Fókus - 15.08.1978, Qupperneq 8
hvernig á ad gera
8 mm. kvikmynd ?
slatti af gödum rádum o. fl.
Eit af mörgu sem vantar
hér á landi er leiðbeiningabók
á íslensku um gerð 8mm kvik-
tækinu Kodak. Flestir þeirra
eru þó nokkuð gamlir þannig
að I sumum tilfellum er sumt
sem sagt er í þeim bókum
orðið úrelt vegna örrar tækni-
þróunar.
ad byrja
Til að byrja með skaltu
búa til handrit. Einnig er
gott að gera skyssur sem sýna
frá hvaða sjónarhorni þú tekur.
Þegar það er tilbúið er ekki
eftir neinu að biða (gefðu
þér þó góðan tíma til að semja
handritið og gera endurbætur
á þvi) og þú skalt smala saman
leikurum. Æfið siðan hvert
atriði fyrir töku mjög vel
þannig að leikarinn veit uppá
hár hvað hann á að gera
og tökumaðurinn lika. Ef um
hljóðupptöku er að ræða
þarf að vanda sig enn meira
og jafnframt verður að gæta
þess að engin hljóð sem ekki
eiga heima i myndinni heyrist.
Reynið að halda hljóðnem-
anum sem næst leikurunum
en þó ekki þannig að hann
sjáist. Þetta á þó ekki við i
öllum tilfellum. Leikararnir
verða að gæta þess vel að
horfa aldrei i linsu vélarinnar.
Ef þeir gera það þá verður
myndin ekki eins raunveruleg
og ella. Kvikmyndatökuvélin
er aðeins auga áhorfandans
og leikararnir eiga að láta
eins og hún sé ekki til.
takan
í spennumynd er hægt að
mynda sum atriði á þannig
hátt að takan eykur enn meira
áhrifin.
Dæmi:
Maður labbar á gangstétt og
með hendur i vösum. Það er
skuggsýr.t. Hann gengur
hægt og rólega og aðeins er
tekið af neðri hluta hans,
ekki andlitinu.
í þessum þáttum verður
leitast við að bæta úr þessari
þörf og mun verða fjallað um
allar gerðir kvikmynda, leiknar
myndir, heimildamyndir,
fjölskyldumyndir o.sv.frv.
2. dæmi:
Tökuvélin verður auga einnar
sögupersónunnar. Tökumað-
urinn gengur hægt og hægt
að einhverju marki, t.d. hurð.
Og þannig er hægt að halda
áfram. Með hljóðeffektum
fullkomnar maður svo verkið.
í öllum myndum hefur
myndatakan mikið að segja
sérstaklega ef vélin er búin
ýmsum tæknilegum mögu-
leikum svo sem zoomlinsu,
útbúnaði til að myndblanda,
(mixa) fade-a og fleiru.
Zoomlinsa er aðallega ætluð
til þess að spara fólki bæði
tíma og peninga þvi hún
kemur i stað margra aðdráttar-
linsa sem sifellt þarf að setja
á og taka af. Einnig er hún
notuð til að leggja áherslu
á eitthvað. En hana skal nota
i hófi.
Mis er venjulega notað i
þeim tilgangi að sýna ákveðinn
tima liða. Löng mixing
þýðir að langur timi er á milli
tveggja atriða sem mixað
hefur verið saman en stuttu
þýðir að stuttur timi liði.
Fadeing þýðir venjulega
endir á einhverju. Þá er
myndin fadeuð niður i svart og
þegar næsta'atriði er tekið er
venjulega fadeað upp á sama
hraða og fadeað var niður.
atburdarás
Svo er aðalmálið, atburðar-
rás. Það virðist aiiðvelt i
fljótu bragði að byggja upp
atburðarrás. En það verður
að gæta þess að sýna ekki of
mikið eða of litið. Við skulum
taka sem dæmi hasarmynd
8