Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 15
15fimmtudagur 6. júLí 2017 VÍKURFRÉTTIR S J Á Ð U H V E N Æ R Þ Ú G E T U R I N N R I TA Ð Þ I G Á W W W. K E FA I R P O R T. I S/ S N E M M A M Æ T T U F Y R R Í F R Í I Ð Stærsta ferðamannasumar Íslands til þessa er hafið. Við ætlum að hafa opið frá miðnætti í sumar svo þú getir mætt fyrir álagstíma og minnkað líkurnar á að þurfa að standa í biðröð. Í samstarfi við WOW, Icelandair og Primera geta farþegar í morgunflugum þessara flugfélaga mætt í innritun frá miðnætti. Mættu tímanlega á Keflavíkurflugvöll — við tökum vel á móti þér. Á Æ T L A Ð I R Á L A G S T Í M A R Í I N N R I T U N 06 .0 0 07 .0 0 08 .0 0 09 .0 0 10 .0 0 11 .0 0 12 .0 0 13 .0 0 14 .0 0 15 .0 0 16 .0 0 17 .0 0 18 .0 0 19 .0 0 20 .0 0 21 .0 0 22 .0 0 23 .0 0 00 .0 0 01 .0 0 02 .0 0 03 .0 0 04 .0 0 05 .0 0 Það eru ekki bara betri sæti í boði, heldur líka minni líkur á að þurfa að standa í röð. Það skiptir Heiðu máli að byrja fríið vel. Þess vegna mætir hún snemma á flugvöllinn. 17 - 1 5 01 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA G E F U R G U L L Í M U N D M O R G U N D S T U N D ●● Þetta●er●mikil●vinna●og●það●hjálpar●ekkert●að●vera●óþolinmóður Kef lv ík ingurinn Samú el Kári Friðjóns son lék sinn fyrsta deild ar­ leik fyr ir aðallið Vål erenga í norsku efstu deild inni í knatt spyrnu um síðustu helgi. Samú el Kári kom inná á 65. mín útu þegar Vål erenga gerði marka laust jafn tefli við Brann í 15. um ferð deild ar inn ar. Samú el Kári gekk til liðs við Vål erenga frá Rea ding í fyrra sum ar, en hann sleit kross band á einni af sín um fyrstu æf­ ing um með Vål erenga. Samú el Kári fékk langþráðar mín út ur með Vål­ erenga í leikn um. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Kristiansund. Samúel Kári segist loksins vera orðinn 100% góður af meiðslunum og líði æðislega þessa dagana. „Mér leið vel i leiknum og það var dásamlegt að spila aftur eftir þessa fjarveru. Stemningin var mögnuð á leiknum enda sautján þúsund manns á áhorfendapöllunum. Völlurinn var mjög blautur og erfitt að spila fótbolta en við spiluðum vel.“ Samúel telur líklegt að þjálfarinn verði áfram með sama hópinn en að hugsanlegt sé að hann fái að spila fleiri mínútur. „Þetta er mikil vinna og það hjálpar ekkert að vera óþolinmóður þannig eina sem ég geri er að halda áfram að bæta mig og þá kemur tæki­ færið. Við erum í 5. ­ 6. sæti deildar­ innar en það er stutt á milli liða í fyrstu sex sætunum. Það er mikið eftir af tímabilinu og við getum unnið okkur inn mörg stig sem er okkar markmið.” Ingibjörg á leiðinni á EM Grindvíkingurinn Ingibjörg Sig­ urðardóttir er í 23 manna hóp ís­ lenska landsliðsins í knattspyrnu sem fer fyrir hönd Íslands á lokakeppni EM í Hollandi. Ingibjörg spilaði sína fyrstu landsleiki í síðasta landsliðs­ verkefni og greip tækifærið þá, en hún er fædd árið 1997 og því tutt­ ugu ára gömul. Síðustu ár hefur hún leikið með liði Breiðabliks. „Ég var rosalega heppin að fá tækifæri og traust frá þjálfurunum í landsliðinu núna á móti Írlandi og Brasilíu. Ég vissi að ég þyrfti að nýta það vel og sýna hvað ég gæti. Ég átti fínan leik á móti Írlandi sem gaf mér sjálfstraust fyrir næsta leik sem gekk líka vel.“ Ingibjörg æfði mikið í vetur og að hennar mati er hún í sínu besta formi. „Ég er með mikið sjálfstraust, sem skiptir miklu máli. Ég held að mikil­ vægasti þátturinn í þessu öllu sé að hafa trú á því verkefni sem maður er í og trú á sjálfum sér. Ég hef lært fárán­ lega mikið á þeim stutta tíma sem ég hef verið í liðinu, bæði af þjálfurunum og stelpunum sem hafa meiri reynslu en ég.“ Ingibjörgu dreymir um að verða lykil­ maður í landsliðinu og að fara á enn fleiri stórmót með liðinu. „Að vinna við það að spila fótbolta er algjör draumur. Ég ætla mér að ná eins langt og ég mögulega get.“ Samúel Kári lék sinn fyrsta deildarleik með Vål erenga Arnór Ingvi Traustason mun leika með gríska stórliðinu AEK frá Aþenu á næstu keppnistíð á láni frá Rapid Vín. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í vikunni. Suðurnesjamaður­ inn fór í læknisskoðun í Grikklandi í dag en samningurinn við gríska liðið er þannig að félagi geti keypt hann að loknum leigusamningi. Arnór Ingvi náði aldrei að sýna sitt rétta andlit hjá austuríska liðinu en þar spiluðu meiðsli m.a. inn í. Suður­ nesjamaðurinn hefur átt fast sæti í landsliðshópi Heimis Hallgrímssonar og skoraði sigurmark Íslands gegn Austurríki á EM í fyrra. AEK endaði í 4. sæti í grísku deildinni á síðasta tímabili en liðið vann síðan umspil um sæti í Meistaradeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason voru á mála hjá fé­ laginu fyrir nokkrum árum en þá var Arnar Grétarsson yfirmaður íþrótta­ mála þar. Arnór Ingvi í nýjum búningi á næstu keppnistíð Hörður Axel Vilhjálmsson, lands­ liðsmaður í körfubolta, hefur gert samning við BC Astana frá Ka­ sakstan. Hörður Axel, hefur farið víða á ferlinum en auk Íslands og nú Kasakstans hefur hann spilað á Spáni, Þýskalandi, Grikklandi, Tékk­ landi, Belgíu og Ítalíu. Hörður Axel lék með Keflavík á síðasta leiktímabili og var stoðsend­ ingakóngur Domino’s deildarinnar. Hörður Axel hefur leikið 57 lands­ leiki fyrir Ísland sem er á leið á annað Evrópumótið í röð. Hörður Axel fer til liðs í Kasakstan

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.