Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 6. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 Heimilisfólk í íbúðarhúsi einu á Týsvöllum í Reykja- nesbæ brá sér af bæ nýlega. Þegar komið var til baka tók það eftir því að skógarþröstur var búinn að gera sig heimakominn í hengiblómi við innganginn inn á heimilið. Þegar betur var að gáð var komið hreiður í hengiblómið, fyrst var eitt egg en að lokum urðu þau fimm. Eftir nokkra daga var búið að unga út eggjunum og fimm ungar litu dagsins ljós. Ungarnir hafa dafnað vel síðustu daga enda foreldrarnir duglegir við að tína orma og annað góðgæti og gefa þeim. Heimilisfólkið hefur haft gaman að þessari nýju fjölskyldu og fylgst með ungunum vaxa og dafna. Ný stjórn Þróunarfélags Keflavíkur- flugvallar, KADECO, var kjörin á aðalfundi félagsins í sl. viku. Í stjórn voru kjörin Georg Brynjarsson for- maður, Hafsteinn S. Hafsteinsson og Steinunn Sigvaldadóttir og í vara- stjórn Hrafn Hlynsson. Á aðalfund- inum var samþykktur ársreikningur fyrir árið 2016 og ársskýrsla kynnt en árið markaði 10 ára afmæli fé- lagsins. Á fundinum kom fram að á þeim tíu árum sem félagið hefur starfað hafa 93% þeirra eigna sem félagið fékk til umsjónar verið seldar og hefur ríkið hagnast um 10 milljarða á sölu þeirra. Á Ásbrú er nú lífleg íbúabyggð og fjölbreytt atvinnustarfsemi sem hefur styrkt samfélagið í Reykjanesbæ mikið og enn eru fjölmörg ónýtt tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar á svæð- inu, sérstaklega vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll, segir í tilkynningu frá KADECO. Hagnaður ársins tæpir 1,2 milljarðar Hagnaður Þróunarfélags Keflavíkur- flugvallar árið 2016 fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 647 milljónir króna. Að teknu tilliti til fjármagnsliða og áhrifa dótturfélaga var hagnaður fé- lagsins 1.465,2 milljónir króna. Hagn- aður ársins eftir reiknaða skatta nam 1.188,2 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir sam- stæðunnar í lok ársins 2016 samtals 10.558 milljónum króna. Heildar- skuldir félagsins námu 8.441,1 millj- ónum króna og eigið fé félagsins nam 2.116,9 milljónum króna. 10 milljarða hagnaður til ríkisins á tíu árum Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var stofnað 24. október árið 2006 og því markaði árið 2016 tíu ára af- mæli félagsins. Markmið ríkisins með stofnun félagsins var að koma eignum sem ríkið tók yfir á varnarsvæðinu á Miðnesheiði sem fyrst í skipuleg, hag- felld, borgaraleg not með sem mestum jákvæðum áhrifum á nærsamfélagið. Þegar félagið tók til starfa var verðmæti eigna ríkisins metið á 4 til 5 milljarða króna. Nú þegar sér fyrir endann á sölu þeirra fasteigna sem félagið fékk í sína vörslu er ljóst að söluverðmæti þeirra verði um 18 milljarðar króna. Þannig munu hreinar tekjur ríkissjóðs af sölu eignanna nema um 10 millj- örðum króna. Í dag búa um 2.500 manns á Ásbrú og þar starfa á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir á ýmsum sviðum með yfir 800 starfsmönnum. Á svæðinu eru starfrækt fimm gagnaver stór og smá, stórskala örþörungaræktun, menntastofnun, fjöldi hótela, gisti- heimila og annarra þjónustufyrir- tækja auk grunnskóla og tveggja leik- skóla. Þegar allt er lagt saman nemur heildarfjárfesting frá árinu 2006 vel á annað hundrað milljarða króna, segir í tilkynningu félagsins. ■ Til stendur að lagfæra öryggis- svæði Grindavíkurvegar, sem hluta af sérstakri öryggisaðgerð. Í það verkefni hefur verið veitt 20 millj- ónum króna. Í því felst m.a. að lag- færa hvassar brúnir sem eru við mal- bikskanta og hreinsa stórgrýti úr vegsvæði og lagfæra fláa við veginn. Þrír kaflar á Grindavíkurvegi verða malbikaðir í sumar. Tveir stuttir og einn lengri upp af Seltjörn. Þá verður væntanlega eitthvað unnið við holu- viðgerðir á veginum líka. Einnig verður malbikaður kafli á Austurvegi í Grindavík, frá tjaldstæðinu og að Hópsbraut. Einnig eru vegrifflur á miðjunni á Grindavíkurvegi, þannig að fræsa þarf nýja þar sem nýtt mal- bikslag verður sett. Þetta kemur fram í svari Vegagerðar- innar við fyrirspurn Víkurfrétta um malbikun á þjóðvegum á Suður- nesjum í sumar. ■ Listaverkið Áttir eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndlistarmann hefur verið komið fyrir á nýjum stað við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Listaverkið var áður á brottfararsvæði flugstöðvarinnar en var tekið niður þegar breytingar voru gerðar á brottfararsalnum. Það hefur verið í geymslu í nokkurn tíma. Listaverkinu hefur verið fundinn nýr staður fyrir utan flugstöðina við útganginn komumegin. Það voru þau Stein- unn Þórarinsdóttir, höfundur listaverksins, og Björn Óli Hauksson, for- stjóri Isavia, sem klipptu á borðann við hátíðlega athöfn. Í lýsingu listamannsins segir: „Verkið sýnir fjórar manneskjur steyptar í sama mót sem komið er fyrir ofan á súlum úr stuðlabergi. Þær snúa í höfuðáttirnar og vísa til þess að á þessum stað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar liggja vegir til allra átta og um leið eru þær vegvísir. Manneskjurnar eru eins konar vitar sem vísa veginn og sjást víða að á þessu stóra opna svæði, jafnvel þótt fólk sé sitjandi. Farþegar og þeir sem um svæðið fara geta í raun gengið inn í verkið og staðið í því miðju og upplifað áttirnar þannig beint og sjálft sig sem eins konar kjarna eða miðju verksins. Manneskjurnar eru allar steyptar í sama mót úr áli sem tengist lit og efni flugvéla og himinsins. Þær eru í líkamsstærð og standa á 120 cm háum stuðlabergssúlum, íslensku bergi sem minnir á landið sjálft. Hæð verksins er því um þrír metrar og er það innan ramma sem er 3x3 metrar að flatar- máli.” ■ Skötumessan 2017 verður haldin í Miðgarði Gerðaskóla í Garði mið- vikudaginn 19. júlí kl. 19. Að venju er fjölbreytt skemmtidagskrá; Dói og Baldvin, Páll Rúnar Pálsson, Her- mann Ingi og Helgi Hermannssynir, Gullkistan; Ásgeir Óskarsson úr Stuðmönnum, Gunnar Þórðarson úr Hljómum, Jón Ólafsson úr Pe- lican og Óttar Felix Hauksson úr Pops. Ræðumaður verður Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Styrkveit- ingar til einstaklinga og félagasamtaka eru hluti af dagskrá. Verð kr. 4.000, sama verð ár eftir ár. Greiðið inn á reikning Skötumess- unnar; 0142-05-70506, kt. 580711- 0650. Þeir sem greiða í forsölu fá örugg sæti en alltaf er uppselt á Skötu- messuna. Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra. Skógarþröstur gerir sig heimakominn í hengiblómi ●● Fimm●svangir●ungar●í●hreiðri●á●Týsvöllum●í●Keflavík Listaverkið Áttir endur- afhjúpað við Flugstöð Leifs Eiríkssonar Það voru þau Steinunn Þórarinsdóttir, höfundur listaverksins, og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, sem klipptu á borðann við hátíðlega athöfn 93% eigna seldar með 10 milljarða hagnaði fyrir ríkið á tíu árum ●● Hagnaður●ársins●2016●tæpir●1,2●milljarðar●kr. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að til standi að leggja starfsemi Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, niður í núverandi mynd. Þetta kemur fram í frétt Kjarnans. Skipt var um stjórn í félaginu í vikunni og upprunalega hlutverki þess, að selja fasteignir á Ásbrú, sé nú lokið. Benedikt telur hins vegar vera þekk- ingu hjá starfsfólki félagsins, sem sé þess eðlis að hún gæti nýst áfram. Ráðuneytið vilji taka upp viðræður við heimamenn um hvernig hægt sé að endurskoða starfsemina með það í huga. Kadeco verður lagt niður í núverandi mynd Skötumessan í Garði haldin 19. júlí Lagfæra öryggissvæði Grindavíkurvegar Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í íbúð Verkalýðsfélags Grindavíkur á Tenerife um jólin 19. desember til 2. janúar. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst. Hægt er að sækja um á sjóðsfélagavef félagsins sem er að finna inná www.VLFGRV.is undir orlofshús Umsókn um dvöl í orlofshús

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.