisíðu 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ 440-1378
Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374
Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372
Dalbraut Akranesi 440-1394
Réttarhvammi Akureyri 440-1433
Opið
mán –fös kl. 08-18
laugardaga kl. 09-13
www.n1.is
Michelin CrossClimate
Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir.
Dekk sem henta margbreytilegum
íslenskum aðstæðum sérlega vel
og veita frábæra aksturseiginleika.
Michelin Energy Saver
Margverðlaunuð fyrir veggrip,
endingu og eldsneytissparnað.
Michelin Primacy 3
Einstakir aksturseiginleikar.
Frábært grip og góð vatnslosun.
Ein bestu sumardekkin
á markaðnum í dag.
Hluti af vorinu
Rúllaðu inn í sumarið
á nýjum dekkjum
Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is
Arnar segist oftast taka upp bara þetta
eina skipti á dag en stundum verða
þetta 3-4 myndbönd á dag, allt fari
það eftir því hversu viðburðarríkur
dagurinn er. Arnar viðurkennir að
stundum geti verið erfitt að velja bara
eitt myndband til dæmis þegar fjöl-
skyldan er á ferðalagi. „Þá gerist svo
mikið á hverjum degi, en þá reyndi
ég bara að velja myndband sem lýsti
deginum sem best og hjálpaði mér að
muna sem mest eftir öllum deginum.“
Fyrir þremur árum gerði Arnar sams
konar myndband sem vakti nokkra
athygli. Myndböndin eru auðvitað
mjög persónuleg þar sem um er að
ræða daglegt líf vina, fjölskyldu og
samstarfsfélaga. „Mér fannst ekkert
mál að deila þessu með fólki, ég var
búinn að gera þetta einu sinni áður
fyrir árið 2013 og þá var það aðeins
meira mál að opna fyrir lífið mitt
svona, en viðbrögðin sem ég fékk við
2013 myndbandinu mínu gerði þetta
einhvern vegin eðlilegra. Fólk ýmist
sagði við mig að ég ætti fullkomið líf,
sem ég leiðrétti á stundinni og aðrir
sögðu við mig að lífið mitt væri rosa-
lega venjulegt. Svo er maður náttúru-
lega með það á bak við eyrað að þetta
sé að fara í birtingu, því reyni ég bara
að taka ekki neitt vafasamt upp, þó
svo að Önnu finnist sum myndböndin
af henni vera alveg á línunni,“ segir
Arnar og hlær.
Tíu tímar af efni í jarðarförinni
Talverður tími fer í að púsla svona
myndbandi saman en Arnar vann
statt og stöðugt að því. „Maður til-
einkar sér alls konar flýtileiðir líka
núna þegar maður er búinn að vera að
vesenast í þessu í 2 ár samtals. Þetta er
orðið alveg vel góður partur af lífinu
mínu núna og flestir hættir að kippa
sér of mikið upp við það þegar ég held
allt í einu á símanum mínum að taka
upp.“ Arnar er hvergi nærri hættur
og sér fyrir sér að eiga orðið ansi gott
safn myndbanda þegar yfir lýkur. „Ég
tók þá ákvörðun að halda bara áfram
að gera þetta, mér þykir svo ótrúlega
falleg tilhugsun að ímynda mér 3-4 ár
rúlla á einhverjum skjávarpa í brúð-
kaupinu og ég tala nú ekki um jarðar-
förina þegar ég verð vonandi kominn
með yfir tíu klukkustundir af efni ef
ég næ meðal aldrinum hjá íslenskum
karlmanni, það verður eitthvað mara-
þon fyrir greyið gestina.“
Arnar tekur hér myndband af blaðamanni að taka mynd. Arnar er duglegur að vera með símann á lofti og mynda daglegt
líf sitt.
●● Tók●upp●tvær●sekúndur●á●dag●
●● Fæðing●frumburðarins●stóð●upp●úr
ÁR Í LÍFI
ARNARS
Njarðvíkingurinn Arnar Stefánsson tók upp allt árið 2016 á mynd-
band en það var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Arnar hefur þann
háttinn á að taka bara upp tvær sekúndur á dag af alls kyns atburðum.
Allt frá fæðingu frumburðarins frá uppvaski eða bíóferð. Þegar allar
þessar sekúndur eru settar saman þá er útkoman magnað myndband
sem lýsir lífi Íslendings ansi vel.