Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 6. júLí 2017VÍKURFRÉTTIR „Tíminn bara hvarf. Allt í einu voru liðin 14 ár og ég enn ekki komin með meistaragráðuna. Að auki er ég í mjög ótryggu starfi. Þannig að þegar ég sá fjarnám auglýst hjá Bifröst vorið 2015, þá fannst mér rétti tíminn kominn. Börnin mín voru komin á legg, ég búin að ná ágætum tökum á nýja starfinu og tilbúin að setjast aftur á skólabekk,“ segir Njarðvíkingurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir er þriðji þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjör- dæmi, en nýverið útskrifaðist hún úr meistaranámi í alþjóðaviðskiptum. Hún segist alltaf hafa ætlað sér að fara í meistaranám að BA-námi loknu, sem hún kláraði árið 2001, en eftir að hún komst út á vinnu- markaðinn hafi alvara lífsins tekið við og námið þurft að sitja á hak- anum. Silja ákvað að fara í alþjóðaviðskipti og segir að sér hafi þótt fögin sem kennd voru á þeirri braut öll mjög áhugaverð. „Ég valdi alþjóðaviðskipti þar sem ég taldi að það nám gæfi mér aukna þekkingu á því sem ég er að fást við á Alþingi og aukna möguleika á vinnumarkaði. Ég valdi hagsögu- braut á sínum tíma í sagnfræðináminu þannig að þessi tegund meistaranáms rímaði líka vel við þann grunn.“ Sveigjanleikinn góður Hún segir fjarnámið á Bifröst mjög sveigjanlegt, að það hafi hentað sér mjög vel og passað vel við taktinn í þingstöfunum. „Fjarnámið á Bifröst er sniðið að fólki sem er í fullri vinnu og fólk getur ráðið hversu hratt það fer. Margir samnemendur mínir voru t.d. í vaktavinnu og/eða bjuggu erlendis. Í fjarnámi getur þú hlustað á fyrirlestra hvar og hvenær sem er og unnið verk- efnin þegar þér hentar. Við unnum mörg hópverkefni og það gerðum við að mestu í gegnum Google docs og Skype. Þannig að námsaðferðirnar sem fylgja fjarnáminu voru ekki síður gagnlegar og lærdómsríkar fyrir mig en námið sjálft. Öll heimildavinna er líka gerbreytt frá því sem áður var. Það er talsvert fljótlegra í dag að safna heimildum heldur en þegar ég var í sagnfræðinni og eyddi löngum stundum á Þjóðarbókhlöðunni að leita að bókum, ljóstrita og skrifa niður.“ Silja segir fólk fyrst og fremst verða að hafa mikinn vilja og metnað til að leggja sig fram, vera tilbúið til að fórna öllu á meðan náminu stendur eins og skemmtunum, sjónvarpsglápi, samveru með vinum og svo fram- vegis. Þá segir hún að það hjálpi líka til að fólk sé mjög skipulagt, sé fljótt að greina aðalatriði frá aukaatriðum í námsefninu og síðast en ekki síst, vera hraðlæst og eiga fjölskyldu sem styður það algjörlega. Fjarnámið hentaði vel Vinnudegi Silju lýsir hún sem mjög óreglubundnum og oft fullkomlega ófyrirsjáanlegum og því hafi fjarnámið hentað henni vel. „Ég hefði ekki geta verið í námi þar sem ég þyrfti alltaf að mæta á vissan stað á ákveðnum tíma. Það hefði verið útilokað. Hið sama gildir til dæmis um vaktavinnu- fólk eins og hjúkrunarfræðinga, en þeir voru þó nokkrir með mér í fjar- náminu.“ Hún segir að námið hafi gert sig hæf- ari í þeim störfum sem hún sinnir nú á Alþingi. „Ég tók til dæmis áfanga er snúa að stjórnun og þjónandi for- ystu, áfanga í lögum um stjórnsýslu- rétt og nokkra áfanga í fjármálum og alþjóðaviðskiptum sem hafa allir nýst mér afar vel bæði í fjárlaganefnd og í utanríkismálanefnd, sem hafa verið mínar aðalefndir það sem af er. Að auki tel ég mig hafa bætt stöðu mína á vinnumarkaði, en eins og allir vita þá er það liðin tíð að þingstörf séu álitin framtíðarstörf. Alþingismenn eru nú bara fólk og þurfa að fá tækifæri til að hugsa um eitthvað annað en vinnuna. Sumir hlaða batteríin með því að fara út að hlaupa, syngja í kór, mála myndir, fara á hestbak eða eitthvað annað. Ég kaus að fara aðra leið, loka mig inni í herbergi með fræðibækur og hlusta á fyrirlestra. Já, maður er skrýtið nörd en það er gott að næra „sitt innra nörd“ af og til. Silja segist hafa lagt sig alla fram við að sinna skyldum sínum á Alþingi af kostgæfni. „Ég hef lagt fram fjöl- mörg mál, bæði frumvörp, þingsálykt- anir og fyrirspurnir, verið virk í um- ræðunni í þingsal og sinnt nefndar- störfum eftir bestu getu. Ég læt verkin tala og draumana rætast og vona að ég geti verið sem flestum hvatning.“ solborg@vf.is ●● „Gott●að●næra●„sitt●innra●nörd“●af●og●til,“●segir●alþingismaðurinn●Silja●Dögg●sem●er●nú●meistari●í●alþjóðaviðskiptum Lætur verkin tala og draumana rætast Hvað ertu að bralla þessa dagana? Ég vinn á leikskólanum Gefnarborg í Garði. Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjunum? Frelsið. Mér fannst ég alltaf örugg hérna og ég vissi að ef eitthvað kæmi upp á þá væri alltaf stutt í hjálpina. Það er stutt í allt og alla. Það var einn- ig svo æðislegt að það þyrfti ekki að fara langt til þess að komast í algjöra kyrrð og sveitafýling. Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir ferðamenn eða þá sem búa ekki hér, hvað væri það? Það er svo erfitt að velja einn stað því það er svo margt fallegt hérna en annars Reykjaneshringur- inn og Garðskaginn stendur einnig alltaf fyrir sínu. Hvað ætlarðu að gera í sumar? Ég ætla að ferðast um landið. Markmiðið mitt er að reyna að fara í margar náttúru- laugar. En ég verð að vinna eitthvað líka. Hvað finnst þér betur mega fara í bænum? Það þarf að reyna að lífga upp á Hafnargötuna, bæði götuna sjálfa og lífið í kringum hana. TARA RÓS JÓHANNSDÓTTIR SVARAR SPURNINGUM UM LÍFIÐ OG TILVERUNA SUÐUR MEÐ SJÓ ■ Guðlaug Er- lendsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarskóla- stjóri í Grunn- skóla Grinda- víkur. Guðlaug er með kennslu- réttindi í grunn- og framhalds- skóla, BA próf í sálar- og afbrotafræði, meistara- próf í stjórnun menntastofnana, meistarapróf í félagsfræði og er í doktorsnámi við HÍ. Guðlaug hefur kennt mið- og elsta stigi grunnskóla á Íslandi og einnig í alþjóðaskólum erlendis. Þá hefur hún einnig starfað sem námsráðgjafi. Guðlaug var ráðin frá og með 1. ágúst næstkomandi en umsækjendur voru átta talsins. Guðlaug Erlendsdóttir nýr aðstoðarskóla- stjóri í Grindavík ■ Vel hefur gengið að manna sumar- störf hjá Sveitarfélaginu Vogum þrátt fyrir afar gott atvinnuástand. Umsækjendur í vinnuskóla eru hins vegar nokkuð færri en áður og á það sérstaklega við um elstu árgangana. Þetta kom fram á fundi frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélags- ins Voga á dögunum. Búið er að gefa út bækling um sumar- starf í Vogum og hefur honum verið dreift í öll hús í sveitarfélaginu. Þar er farið yfir það starf sem í boði er fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu í sumar. Má þar nefna leikjanámskeið, vinnuskóla, sumarstarf Þróttar, golf- námskeið GVS o.fl. FÆRRI Í VINNUSKÓLA VOGA EN ÁÐUR Deildarstjóri Umsjónarkennsla á yngsta stigi Leikskólakennarar Þroskaþjálfi Textílkennsla á mið- og elsta stigi Leikskólakennari LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykja- nesbær - laus störf. LEIKSKÓLINN HJALLATÚN HEIÐARSKÓLI LEIKSKÓLINN HJALLATÚN HÁALEITISSKÓLI HEIÐARSKÓLI LEIKSKÓLINN HOLT Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. VIÐBURÐIR ÞAÐ SEM EFTIR STENDUR Gillian Pokalo, bandarískur listamaður sýnir silkiprent af Reykjanesi í Duus Safnahúsum. Hún verður með leiðsögn sunnudaginn 9. júlí kl. 14.00 og er sá dagur jafnframt síðasti dagur sýningarinnar. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur. SÝNING UM KÖRFUKNATTLEIK Í KEFLAVÍK OG NJARÐVÍK Lumar þú á munum er tengjast meistaraflokkum Keflavíkur og Njarðvíkur í körfubolta? Sýning um körfuknattleik í Keflavík og Njarðvík opnar í byrjun september í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Við óskum eftir munum og myndum frá öllum tímabilum félag- anna, jafnt kvenna- sem karlaliðum. Tekið er við munum í af- greiðslu safnsins og hægt er að hafa samband í gegnum net- fangið bokasafn@reykjanesbaer.is ef einhverjar spurningar vakna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.