Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 6. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guð- brandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar ,,Það verða allir betri manneskjur af því að lesa bókina Góði dátinn Svejk” -segir Eysteinn Eyjólfsson lesandi vikunnar Eysteinn Eyjólfsson byrjaði mjög ungur að lesa og hefur alltaf verið öflugur lesandi. Um ellefu ára aldurinn var hann farinn að taka níu bækur á tveggja daga fresti að láni hjá Bókasafninu. Hann flutti sig yfir í fullorðins deildina um tólf ára aldurinn en þá var hann búinn að lesa allar bækurnar í barnadeild- inni. Eysteinn hefur gjarnan þann háttinn á að lesa margar bækur í einu. Núna les hann skáldsögu um Víetnam sem heitir The story of war eftir Bao Ninh ásamt því að glugga í Góða dátann Svejk eftir Jaroslav Hašek. Einnig er hann með Marvel teiknimyndablöð við hendina ásamt ferðahandbókum um Róm, Puglía og Krít en þá staði heimsækir hann í sumar. Eysteinn á þrjár eftirlætis bækur en þær les hann aftur og aftur. Það eru bækurnar Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Márquez, Meistarinn og margarita eftir Mikhail Bulgakov og Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hašek. „Þetta eru allt saman skáld- sögur og tvær þeirra eiga það sam- eiginlegt að fjalla um töfraraunsæi. Það er líka mikill humor í Meistar- anum og margaritu og Góða dát- anum Svejk, en þær eru líka ádeilu- bækur.“ Gabriel Garcia Márquez er eftir- lætis höfundur Eysteins en hann hefur lesið flestar bækur eftir hann. „Hundrað ára einsemd var fyrsta bókin sem ég las eftir hann en síðan hef ég lesið fleiri verk eftir hann. Bókin finnst mér mjög heillandi en hún fjallar um sögu Buendía ættar- innar og er eins og spegill inn í Suður-Ameríku á ákveðnum tíma.” Núna les Eysteinn einna helst bækur tengdar sögulegu efni, bæði sögu- legar skáldsögur og sagnfræðirit. Einnig fylgist hann vel með því sem fram fer í heimsmálum og les bækur sem tengjast því. „Ég les líka alltaf mikið af teiknimyndasögum,“ bætir Eysteinn við kíminn. Sú bók sem hefur haft mest áhrif á Eystein er bókin Ég lifi eftir Martin Gray. Bókin segir frá manni sem lendir ungur í nasistabúðum og lifir það af en lendir síðar í því að missa hluta fjölskyldu sinnar í skógareldi. „Ég las þessa bók tiltölulega ungur og ég man eftir því að hún var mjög áhrifarík. Á svipuðum tíma las ég líka Dagbók Önnu Frank sem hafði líka mikil áhrif á mig.“ Eysteinn er ekki í vafa um hvaða bók allir ættu að lesa; „Það verða allir betri manneskjur af því að lesa bók- ina Góði dátinn Svejk.“ Eysteinn getur lesið nánast alls staðar og sem barn las hann mikið í baði og við matarborðið, sem hann segir að hafi ekki vakið neina sérstaka lukku. Allra best þykir honum að lesa upp í rúmi á kvöldin og segist ekki geta sofnað án þess að lesa nokkrar blað- síður. Á eyðieyju tæki Eysteinn með sér öll bindi alfræðirits Brittanicu, enda þarf fólk á eyðieyjum líka að sofa. Í sumar ætlar Eysteinn meðal annars að ferðast til Ítalíu og Krítar. „Mér finnst gaman að koma inn í bókasöfn þegar ég ferðast. Ég fer alltaf í bóka- búðir í öllum borgum sem ég ferðast til og mér finnst gott að kaupa mér bækur um svæðið þar sem ég er.“ Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09-18 og á laugardögum frá klukkan 11 til 17. Rafbókasafnið er alltaf opið – nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins. Á heimasíðu safnsins er hægt að mæla með Lesanda vikunnar. „Ég held ég hafi komið fjölskyldu minni svolítið á óvart með þessari ákvörðun þar sem ég hef aldrei þolað mikinn hita né mátt sjá svo mikið sem húsflugu án þess að hlaupa í burtu öskrandi,“ segir Kefl- víkingurinn Ellen Agata Jónsdóttir, en hún er búsett hinum megin á hnettinum í Brisbane í Ástralíu þar sem hún stundar mastersnám í markaðsfræði við Griffith University. Ellen segist sátt í Ástralíu en hún flutti þangað um hásumar og segist í dag vera farin að venjast hitanum. „Fólkið hér er mjög viðkunnanlegt og skemmtilegt og maður lendir oft í samræðum við bláókunnugt fólk, hvort sem það er úti í búð eða í strætó. Hér í Brisbane er lífinu tekið nokkuð rólega. Það er stutt í strendurnar og fólk fer mikið þangað um helgar. Það er einnig mikið um matarmarkaði og þangað fer ég oft, bæði til að smakka mat frá öllum heimshornum og til að versla ferska ávexti og grænmeti. Svo elska ég að labba um borgina og finna ný kaffihús og fylgjast með mann- lífinu.“ Ellen, sem er útskrifaður tómstunda- og félagsmálafræðingur frá HÍ, ætl- aði upprunalega að sækja um í skóla í London, en það hafði alltaf verið hennar draumur. Hún ákvað þó á síð- ustu stundu að reyna að upplifa meira ævintýri og endaði í Brisbane. „Þegar ég lærði í HÍ reyndi ég að leggja sem mesta áherslu á viðburðastjórnun í námi en ég kláraði einnig diplómu í viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. Þegar ég fór svo að huga að mastersnámi vissi ég að ég vildi auka þekkingu mína á öðru sviði og hefur mér alltaf þótt markaðsmál áhugaverð og viðburðarstjórnun og markaðs- fræði passa vel saman.“ Hingað til hefur Ellen reynt að ferðast eins mikið og hún getur. Hún hefur meðal annars ferðast um Norður Queensland til að skoða The Great Barrier Reef, siglt á milli Whitsundays eyjanna, þar sem hún synti í sjónum með banvænum marglittum, farið í roadtrip til Sydney, í tveggja vikna rútuferð um Nýja Sjáland og nýlega kom hún heim frá Fiji sem hún segir einn magnaðasta stað sem hún hefur upplifað. „Ég held ég hafi ekki farið í skó í viku. Á Fiji er æðislegt fólk og þar er enginn að stressa sig á hlutunum.“ Það hefur komið Ellen á óvart hvað hún hefur fengið litla heimþrá, en hún flytur þó aftur heim til Íslands í ágúst að náminu loknu. „Ég er búin að upp- lifa svo mikið af nýjum og skemmti- legum hlutum, en það er líka svo auð- velt að vera í sambandi við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Auðvitað koma upp tímar þar sem maður væri alveg til í að vera heima og þá finnur maður virkilega hvað þetta er langt í burtu. Þær aðstæður hafa komið upp þar sem ég gat ekki hugsað mér að vera annars staðar en á Íslandi. Ég á svo ótrúlega fjölskyldu sem flaug mér þá heim sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Ferðalagið tók tvo heila daga sem einkenndust af flugvallarbið og flugferðum.“ Ellen segir það ekki fyrir hvern sem er að búa svona langt í burtu en hún segist hafa kynnst fullt af fólki alls staðar frá í heiminum. „Það eru fjölmargir búnir að boða komu sína til Íslands þegar ég flyt heim. Fyrsta heimsóknin er einmitt núna í október þar sem vinkonur mínar frá Noregi, Kanada og London ætla að koma í heimsókn.“ Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is Masterar markaðsfræði hinum megin á hnettinum ●● Ellen●Agata●Jónsdóttir●nýtur●lífsins●í●Ástralíu Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, María Hafdís Ragnarsdóttir, Lómatjörn 3, 260 Reykjanesbæ, lést 1. júlí eftir stutta baráttu við krabbamein. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 12. júlí kl.13 Sveinbjörn Þórisson Ragnar Ómarsson Þórir Sveinbjörnsson Kristjana Dögg Hafþórsdóttir Sóley Sveinbjörnsdóttir Kenneth W. Frederick Bjarni Steinar Sveinbjörnsson Thelma Karen Kristjánsdóttir og barnabörn Með vinkonum við Óperuhúsið í Sydney. Ellen ásamt vinum sínum á Fiji. Ellen í Blue Mountains, New South Wales.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.