Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 62

Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 62
Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd auglýsir eftir sjúkraliðum og starfsfólki við umönnun til starfa sem fyrst. Á Sæborg búa að jafnaði níu aldraðir einstaklingar. Helstu verkefni: • Veita íbúum stuðning og umönnun við athafnir daglegs lífs. Hæfniskröfur: • Þjónustulund, sveigjanleiki og jákvætt viðmót. • Samskipta- og samstarfshæfni. • Framtakssemi og samviskusemi. • Að tala og skrifa íslensku • Hreint sakavottorð. Í boði er: • Gefandi og lærdómsríkt starf. • Aðstoð við að finna hentugt húsnæði • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. • Vaktafyrirkomulag og starfshlutfall samkvæmt sam- komulagi Umsókn: • Upplýsingar um starfið gefur hjúkrunarforstjóri, Jökulrós Grímsdóttir eða staðgengill, í síma 452 2810 / póstfang saeborg@simnet.is • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd búa tæplega 500 manns. Þar er auðugt mannlíf, góður grunnskóli og leikskóli Hjallastefnunnar. Sjá nánar: www.skagastrond.is Starfsfólk óskast á Sæborg Viltu finna þér áhugaverðan starfsvettvang? Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun Sjúkraliði - hjúkrunarfræðingur - teymisstjóri Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laus til umsóknar störf sjúkraliða, hjúkrunarfræðings og teymisstjóra hjá Heimahjúkrun. Umsóknarfrestur er til og með 19. mars. Helstu verkefni og ábyrgð Teymisstjóri í heimahjúkrun ber ábyrgð á hjúkrun ákveðins hóps skjólstæðinga. Starfssvið hans er stýring teymis sem veitir víðtæka hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma, andlegrar og líkamlegrar skerðingar. Teymisstjóri styður við einstaklinga og aðstandendur þeirra sem og samstarfsfólk. Hann skipuleggur og sér um verkstjórn og framkvæmd þeirrar hjúkrunar sem þörf er á hverju sinni. Einnig tryggir hann góð samskipti og samvinnu við aðrar sjúkrastofnanir og heilbrigðisstéttir með hagsmuni skjólstæðings að leiðarljósi. Hæfniskröfur Íslenskt hjúkrunarleyfi Reynsla af verkefnastjórnun Fjölbreyttri reynsla af hjúkrun Góð samskipta- og skipulagshæfni Faglegur metnaður og áhugi á teymisvinnu Gilt ökuleyfi Hreint sakavottorð Góð íslensku og enskukunnátta Upplýsingar veitir Sigrún K. Barkardóttir - 514-5900 sigrun.kristin.barkardottir@heilsugaeslan.is Sjá nánar www.starfatorg.is og www.heilsugaeslan.is Sjúkraliði Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða sjúkraliða í heimahjúkrun í 80% ótímabundið starf á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð Starfssvið í heimahjúkrun er að veita víðtæka hjúkrun í heimahúsum. Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi. Sjúkraliði vinnur náið í teymi ásamt teymisstjóra, hjúkrunarfræðingi og öðrum sjúkraliðum. Teymisstjóri fer fyrir teyminu. Sjúkraliði mun hafa bifreið til afnota á vinnutíma. Hæfniskröfur Íslenskt sjúkraliðaleyfi Reynsla af heimahjúkrun æskileg Mikil samskiptahæfni Faglegur metnaður og áhugi á að vinna við heimahjúkrun Sjálfstæði í starfi Gilt ökuleyfi Hreint sakavottorð Góð íslensku og enskukunnátta Upplýsingar veitir Sigrún K. Barkardóttir - 514-5900 sigrun.kristin.barkardottir@heilsugaeslan.is Sjá nánar www.starfatorg.is og www.heilsugaeslan.is Hjúkrunarfræðingur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í heimahjúkrun í 80-100% starf eða eftir nánara samkomulagi, á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð Hjúkrunarfræðingur vinnur náið með teymisstjóra. Starfssvið hjúkrunarfræðings í heimahjúkrun er að veita víðtæka hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma, andlegrar og líkamlegrar skerðingar. Hjúkrunarfræðingur styður við einstaklinga og aðstandendur þeirra sem og samstarfsfólk. Hann skipuleggur og veitir þá hjúkrun sem þörf er á hverju sinni. Hann er í samskiptum og samvinnu við aðrar sjúkrastofnanir og heilbrigðisstéttir með hagsmuni skjólstæðings að leiðarljósi. Hæfniskröfur Íslenskt hjúkrunarleyfi Fjölbreyttri reynsla af hjúkrun Góð samskipta- og skipulagshæfni Gilt ökuleyfi Hreint sakavottorð Góð íslensku og enskukunnátta Upplýsingar veitir Sigrún K. Barkardóttir - 514-5900 sigrun.kristin.barkardottir@heilsugaeslan.is Sjá nánar www.starfatorg.is og www.heilsugaeslan.is Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sér um heimahjúkrun fyrir Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Unnið er í þverfaglegum teymum sem hafa það að markmiði að gera sjúkum og/eða öldruðum kleift að dveljast heima. Teymin eru í miklu samstarfi við starfsfólk heilsugæslustöðva og sjúkrastofnana, aðila sem koma að málefnum aldraðra og fatlaðra í þessum þremur bæjarfélögum, ættingja og fleiri aðila. Hjúkrunarfræðingur - teymisstjóri Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi í starf teymisstjóra í heimahjúkrun í 100% dagvinnustarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem frá og með 1. ágúst nk. IcelandIc TImes Laus staða í sölu-og markaðsdeild Icelandic Times og Lands & Sögu. Hæfniskröfur • Góðir sölu- og samskiptahæfileikar • Almenn tölvukunnátta • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri IcelandIc TImes Land og Saga media er útgáfufyrirtæki í örum vexti, hérlendis sem og á Norðurlöndum. Fyrirtækið gefur út vönduð tímarit sem miða að því að upplýsa væntanlega - og hingað komna ferðamenn, um allt sem viðkemur ferðamennsku, menningu og viðskiptum á Íslandi. Ritin Icelandic Times og Land og Saga eru ein útbreiddustu ferða- tímarit landsins og eru gefin út á fimm tungumálum; ensku, íslensku, frönsku, þýsku og kínversku. Land og Saga media býður einnig upp á margvíslega þjónustu s.s. myndbandagerð, vefumfjallanir ofl. Hlutverk sölumanns er að sinna helstu viðskiptavinum fyrirtækisins með tilliti til þarfa og lausna í kynningarmálum þess. Sölumaður ber ábyrgð á samskiptum við núverandi viðskiptavini ásamt þróun nýrra viðskiptasambanda. Við viljum ráða einstakling með brennandi áhuga á því nýjasta í ferðamannaiðnaðinum og góða samskiptahæfileika. Viðkomandi þarf að vera söludrifinn, hugmyndaríkur og óhræddur við að afla nýrra viðskipta. Laun eru árangurstengd og geta því verið mjög góð fyrir réttan aðila. Áhugasamir sendið umsókn með ferilskrá á info@icelandictimes.com merkta: „Atvinnuumsókn október 2016”. Síðumúli 1 • 108 Rvk • www.icelandictimes.com Helstu verkefni eru sala á þjónustu fyrirtækisins, öflun og viðhald viðskiptasambanda. • Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar • Reiprennandi í einu Norðurlandatungumáli er kostur • Reynsla af sölumennsku er skilyrði Icelandic Times Laus staða í sölu-og markaðsdeild Icelandic Times og Lands & Sö u. Hæfniskröfur • Góðir sölu- o samskiptahæfileikar • Almenn tölvukunnátta • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri Icelandic Times, Land og Saga media er gefið út á Fimm tungumálum; íslensku, ensku, frönsku, þýsku og kínversku. Það er að auki boðið upp á margvíslega þjónustu svo sem myndbandagerð, vefumfjallanir og vefsíður eru á fimm tungumálum. Fyrirtækið gefur út vönduð tímarit sem miða að því að upplýsa væntanlega ferðamenn og ennig þá er komnir eru til la dsins um allt sem viðkemur ferða mennsku, menningu og viðskipti á Íslandi. Hlutverk sölumanns er að sinna helstu viðskiptavinum fyrirtækisins með tilliti til þarfa og lausna í kynningar- málum þess. Sölumaður ber ábyrgð á samskiptum við núverandi viðskiptavini ásamt þróun nýrra viðskiptasam- banda. Viðkomandi þarf að vera söludrifinn, hugmynda- ríkur og óhræddur við að afla nýrra viðskipta. Laun eru árangurstengd og geta því verið mjög góð fyrir réttan aðila. Áhugasamir sendið umsókn með ferilskrá á info@icelandictimes.com Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR 16 ATVINNUAUGLÝSINGAR 3 . m A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -F D A 8 1 F 1 D -F C 6 C 1 F 1 D -F B 3 0 1 F 1 D -F 9 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.