Fókus - 15.08.1978, Side 12
í FÓKUS
ÁSGEIR LONG
FYRRUM KVIK—
MYNDACERÐAR-
MAÐUR
„EIGUM VK> NOKKUD
AD 1ALA UM DAÐ....."
sagdi Ásgeir um kvikmyndagerd Sjónvarpsins !
Hann er þjóðkunnur kvikmyndagerðarmaður, hefur gert margar
frægar myndir, þar á meðal GIUTRUTT, LABBAÐ UM LÓNS-
ÖRÆFI og eina heimsfræga ELDEYJAN, sem fékk kvikmynda-
verðlaun i Atlanta í Bandaiíkjunum. Hann heitir Ásgeir Long,
býr að Lyngási 2 í Garðabænum en er núna að mestu hættur í
kvikmyndabransanum.
Tíðindamenn FÓKUS brugðu sér inní Garðabæ síðasta sunnu-
dag í júlí og bönkuðu upp hjá Ásgeiri til að fræðast um störf
hans við kvikmyndir gegnum árin.
Blm: Hver voru fyrstu kynni
þin af kvikmyndum?
—ja, svei mér þá, það hefur
verið ’47 þegar ég var i
Vélskólanum. Ég veit ekki
hvort þið hafið nokkurn tima
heyrt um 9,5 millimetra....?
Það var það sem ég byrjaði
að nota. 9 og Vé millimeter
með götunum i miðjunni.
Já ég hafði hana ekki i nema
eitt tvö ár en þá fór ég úti
16 millimetrana.
— Hvenær hætti notkun
9,5 mm filmanna?
— Ég hugsa að margir eigi
þær ennþá bara, en mér
hefur ekki heppnast að fá
sýningarvél fyrir þessar
filmur, ég á nokkuð mikið
af þessu og langar gjaman til
að sjá þær.
Svo milli bekkja i Vélskólanum
fór ég til sjós og þá tók ég
fyrstu mynd sem ég gerði um
togveiðar.
— Hvað hét hún?
— Hún hét „Sjómannalif”.
Ég fór með hana tvisvar
sinnum kringum landið
og fólk hafði nokkuð gaman
af henni þó hún hafi verið
nokkuð fmmstæð. Þvi miður
er orginallinn (fmmein-
takið) glataður held ég. Þetta
var það fyrsta sem ég gerði.
—Hvenær var „Sjómannalif”
gerð?
—’50 — '51. Ja eða svona
'49 - ’50.
GILITRUTT OG
ELDEYJAN
—Hver er þekktasta mynd
þin?
—Ja nú veit ég ekki. Ætli
það sé ekki , .Gilitrutt”. Og
svo náttúrulega „Eldeyjan”
sem við gerðum saman 1973.
Hún var um Heimaeyjar-
gosið. Sú mynd fékk nokkuð
skemmtileg verðlaun i Atlanta
i Bandarikjunum.
— Hefurðu lært kvikmynda-
gerð?
— Nei.NEI.
— Og hvað finnst þér skemmti-
legast að fást við?
— Það var skemmtilegt að fást
við allt meðan maður hafði
áhuga. í minum kvikmynda-
bransa var mikið um ferðalög
og allskyns snúninga og það
hefur allt verið mjög skemmti-
legt. Einna leiðinlegast
hefur verið þegar maður hefur
orðið að stoppa i miðju verki
vegna þess að viðskiptavin-
irnir vissu ekki hvað þeir
ætluðu að gera. Sumar minar
myndir voru gerðar eftir
pöntun, sumar ekki.
Flestar myndir sem ég gerði
stóðu ekki undir kostnaði
eða rétt löfðu saman. Það var
helst „Gilitrutt” sem stóð
sig vel, enda var hún “mikið
auglýst og farið með hana
útá land. Það var lika á
þeim árum sem íslendingar
vildu fara i bió tilað sjá
islenskar kvikmyndir.
MYND UM
BURFELL
—Hvað hefur þú gert margar
myndir?
— Ég veit það hrein ekki.
—Hvaða leiknar myndir hefur
þú gert fyrir utan , .Gilitrutt’ ’ ?
— Við gerðum „Tunglið,
tunglið taktu mig”, það var
barnamynd og var um litinn
strák sem dreymdi pað að
hann fór i eldflaug til
tunglsins. Fleiri leiknar
myndir urðu þær nú ekki.
Það gekk alltaf ágætlega að
fá leikara i þær. Um borgun
var ekki að ræða en það var
samið uppá þær spýtur að
skipt yrði á milli ágóða sem
svo varð enginn.
En annars hef ég aðallega
ínnið að gerð heimildamynda
fyrir ýmsa aðila t.d. Lands-
virkjun og ýmis bæjarfélög.
Þeir i Landsvirkjun létu taka
allt um Búrfellsvirkjunina og
ég var þar meira og minna i
fjögur ár. Það er til klukku-
tima mynd um virkjunina.
Hún hefur verið sýnd bæði
útlendingum og verktökum
sem láta sig virkjanir varða.
Myndin er bæði til' a ensku
Myndin er bæði til á ensku
og islensku.
— Hvernig var með borganir
þessifjögur ár?
Það má segja að það sem kom
eiginlega fótunum undir mig
i kvikmyndabransanum var
þessi Búrfellsmynd þvi bað