Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 12
12 fimmtudagur 6. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR Einstök ráðgjöf atvinna Einstök ráðgjöf leitar að hressu, skemmtilegu og jákvæðu fólki í hlutastörf. Starfið felst í að aðstoða tvo unga einhverfa menn sem búa í sjálfstæðri búsetu. Það er fjölbreytt og skemmti- legt. Um er að ræða Grindavík og Reykjanesbæ. Bílpróf er skilyrði! Frekari upplýsingar veitir Sunna í síma 6925815 / tölvu- póst sunnaros87@msn.com GAMLA FRÉTTIN Fyrir þrjátíu árum birtist frétt í Víkurfréttum þar sem Freyr Sverrisson, sem þá þjálfaði 5. flokk kvenna í knattspyrnu í Keflavík, lét rauðu lokkana fjúka en hann var með rautt sítt hár á þeim tíma. Hann hafði lofað stúlkunum sem hann var að þjálfa, að þær fengu að klippa hár hans ef þær sigruðu í öllum leikjunum í fyrstu „turner- ingunni“. Það fór svo þannig að þær sigruðu í öllum leikjunum og því varð Freyr að standa við loforðið. Athöfnin fór fram við íþróttavallarhúsið í Kefla- vík. Stúlkurnar klipptu fyrst saman einn stóran lokk með garðklippum en síðan klippti hver og ein vænan lokk. Hann varð svo að fara í klippingu til að laga hárið eftir að stúlkurnar höfðu farið höndum um það. Við athuguðum hvort Freyr gæti sagt okkur eitthvað frá þessu atviki sem við fundum í Víkurfréttum sumarið 1987 og hvað hann hefði verð að bralla síðustu þrjátíu ár. Getur þú sagt okkur eitthvað frá þessu? „Stelpurnar spurðu mig hvort ég vildi veðja hárinu ef þær ynnu mótið og ég lofaði því. Mátti vita að það gæti gerst þar sem í þessum hóp voru miklar íþrótta- og keppnismanneskjur. Ég þjálfaði þessar stelpur bæði í knatt- spyrnu og handbolta og urðu þær Ís- landsmeistarar í báðum greinum.“ Ertu aftur komin með rauða lokka? „Já, það vill svo til en ég þori varla að veðja hárinu aftur. Ég er hræddur um að það komi ekki aftur.“ Hvað hefur þú verið að gera síðustu þrjátíu ár? „Rækta fjölskylduna og þjálfa knattspyrnu, fyrst hjá Keflavík og svo fór ég austur og var með meistaraflokk Hattar á Egilsstöðum í tvö ár ásamt yngri flokkum. Þaðan fór ég í yngri flokka Njarðvíkur, var lands- liðsþjálfari U16 hjá KSÍ í 15 ár þar sem ég fór í gegnum 199 landsleiki víðs vegar um Evrópu og er nú hjá þjálfari hjá Haukum. Ég er svo heppinn að fá að vinna við áhugamálið og það hafa verið mikil forréttindi.“ Ertu hættur að leika trúð? „Nei það geri ég sennilega aldrei, er alltaf að galdra og sprella eitthvað. Tobbi trúður verður alltaf á hliðar- línunni tilbúinn í slaginn.“ Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Vísa eftir einn leikinn hjá mér. Freyr fékk boltann á mikilli ferð. og fagnaði glaður og feginn. Hann skaut í hornið í skeytin efst En skoraði vitlausu megin. Freyr lætur rauðu lokkana fjúka. FREYR LÉT RAUÐU LOKKANA FJÚKA ●● Tapaði●veðmáli●gegn●leikmönnum●5.●flokks.●Stúlkurnar●í●5.●flokki●árið●1987●klipptu●allar●einn●vænan●lokk Tobbi Trúður með leikskóla- börnum á Holti í Njarðvík Óskum eftir að ráða sem fyrst, en umsóknarfrestur er til 15. ágúst.  Allir umsækjendur þurfa að geta framvísað hreinu sakavottorði og standast bakgrunnsskoðun í Flugstöðinni. Securitas er stærsta öryggisfyrirtæki landsins með um 500 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, á Reykjanesi starfa á milli 70 og 80 manns. Við leggjum áherslu á að vera góður vinnustaður og hafa hlutina í lagi.  ÖRYGGISVÖRÐUM Í STAÐBUNDNA GÆSLU • Starfsmaður hefur starfstöð hjá einu fyrirtæki og sinnir eftirliti og gæslu þar staðbundið. VAKTSTJÓRI Í ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐA OG HREYFIHAMLAÐA (PRM) Í FLUGSTÖÐINNI • Ber ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar, skipulag og mönnun. SAMEIGINLEGAR HÆFNISKRÖFUR: • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Enskukunnátta skilyrði, íslenskukunnátta kostur. • Gott ef starfsmenn gætu hafið störf sem fyrst . en leitum einnig að fólki frá og með hausti. TÆKNIMENN Helstu verkefni: • Uppsetning og forritun helstu öryggiskerfa s.s. inn- brota-, bruna-, aðgangsstýri- og myndavélakerfa ásamt viðgerðum og öðrum tilfallandi verkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi t.d. sveinspróf í raf- virkjun (má vera ólokið) • Rík þjónustulund, vandvirkni og hæfni í mann- legum samskiptum LEITUM AÐ FRÁBÆRU FÓLKI Á FRÁBÆRAN VINNUSTAÐ SECURITAS REYKJANESI IÐAVELLIR 13, REYKJANESBÆ, S. 580 7200 Nánari upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu okkar www.securitas.is en þar er einnig sótt um störfin.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.