Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 6. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 28. júní 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Aragerði 4 vegna fyrirhugaðar byggingar fjöl- býlishúss á tveimur hæðum með 6 íbúðum. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til hennar um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með fimmtu- deginum 6. júlí 2017 til og með fimmtudagsins 17. ágúst 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/ Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en fimmtudaginn 17. ágúst 2017. Vogum, 6. júlí 2017 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Auglýsing um skipulag Sveitarfélagið Vogar Tillaga að deiliskipulagi fyrir Aragerði 4. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 28. júní 2017 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að felld er burt verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-1) fyrir eldsneytisstöð með sjálfsaf- greiðslu við iðnaðarsvæði (I-1) norðan Vogavegar. Þess í stað er svæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði (I-1) á sama hátt og aðliggjandi svæði. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 19. júní 2017 Í mkv. 1:10.000. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga. Vogum, 6. júlí 2017 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Auglýsing um skipulag Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 Svæði norðan Vogavegar Hún var mannvera af besta gæðaflokki og skilur eftir sig betri heim. Nanna var Vesturbæingur eins og ég. Hún var á aldur við mömmu, bjó í húsi forfeðra sinna, gift Valdi- mar sínum og saman eiga þau fjóra syni. Vesturbæjarvill- ingurinn ég tók snemma eftir fólki sem var það sjálft, barst ekki á, vann verk sín hljóð og skilaði ávallt sínu besta til samfélagsins, tók ekki annað en það hafði sannanlega unnið fyrir. Þannig var fjölskylda Nönnu. Valdimar var sjómaður sem bar björg í bú, Nanna sá um mest allt annað. Drengirnir þeirra skáru sig úr Vesturbæjar barna- hópnum. Þeir léku með okkur, en voru ekki ,,villingar”. Ég bar virðingu fyrir upp- eldinu á þeim, sem skilaði sér m.a. í af- burða nemendum og síðar fyrirmyndar fullorðnum mannverum. Þegar ég gekk með yngri son minn, bjó ég í næsta húsi við fjölskylduna. Mamma var farin að vinna úti og ég þurfti að finna mér nýtt dagforeldri. Ég heimsótti Nönnu og spurði hvort hún væri tilbúin að hjálpa mér með uppeldi ófædda barnsins. Hún ræddi hugmyndina við Valdimar og drengina og úr varð dagfjölskylda sonar míns. Sonur minn var hjá þeim virka daga í sjö ár. Á þeim tíma lærði hann margt gott sem hefur fylgt honum síðan. Nanna tók hlut- verk sitt alvarlega og stóð full- komlega undir væntingum mínum. Valdimar hafði gaman af peyja og urðu þeir mestu mátar, borðuðu saman hákarl ofl. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt, en það sýnir svo vel yfirvegun, æðru- og fordómaleysi Nönnu. Ég hafði hætt að reykja og hafði orð á því við Nönnu að ég fyndi svo sterka tóbakslykt af fólki sem reykti. „Já, Hjör- dís mín, svona lykt hefur fylgt drengnum þínum frá því þú komst með hann fjögurra mánaða.” Ég efast ekki um að þessi setning hafi hjálpað mér að halda reykbindindinu. Vinátta mín og þeirra hjóna hefur haldist, þó samverustundum hafi fækkað. Það var alltaf gott að sækja þau heim og tekið á móti mér með hlýju þegar ég birtist. Síð- ustu árin hef ég litið til þeirra af og til á Nesvelli og farið heim betri manneskja. Ég er þakklát að hafa fengið Nönnu og fjöl- skyldu hennar inn í líf mitt og fjölskyldu minnar fyrir 38 árum. Hugur minn er hjá Valdimar, strákunum fjórum og fjölskyldum þeirra. Hjördís Árnadóttir Jóhanna Sæmundsdóttir - minning F . 2 3 . 9 . 1 9 2 8 - D . 1 2 . 6 . 2 0 1 7 „Á Íslandi ætti ekkert barn að líða efnislegan skort,“ segir Oddný Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, en nýlega sat hún fund á vegum UNICEF, verkefnastjórnar um heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna, Hagstofu Íslands og Alþjóðamálastofnunar Há- skóla Íslands þar sem kynnt var skýrsla um stöðu barna í efnameiri ríkjum. Oddný segir Ísland standa sig vel á mörgum sviðum er varðar velferð barna en að það megi sannarlega gera betur. „Þúsundir barna geta því miður ekki tekið þátt í félags- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Tónlistarnám á Íslandi er nánast bara fyrir börn efnameira fólks. Það finnst mér ekki ganga og því verður að breyta. Það eru til áhrifamiklar og einfaldar leiðir til þess að bæta úr þessu en þær eru ekki nýttar. Þessu mætti til dæmis breyta með því að nota jöfnunartækin sem ríkið á og hafa sýnt sig að virka best, barnabætur og vaxtabætur. Þessi jöfnunar- tæki hafa illu heilli verið veikt mjög mikið vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar og sú sem nú heldur um stjórnartaumana hefur sýnt á spilin í fimm ára fjármálaáætlun og ætlar að veikja þau enn frekar. Á meðan mun staða margra barna versna.“ Oddný segir margt hægt að gera til að bæta stöðu barna hér á landi. „Við eigum ekki bara að sætta okkur við að vera ofar- lega í mælingum á velferð barna, við eigum að vera efst og best í því að gæta að góðum lífsgæðum allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því. Akureyrar- bær hefur tekið að sér að gera tilraun sem barnvænt sveitarfélag þar sem áhersla er lögð á að framfylgja barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna, að börn eigi talsmann á þeim stöðum sem þau verja mestum tíma og markvisst sé unnið úr upplýsingum sem til staðar séu, t.d. um ofbeldi gegn börnum og heimilisofbeldi,“ segir hún en hugmyndin er sú að Akureyri verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga í þessum efnum. Þá segir hún að forgangsröðun stjórnvalda, hvort sem það sé ríkisins eða sveitarfélaganna, skipti mestu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar þegar velja á í hvað opin- berir fjármunir fari. „Mér finnst staða barna efnaminni fjölskyldna óásættanleg og vil ekki hætta fyrr en við getum verið viss um að öll börn séu með og ekkert barn skilið eftir.“ Oddný bendir á að það séu mörg börn á Íslandi sem verði fyrir obeldi af hálfu fullorðinna sem misnoti þau með ýmsum hætti. „Þetta gerist hér á landi og við eigum að gera allt sem við getum til að vernda öll börn gegn slíku. Þar skiptir t.d. máli að lögreglan sé ekki fjársvelt og að hún hafi þekkingu og bolmagn til að sinna slíkum málum hratt og vel. Og að við þegjum aldrei ef við höfum grun um að ofbeldi hafi átt sér stað. Svo er styrkur til barnahjálpar hvar sem er í heiminum svo mikilvægur. Öll börn eru okkar börn og við eigum að tryggja þeim öllum gott líf.“ solborg@vf.is ●● „Við●eigum●að●vera●efst●og●best●í●því●að●gæta●að●góðum●lífsgæðum● allra●barna,“●segir●Oddný●Harðardóttir,●þingmaður●Samfylkingarinnar. Öll börn eru okkar börn   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Til leigu Einstaklingsíbúð til leigu í Keflavik. Aðeins fyrir reyklausan, reglusaman einstakling með fasta vinnu. Ekkert dýrahald. 8630733. Milli 13-19 Lítil, ný 3ja herb. íbúð til leigu. Laus strax.Upplýsingar í síma 8932974 Til Sölu Bílskúrssala verður á Hringbraut 136b laugard- og sunnudaginn 8. til 9. júlí frá kl.13-16 báða dagana staðgreiðsla óskast. SMÁAUGLÝSINGAR Endurskoðun deiliskipulags ofan Garðvangs í Sveitarfélaginu Garði Teiga- og Klappahverfi Sveitarfélagið Garður vinnur nú að endurskoðun deili- skipulags ofan Garðvangs, svokölluðu Teiga- og Klappa- hverfi. Breytingin snýr að þéttingu byggðar og fjölbreytt- ari íbúðagerð. Þannig mun einbýlishúsalóðum fækka umtalsvert og meirihluti lóðanna verður skipulagður fyrir par- og raðhús. Aðkomuleið hverfisins færist vestur fyrir Sandgerðisveg 7. Endurskoðunin nær einungis til gatn- anna Asparteigs, Berjateigs, Báruklappar, Brimklappar og Fjöruklappar, aðrir hlutar hverfisins verða óbreyttir. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skipulagsfulltrúa Garðs. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast annað hvort á Sunnubraut 4, 250 Garður eða á netfangið jonben@svgardur.is í síðasta lagi 4. ágúst n.k. Garði 6. júlí 2017 Jón Ben Einarsson, skipulagsfulltrúi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.