Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 6. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR Eva Margrét stefnir á Ólympíuleikana S J Á Ð U H V E N Æ R Þ Ú G E T U R I N N R I TA Ð Þ I G Á W W W. K E FA I R P O R T. I S/ S N E M M A M Æ T T U F Y R R Í F R Í I Ð Stærsta ferðamannasumar Íslands til þessa er hafið. Við ætlum að hafa opið frá miðnætti í sumar svo þú getir mætt fyrir álagstíma og minnkað líkurnar á að þurfa að standa í biðröð. Í samstarfi við WOW, Icelandair og Primera geta farþegar í morgunflugum þessara flugfélaga mætt í innritun frá miðnætti. Mættu tímanlega á Keflavíkurflugvöll — við tökum vel á móti þér. Á Æ T L A Ð I R Á L A G S T Í M A R Í I N N R I T U N 06 .0 0 07 .0 0 08 .0 0 09 .0 0 10 .0 0 11 .0 0 12 .0 0 13 .0 0 14 .0 0 15 .0 0 16 .0 0 17 .0 0 18 .0 0 19 .0 0 20 .0 0 21 .0 0 22 .0 0 23 .0 0 00 .0 0 01 .0 0 02 .0 0 03 .0 0 04 .0 0 05 .0 0 Það eru ekki bara betri sæti í boði, heldur líka minni líkur á að þurfa að standa í röð. Það skiptir Heiðu máli að byrja fríið vel. Þess vegna mætir hún snemma á flugvöllinn. 17 - 1 5 01 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA G E F U R G U L L Í M U N D M O R G U N D S T U N D Ísak Ernir í sumardeild NBA ●● Fyrsti●íslenski●dómarinn●sem●fær●boð●á●námskeið●NBA Keflavíkingurinn Ísak Ernir Kristinsson er staddur í Banda- ríkjunum þar sem hann kemur til með að dæma í sumardeild NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fer í Las Vegas. Hann mun taka þátt í Global Camp fyrir efnilega dómara í Banda- ríkjunum ásamt því að dæma einhverja leiki, en Ísak hefur í dag stimplað sig sem einn fremsti dómari á Íslandi. Í samtali við Víkurfréttir segir Ísak þetta vera frábært tækifæri fyrir sig. „Þetta boð er einnig mikill heiður fyrir mig og íslenskan körfubolta. Íslenskir körfuboltadómarar leggja mikla vinnu á sig til að verða betri og er þetta sönnun þess að við erum að gera eitthvað rétt. Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni og er ég staðráðinn í að koma heim sem betri dómari.“ Leikir Suðurnesjaliða í knattspyrnu Grindavík sigraði annan deildar- leikinn í röð Grindavík sigraði Hauka 2:1 í Hafna- firði í fyrrakvöld í Pepsi-deild kvenna. Fyrsta markið kom á 12. mínútu og var það Marjani Hing-Glover sem skoraði markið fyrir Hauka. Rilany Aguiar Da Silva jafnaði fyrir Grindavík á 44. mínútu og Berglind Ósk Kristjánsdóttir gerði sigurmarkið á 57. mínútu. Það reyndist vera lokamarkið og því var niðurstaðan 2:1, Grindavík í vil. Þetta er annar sigur Grindavíkur í röð. Þær eru komnar í 7. sæti deildarinnar. Keflavík í annað sætið eftir góðan útisigur Keflavík vann Gróttu 1:0 á Seltjarnar- nesi í Inkasso deildinn í síðustu viku. Það var Adam Árni Róbertsson sem skoraði mark Keflavíkur á 60. mín- útu eftir frábæra fyrirgjöf Sigurbergs Elíssonar. Keflavík er komið í 2. sæti deildarinnar. Njarðvík sigraði KV í markaleik Njarðvík sigraði KV 6:4 á KR-vell- inum í 2. deild karla í knattspyrnu á þriðjudagskvöldið. Fyrsta mark Njarð- víkur kom strax á 3. mínútu og var þar Arnar Helgi Magnússon sem skoraði það. Njörður Þórhallsson jafnaði fyrir KV á 26. mínútu. Njarðvíkingar skor- uðu þrjú næstu mörkin og þar voru á ferðinni Stefán Birgir Jóhannesson, Styrmir Gauti Fjeldsted og Arnar Helgi Magnússon með sitt annað mark. Júlí Karlson skoraði mark fyrir KV á 47. mínútu og Davíð Birgisson skoraði annað mark fyrir KV á 52. mínútu. Næstu tvö mörkin komu frá Njarð- víkingum og voru það þeir Theodór Guðni Halldórsson og Arnar Helgi Magnússon með sitt þriðja mark. Loka- tölur í þessum mikla markaleik voru 6:4 fyrir Njarðvík. Víðir í fjórða sæti eftir jafntefli Víðir gerði 1:1 jafntefli við Aftur- eldingu í 2. deild karla í Garðinum á þriðjudagskvöldið. Það var Aleks- andar Stojkovic sem skoraði fyrsta markið fyrir Víði á 32. mínútu. Gre- gory Thomas Conrad jafnaði fyrir Aftureldingu 40. mínútu. Þetta reynd- ist vera lokamarkið og því endaði leikurinn 1:1 jafntefli. Víðir er með sextán stig í 4. sæti í deildarinnar. Þróttur úr Vogum gerði jafntefli Þróttur Vogum gerði 1:1 jafntefli við Vængi Júpiters í þriðju deild karla í knattspyrnu um síðustu helgi. Leikur- inn fór fram á heimavelli Þróttar. Það var Admir Kubat sem skoraði fyrir Þrótt á 61. mínútu. Hjörleifur Þórð- arsson jafnaði fyrir Vængi Júpiters á lokamínútuni úr víti. Þróttur er með tólf stig í 5. sæti deildarinnar. Reynir í neðsta sæti eftir tap Reynir tapaði fyrir KFG 5:2 í Garða- bæ í 3. deild karla um síðustu helgi. Mörk Reynis skoruðu þeir Rúben Filipe Vasques Narciso og Bjarki Frí- mann Helgason. Reynir er í neðsta sæti 3. deildarinnar. Eva Margrét hlaðin verðlaunagripum. ■ Hin tólf ára gamla Eva Margrét Falsdóttir hefur æft sund af kappi frá unga aldri en á dögunum keppti hún á AMÍ, Aldursflokka- meistaramóti Íslands, þar sem hún náði glæsilegum árangri, en Eva Margrét varð Íslandsmeistari í öllum þeim greinum sem hún keppti. Hún var stigahæst í meyja- flokki og hlaut svokallaðan „Ólafsbikar“, en hann hlýtur sá keppandi sem vinnur mesta afrekið á mótinu, með tilliti til aldurs. Systir Evu Margrétar, Birta María, hefur einnig hlotið bikarinn. Eva Margrét æfir alla daga vik- unnar, fyrir utan sunnudaga, og skemmtilegast þykir henni að synda bringusund. Þá finnst henni erfiðast að synda flugsund þar sem hún þreytist fyrr. Henni þykir gaman að keppa á sundmótum og undir- býr sig vel fyrir þau. „Maður gerir erfiðari æfingar fyrir mót og þegar það eru svona fjórir dagar í mót byrjar maður að hvíla. Það er líka mikilvægt að fara snemma að sofa og passa hvað maður borðar,“ segir hún. Aðspurð um framtíðina og markmið segist Eva Mar- grét stefna langt. „Ég ætla að komast á Ólympíuleikana, allavega.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.