Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • fimmtudagur 6. júlí 2017 • 27. tölublað • 38. árgangur Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA SIRKUS OG SKRÚÐGANGA Á AFMÆLI VESTURBERGS Í tilefni af tuttugu ára afmæli leikskólans Vesturbergs var boðið til veislu. Útisvæðið var skreytt, börnin léku sér í hoppukastala og í hádeginu var boðið upp á pylsur og ís í eftirrétt. Eftir hádegi var svo lagt af stað í skrúðgöngu undir trommuslætti frá nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þegar úr skrúð- göngunni var komið var búið að opna kaffihús í Kiddasal leikskólans þar sem boðið var upp á afmælisköku. Sirkus Íslands mætti á svæðið með skemmtiatriði. VF-mynd: Sólborg Guðbrandsdóttir. ■ Hinni tíu ára Elísabetu Jóhannes- dóttur tókst á dögunum að veiða urriða í Svarfaðardalsá en mörgum gæti þótt beitan sem hún notaðist við dálítið undarleg. Elísabet og frændi hennar ákváðu að prófa að nota tyggjó á öngulinn. Hanna Björg Konráðsdóttir, móðir Elísabetar, sagði í samtali við Víkur- fréttir að stórfjölskyldan hefði verið samankomin í orlofshúsi í Svafaðar- dal. Þar fannst afa Elísabetar nauðsyn- legt að ná sér í veiðileyfi og fara með krakkana að veiða. „Eins og gengur með börn, þá dettur þeim eitthvað í hug og pabbi hefur greinilega ekki náð að fylgjast með þeim öllum í einu. Elísabet og Alex- ander frændi hennar ákveða að henda tyggjói á öngulinn. Í þriðja kasti er hann síðan kominn á, búinn að gleypa Extra tyggjóið, þessi fíni urriði,“ segir Hanna, en Elísabet var sú eina af þeim öllum sem tókst að veiða fisk. Veiddi fisk með tyggjói Elísabetu Jóhannesdóttur tókst á dög- unum að veiða urriða í Svarfaðardalsá en mörgum gæti þótt beitan sem hún notaðist við dálítið undarleg. Elísabet og frændi hennar ákváðu að prófa að nota tyggjó á öngulinn. Magnús Árni telur að það séu nokkrar skýringar á þessu. „Ein skýringin er sú að fjöldi nýrra kaupenda hefur fjölgað á sama tíma. Fyrstu kaupendur eru að færa sig af leigumarkaðnum og yfir á séreignina. Önnur skýring er sú að þrátt fyrir að íbúðarverð hafi hækkað á Suðurnesjum er það enn talsvert undir íbúðarverði á höfuð- borgarsvæðinu. Hvati til að flytja á Suðurnesin af höfuðborgarsvæðinu er talsverður,“ segir Magnús. Framboð af íbúðarhúsnæði til leigu hefur minnkað þar sem íbúðir sem áður voru í leigu hafa verið seldar og aðrar íbúðir ekki komið inn á leigu- markaðinn í staðinn. Meðaleiguverð á tveggja herbergja íbúð hér á Suður- nesjum er 1814 kr. fm., þriggja her- bergja íbúðir á 1692 kr. fm. og fjögurra herbergja íbúðir á 1211 kr. fm. Leigu- verð er samt talsvert undir leiguverði í höfuðborginni. Íbúðarverð miðað við leigu var einnig hagstætt en ávöxtun leigusala á Suðurnesjum var með því besta sem gerist á landinu. Á fasteigna- og leigumiðluninni Fer- metra í Reykjanesbæ er ekki nein íbúð auglýst til leigu. „Framboð af lausu leiguhúsnæði er í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði er mun meiri en fram- boðið og leiguverð hefur hækkað um- talsvert á þessu og síðasta ári,“ segir Þröstur Ástþórsson hjá Fermetra. Heimavellir er eitt af stærri leigu- Leiguíbúðum fækkar og verðið hækkar ●● Leiguverð●hefur●hækkað●um●74%●frá●2011● ●● Hvati●til●að●flytja●á●Suðurnesin●af●höfuðborgarsvæðinu●er●talsverður ●● Fleiri●fara●í●fasteignakaup●í●stað●þess●að●leigja Leiguverð hefur hækkað mikið á Suðurnesjum síðustu ár. Frá árinu 2011 til loka árs 2016 hækkaði það um 74%. Hækkun á leiguverði frá apríl 2016 til sama mánaðar 2017 nam 13%. Þetta kom fram í erindi Magnúsar Árna Skúlasonar á fundi um húsnæðismarkaðinn á Suðurnesjum á vegum Íslands- banka nýlega. Á árunum 2005-2016 voru flestir leigusamningar gerðir árið 2011 eða um 1300 samningar. Á síðasta ári voru gerðir 1100 leigusamningar á Suðurnesjum og voru því um 200 færri en þegar þeir voru flestir árið 2011. félögum á landinu en þeir eiga 778 í búðir á Suðurnesjum sem þeir leigja út. Flestar íbúðirnar eru staðsettar á Ásbrú í Reykjanesbæ og í Grindavík. „Við upplifum vel þann mikla upp- gang sem er á svæðinu og allar íbúðir sem losna hjá okkur leigjast hratt og vel. Við notum ekki biðlistakerfi heldur eru einfaldlega allar íbúðir sem losna auglýstar á heimasíðu og facebook síðu félagsins í 5 daga og þeim úthlutað að því loknu. Við erum svo heppin að í eignunum á Ásbrú erum við með ríflega 70 setustofur sem við erum að breyta í íbúðir og munu fara í leigu um leið og þær verða tilbúnar,“ segir Guðbrandur Sigurðs- son hjá Heimavöllum. Heimavellir hófu starfsemi á Suður- nesjum síðasta sumar þegar þeir eignuðust blokkina við Stamphólsveg í Grindavík og skömmu síðar keyptu Heimavellir um 100 leiguíbúðir í Reykjanesbæ. „Í lok síðasta árs sam- einuðust við Ásabyggð sem átti ríflega 700 eignir á Ásbrú og tókum yfir starf- semi þessa félags í byrjun þessa árs. Ef við horfum til Ásabyggðar sem áður hét Háskólavellir þá erum við með um 10 ára rekstrarsögu á svæðinu. Við höfum verið að endurskipuleggja safnið undanfarna mánuði og höfum þannig selt frá okkur tvær einstakl- ingsblokkir upp á Ásbrú og eitthvað af stökum eða óhentugum leigueignum á öðrum stöðum.“ Staðan á leigumarkaðinum hefur versnað enn frekar að undanförnu því annað stóru leigufélaganna á Ásbrú tók þá ákvörðun að selja íbúðir sem til stóð að leigja. Af þeim sökum hafa allnokkrir sem höfðu gert ráð fyrir því að komast þar inn lent í vandræðum þar sem framboðið af leiguíbúðum er mjög lítið um þessar mundir. Frá árinu 2011 til loka árs 2016 hækkaði húsaleiga um 74%.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.