Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 40

Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 40
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Jökull Jóhannsson hefur um rúmlega eins árs skeið starfað hjá Spotify sem er stærsta tónlistarveita heims og um leið eitt þekktasta tæknifyrirtæki heims. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann segir starfið vera spenn- andi og skemmtilegt auk þess sem Spotify sé mjög lifandi vinnu- staður. Lífið í Stokkhólmi er auk þess dásamlegt, borgin er falleg og fjölskylduvæn og þar hefur fjöl- skyldan komið sér vel fyrir. „Í starfi mínu hjá Spotify starfa ég við rann- sóknir á notendahegðun og greini hlustunarhegðun notenda. Ég bý til tölfræðimódel sem miðar að því að auðvelda notendum Spotify að finna það sem þeir eru að leita að, byggt á venjum þeirra.“ Lifandi vinnustaður Eins og við er að búast er Spotify mjög lifandi og spennandi fyrir- tæki. „Spotify er þekkt um allan heim fyrir að vera skemmtilegur vinnustaður og hvað vel er hugsað um starfsmenn fyrirtækisins. Til að mynda eru tónleikar á skrifstofum fyrirtækisins reglulegir viðburðir, þar sem heimsfrægir tónlistar- menn koma fram. Starfsmenn hafa einnig aðgang að t.d. sýndarveru- leikaherbergi, tölvuleikjaherbergi, karókíherbergi og mörgu fleira til að geta tekið sér frí frá annríki dagsins.“ Byrjaði með Nintendo Jökull er menntaður á sviði gervi- greindar en hann lauk námi við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi í vélrænu gagnanámi (e. machine learning) vorið 2017. Skólagangan hófst þó í Þingholt- unum í Reykjavík þar sem hann stundaði nám við Austurbæjar- skóla. „Á þessum árum eignaðist ég mína fyrstu leikjatölvu, Nintendo NES, sem átti hug minn allan. Strax eftir fermingu keypti ég mér fyrstu borðtölvuna mína og byrjaði að fikta við forritun og búa til vef- síður.“ Breytti um plan Eftir útskrift lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lærði Fjölskyldan kann vel við sig í Svíþjóð og ætlar að nýta næsta sumar í frekari ferðalög innanlands. Hér er Jökull ásamt eiginkonu sinni, Báru Kristgeirsdóttur, og yngra barninu, Urði Jökulsdóttur. Lifið í Stokkhólmi fer vel í fjölskylduna. Hér er Bára Kristgeirsdóttir, eiginkona Jökuls, ásamt börnunum tveimur, Tóbíasi Ingvarssyni og Urði Jökulsdóttur. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Framhald af forsíðu ➛ grunninn í tölvunarfræði ásamt öðrum raungreinum. Draumurinn var þó alltaf að læra gervigreind og þangað stefndi hann á fyrsta degi. „En á öðru ári í tölvunarfræði varð ljósmyndun aðaláhugamálið og skipti ég þá yfir og útskrifaðist sem ljósmyndari úr Iðnskólanum.“ Næst lá leiðin til Danmerkur þar sem Jökull lærði ljósmyndun ásamt því að vinna sem aðstoðar- maður ljósmyndara í Kaupmanna- höfn. „Haustið 2008 flutti ég aftur heim til Íslands með það í huga að stofna eigið stúdíó og koma undir mig fótunum sem ljósmyndari. Nokkrum dögum eftir að ég lenti á Íslandi horfði ég svo á Geir H. Haarde blessa Ísland. Þá rann upp fyrir mér að tímasetningin væri líklegast ekki rétt til að opna ljós- myndastúdíó og fór ég því að íhuga aðra möguleika.“ HR er frábær skóli Jökull ákvað að setjast aftur á skólabekk og þá lá beinast við að klára tölvunarfræðina. „Ég hóf nám í Háskólanum í Reykjavík sem er frábær skóli sem heldur vel utan um nemendur sína og býður upp á frábær tækifæri. Þar gafst mér tækifæri til þess að kenna sem aðstoðarkennari með- fram námi og taka þátt í skemmti- legum verkefnum tengdum því sem ég var að læra, t.d. verkefninu Almannaróm sem unnið var í sam- starfi við Google og kafbátakeppni sem haldin er á vegum ameríska sjóhersins.“ Draumurinn endurvakinn Eftir útskrift hóf hann störf hjá Advania við samþættingu gagna á milli kerfa hjá viðskiptavinum þeirra. Nokkrum árum síðar skipti hann yfir til Meniga þar sem hann starfaði sem bakendaforritari. „Eftir nokkur ár þar fannst mér ég þurfa að láta drauminn verða að veruleika og hóf að horfa út fyrir landsteinana í leit að námi í gervigreind sem leiddi mig síðar til Stokkhólms árið 2015.“ Spotify heillaði Þegar Jökull fluttist til Svíþjóðar var efst í huga hans að starfa hjá Spotify enda hefur fyrirtækið náð mjög langt og er í fararbroddi þegar kemur að tæknilegri nýsköp- un að hans sögn. „Þegar kom að því að leita að lokaverkefni hafði ég samband við fyrirtækið með það í huga að vinna lokaverkefnið mitt fyrir þá. Þau voru mjög jákvæð og áhugasöm og voru til í leyfa mér að vinna verkefnið með sér. Í kjölfarið var mér svo boðið starf hér.“ Fer vel um fjölskylduna Hann segir frábært að búa í Svíþjóð og vel sé hugsað um fjölskyldufólk. „Ég bý á Kungsholmen í Stokk- hólmi ásamt tveimur börnum og eiginkonu minni Báru Kristgeirs- dóttur sem starfar sem grafískur hönnuður hjá einni stærstu hönn- unarstofu Stokkhólms. Samgöngu- kerfið hér er mjög gott og ekki þarf að eiga bíl. Velferðar- og heil- brigðiskerfið er með þeim bestu í heiminum og skólarnir eru mjög góðir enda eru börnin alsæl.“ Saknar sundlauganna heima Sumrin í Stokkhólmi eru auk þess frábær segir Jökull, þar sem fólk lætur fara vel um sig í almennings- görðum og syndir í sjónum inni í borginni. „Það sem ég sakna þó mest frá Íslandi er að geta farið í sund hvenær sem er. Hér fer fólk í sund til þess að synda og því er ekki lögð mikil áhersla á heita potta eða leiksvæði fyrir börn. Annars eru frekari ferðalög fram undan í sumar með fjölskyldunni innan Svíþjóðar og þá viljum við sjá meira af því frábæra landslagi sem Svíþjóð hefur upp á að bjóða.“ LAGERSPRENGJA 3 og 4. mars 2018 Verslunin hættir og allt á að seljast! 50 – 80% afsláttur Opið mán. – föst. Kl. 10 - 18 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 E -2 0 3 8 1 F 1 E -1 E F C 1 F 1 E -1 D C 0 1 F 1 E -1 C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.