Myndmál - 01.10.1983, Side 2
-------------------
22 árum síðar er Norman Bates laus
Robert Loggia, leikstjórinn Richard Franklin og Anthony Perkins viö
tökur á Psycho II.
22 árum eftir frumsýningu best
heppnuðustu hrollvekju allra
tíma, Psycho Alfreds Hitchcoks,
er Psycho II komin til sögunnar.
Anthony Perkins er aftur í sömu
rullunni, sem móteleigandinn
Norman Bates, útskrifaður frá
geðveikrahælinu sem „heilbrigð-
ur“ eftir 22 ára meðferð. Einnig
er Vera Miies í sínu gamla hlut-
verki (sem Lila, systir þeirrar sem
myrt var í sturtunni). í öðrum
helstu hlutverkum eru Robert
Loggia og Meg Tilly: Leikstjóri er
Richard Franklin og handrit er
eftir Tom Hoiland.
Vitnum í Anthony Perkins:
„Auðvitað er Norman Bates
breyttur eftir 22 ára vist á geð-
veikrahæli. Hann er meira með-
vitaður nú og veit að hann hefur
tilhneigingu til að vera hættuleg-
ur. En hann er ljúfmenni og með
ýmsa jákvæða eiginleika. Ég tel
að áhorfendur fái samúð með
honum“.
Sem frumraun sína í leikstjórn
valdi framleiðandinn Stanley R.
Jaffe vinsæla sögu Beth
Gutcheon, Still Missing, um við-
brögð fráskildrar móður (Kate
Nelligan) þegar 6 ára sonur henn-
ar hverfur gjörsamlega án þess að
skilja eftir sig nokkra slóð.
Myndin nefnist Without a Trace
og var nýlega frumsýnd við já-
MYNDMAL
Útgefandi: Myndmál,
Arnarhrauni 8, 220 Hafn-
arfirði, sími 5 26 33.
Ritstjórí og ábyrgðanmaður
Ásgrímur Sverrisson.
Setning: Acta hf. Filmu-
vinna og prentun:
Steinmark sf. Verð í laus-
asölu: 55 krónur. Verð í á-
skrift: 275 kr. fyrir 5 blöó.
kvæðar undirtektir.
Jaffe, sem las handritið og
keypti kvikmyndaréttinn níu
mánuðum áður en bókin kom út,
virðist hafa tilfinningu fyrir bók-
menntum sem henta vel kvik-
myndaforminu. Hann tryggði sér
einnig rétt til að kvikmynda sögur
Awery Corman, Kramer vs.
Kramer og Devery Freeman
Father Sky (kvikmyndin hlaut
nafnið Taps) áður en þær voru
gefnar út.
Eins og áður sagði leikur Kate
Nelligan (Eye of the Needle) aðal-
hlutverkið, móður drengsins sem
hverfur og í öðrum hlutverkum
eru David Dukes sem faðirinn
(hefur yfirgefið heimilið) en lög-
reglan grunar hann til að byrja
með um að vera valdur að hvarfi
drengsins, Judd Hirsch (Ordinary
People) leikur lögregluforingjann
sem stjórnar leitinni að drengnum
og Stockhard Channing (Grease)
leikur nágrannavinkonu.
Bókin um
Spielberg
„Svo þú hélst að þú vissir allt
um Steven Spielberg"?
Tony Crawley, þekktur dálka-
höfundur bresku kvikmynda-
blaðanna Films Illustratet og
Photoplay sendi nýlega frá sér
bók um Spielberg. Þetta merkisrit
mun innihalda hinar fróðlegustu
upplýsingar um kappann ásamt
ýmsu því sem uppúr honum hefur
oltið. Bókin er 160 síður í stóru
broti með fjölda mynda. Áhuga-
menn um fyrirbærið Spielberg
geta pantað bókina hjá Zomba
Books, Zomba House, 165-167
Willesdes High Road London
NW 10 2SG en verðið mun vera í
kringum 5 pund.
Redford
snýr aftur
Aðdáendur Roberts Redford
hafa nú eitthvað til að gleðjast yf-
ir þessa dagana því að kempan
hefur nú ákveðið að snúa sér aft-
ur að kvikmyndum. Ekki þó sem
leikstjóri eins og flestir bjuggust
við, heldur samþykkti hann að
taka að sér aðalhlutverkið í The
Natural sem Barry Leveinson
(Diner) leikstýrir. Siðan Redford
hlaut Óskar árið 1981 fyrir leik-
stjórn myndarinnar Ordinary
People, hefur hann að mestu
haldið sig í Sundance skíðaskál-
unum sínum í Utah, lesið hvert
handritið á fætur öðru og hafnað
þeim jafnóðum. Redford hafnaði
einnig aðalhlutverkinu í japansk-
ameríska þrillernum The Ninja
og menn töldu að í framtíðinni
myndi hann eingöngu halda sig
bakvið myndavélina. En Robbi er
greinilega ekki allur þar sem hann
er séður og birtist nú á hvíta tjald-
inu eftir þriggja ára hlé, en hann
lék síðast í Brubaker árið 1980.
2 MYNDMÁL