Víkurfréttir - 06.04.2017, Síða 20
20 fimmtudagur 6. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR
Umhverfismælingar í Helguvík
●● mikilvægi●óháðs●mælingaaðila
Umræða um niðurstöður mæl-
inga á mengandi efnum frá verk-
smiðju United Silicon í Helguvík
hafa verið áberandi í fjölmiðlum
undanfarna viku og þá einkum
um hversu áreiðanlegar slíkar
mælingar séu. Orkurannsóknir
ehf. sem ábyrgðaraðili þessara
mælinga hefur dregist inn í þá
umræðu og fengið gagnrýni fyrir
að benda á hugsanlega skekkju í
niðurstöðum greininga á þung-
málmum.
Umfang
Orkurannsóknir ehf. hafa annast
umhverfismælingar í Helguvík
samkvæmt samkomulagi við
United Silicon. Orkurannsóknir
eru óháður rannsóknaraðili sem
starfar innan Keilis. Fyrirtækið
var stofnað árið 2010 og er sam-
þykkt af Umhverfisstofnun en
kostnaður við þetta tiltekna verk-
efni er greiddur af United Silicon.
Haustið 2015 voru tekin bak-
grunnssýni af mosa, öðrum
gróðri, jarðvegi og ferskvatni
og í byrjun árs 2016 voru settar
upp þrjár mælistöðvar í nágrenni
verksmiðjunnar þar sem fram
fara símælingar á lofttegundum
og ryki. Á tveimur mælistöðv-
unum er einnig safnað ryk- og
úrkomusýnum.
Fullkominn mælibúnaður
Mælibúnaður er vottaður sam-
kvæmt alþjóðlegum stöðlum.
Brennisteinsdíoxíð, köfnunar-
efnisoxíð og örfínt ryk eru mæld
með sjálfvirkum mælibúnaði á
tíu mínútna fresti og niðurstöður
birtar á vefsíðunni www.andvari.
is. Ryksöfnun fer fram með því
að draga loft í gegnum síu og er
safnað samfellt í sex daga í einu
allt árið.
Allir verkferlar eru skilgreindir
samkvæmt gæðakerfi Orkurann-
sókna og rekjanleiki tryggður
með skráningum á öllum stigum.
Sýni eru send til rannsóknarstofu
ALS í Svíþjóð sem fylgir vott-
uðum mæliaðferðum samkvæmt
ISO 9001.
Mælingar þungmálma
Mælingar á þungmálmum í ryki
frá Helguvík hófust í mars 2016
og hafa sýni hafa verið greind
mánaðarlega. Fyrsti hluti var frá
mars til september 2016, annar
frá október til desember 2016 og
sá þriðji frá janúar til mars 2017.
Á línuritinu er sýnd niðurstaða
þessara mælinga.
Í öðrum áfanga mældust gildin
fyrir flesta málma um fimm-
falt hærri heldur en í fyrsta og
þriðja áfanga. Ljóst var að niður-
stöður annars áfanga stóðust ekki
skoðun um áreiðanleika. Verk-
smiðjan var ekki gangsett fyrr
en um miðjan nóvember 2016
auk þess sem suðlægar áttir voru
ríkjandi allt þetta tímabil. Saman-
burður á styrk þungmálma í ryki
frá mælistöðvum annars vegar og
ryki úr útblæstri kísilverksmiðj-
unnar sýndu allt að 27-falt hærri
styrk á arseni í ryki. Undir venju-
legum kringumstæðum hefðu
þessi gildi einfaldlega verið tekin
til hliðar þar til frekari mælingar
lágu fyrir sem staðfestu eða úti-
lokuðu þau. Aðstæður kröfðust
hins vegar skjótra viðbragða og
því var tekin ákvörðun um að til-
kynna Umhverfisstofnun að um
hugsanlega skekkju væri að ræða.
Hvernig er hægt að fyrirbyggja
rangar niðurstöður?
Það er ekkert til sem heitir „rétt“
niðurstaða í mælingum. Með
endurteknum mælingum er reynt
að komast sem næst því. Við mat
á niðurstöðum eru núllpunkt-
sskekkja, kerfisbundin mæli-
skekkja, mælióvissa og staðalfrá-
vik lykilatriði.
Orkurannsóknir fylgja viður-
kenndum ferlum við mælitækni.
Þegar hlutir fara úrskeiðis skipta
viðbrögðin mestu máli og því
verður gripið til eftirfarandi að-
gerða:
ALS hefur að beiðni Orkurann-
sókna hafið rannsókn vegna um-
ræddra mælinga
Samanburðarsýni fyrir ryk verða
send til annarra rannsóknarstofa
Verkferlar Orkurannsókna verða
yfirfarnir og skráningar auknar
Samantekt
Í vinnslu er ársskýrsla fyrir um-
hverfismælingar í Helguvík fyrir
árið 2016. Hún mun lýsa öllum
þáttum mælinga sem farið hafa
fram, þar á meðal mælingum
á jarðvegs-, gróður- og vatns-
sýnum sem tekin voru haustið
2015. Gerð verður grein fyrir
símælingum á lofttegundum og
ryki sem hófust í janúar 2016 og
samanburður á gildum fyrir og
eftir gangsetningu verksmiðj-
unnar í nóvember 2016.
Þessi skýrsla mun varpa skýrara
ljósi á mælanleg áhrif kísilverk-
smiðju United Silicon á nánasta
umhverfi. Umhverfisstofnun
hefur falið Orkurannsóknum ehf.
að annast skýrslugerðina og sýnir
það það traust sem fyrirtækið
nýtur.
Egill Þórir
Einarsson,
yfirmaður
rannsóknar-
stofu Orku-
rannsókna
VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ
KRAFTMIKLU FÓLKI TIL STARFA
Störf í boði
Hlutverk Póstsins er að veita áreiðanlega þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga á sviði dreifingar-, samskipta- og flutningalausna.
Framtíðarsýn Íslandspósts er að fyrirtækið verði nýjunga- og tæknidrifið fyrirtæki sem svarar síbreytilegum þörfum viðskiptavina.
Pósturinn óskar eftir bílstjórum í fullt starf ásamt bréfberum í sumarstarf. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingum með ríka þjónustulund,
góða hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnuhæfileika.
Nánari upplýsingar veitir Anna María Guðmundsdóttir, svæðisstjóri í síma 421 4300 eða í netfanginu annam@postur.is
Umsóknarfrestur:
18. apríl 2017
Umsóknir:
umsokn.postur.is
Pósturinn hlaut Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC árið 2016. Pósturinn leggur mikla áherslu á jafna stöðu
kynjanna og er það mikilvæg staðfesting á því að vel sé staðið að jafnréttismálum hjá fyrirtækinu og að mikið sé
lagt upp úr því að tryggja að allir fái jöfn tækifæri og eigi þann kost að vaxa og dafna í starfi á eigin verðleikum.
Bílstjórar í kvöldkeyrslu
Starfið felst í dreifingu pósts og annarra þjónustuvara í Reykjanesbæ.
Um er að ræða kvöldkeyrslu.
Hæfniskröfur
Bílpróf
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Bréfberar í sumarstarf
Leitað er eftir hressum einstaklingum til að sinna útburði í
Reykjanesbæ í sumar.
Hæfniskröfur
Stundvísi og áreiðanleiki
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Leifur Eiríksson, Hildur Ingvarsdóttir,
Guðbjörg Eiríksdóttir Blanar, Richard Blanar,
Örn Eiríksson,
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju,
vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Önnu Vernharðsdóttur,
Smáratúni 12, Keflavík,
Brynja Kristjánsdóttir, Gunnar H Häsler,
Sigrún Kristjánsdóttir, Guðmundur I Ragnarsson,
Júlíus Kristjánsson, Guðrún Jakobsdóttir,
Hildur Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Kristján Júlíusson,
Heiðarbrún 1, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 31. mars.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju 12. apríl kl. 13:00.
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta
hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut.
Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00.
Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18.
Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22.
Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.