Myndmál - 01.10.1983, Page 3

Myndmál - 01.10.1983, Page 3
Einu sinni var: KRULL Á plánetunni Krull, hafa prins Colwyn (Ken Marshall) og Lyssa prinsessa (Lysette Anthony) rugl- að saman reitum í þeim tilgangi að sameina ríki sín gegn Ófreskj- unni, illri veru sem herjar á plánetu þeirra. Þegar skósveinar Ófreskjunnar ryðjast inní brúð- kaupið, óboðnir, og ræna sjálfri brúðinni, er prins Colwyn nóg boðið. Hann strengir þess heit að gera út leiðangur til að bjarga kvonfangi sínu og gereyða Ófreskjunni. Hér er um að ræða enn eitt til- brigði við stef, svo sem öllum má vera kunnugt af ofangreindri lýs- ingu. Krull inniheldur hin fjöl- breyttustu bellibrögð, hönnuð af óskarsverðlaunahafanum Derek Meddings (Superman, Moon- raker) og kostaði litlar 27 millj. dollara í framleiðslu sem þykir jafnvel allmikið á Hollyvúddskan mælikvarða. Breski leikstjórinn Peter Yates (Breaking Away, Eyewitness) sá um að halda mannskapnum að vinnu. __________Monty Python gengið:___ TILGANGUR LÍFSINS! í krossferð sinni gegn hinum fjölbreyttustu meinum og kýlum samfélagsins er Monthy Python hópnum ekkert heilagt. Það er eng- in miskunn sýnd og engir fangar teknir. Og nú skal tekinn fyrir sjálf- ur tilgangur lífsins! The Meaning of Life var frumsýnd fyrir stuttu og hefur hlotið góðar viðtökur. Myndin lýsir ferð Mannsins í lífsins ólgusjó frá Fæðingu til Dauða . . . tvöfaldan Bond takkl James Bond verður allnokk- uð á fartinni þetta árið á hvítum tjöldum kvikmyndahúsa. Octo- pussy var frumsýnd í júní s.l. og jafnvel gagnrýnendur voru hressir. Merkilegt nokk ef tekið er mið af því að þrátt fyrir geysi- lega almenna hylli síðustu Bond-myndanna hafa gaggarar fundið myndunum allt til for- áttu og þá sérstaklega Roger Moore. Moore, sem tók við hlutverkinu fyrir 10 árum í myndinni ,,Live and let die“, og hefur leikið í 5 myndum síðan, lýsir því árlega yfir að hann sé hættur að leika þennan vinsæl- asta njósnara allra tíma. En jafnoft hefur honum snúist hugur svo menn taka mátulega mark á yfirlýsingum hans. í Octopussy er Bond gamla ætlað að stöðva fyrirætlanir ófyrirleitinna krimma sem nota rússneskan sirkus sem felustað og hyggjast stela skartgripum úr Kreml. Ekki svo að skilja að KGB hafi fengið Bond að láni heldur er þetta skartgriparán bara skrípaleikur, ætlaður til að dylja hinn raunveruiega tilgang sem er að stela kjarnorkuvopn- um frá Rússum til að nota á bandaríska herstöð. Bond þarf að kljást við tvo erkiþrjóta í þetta sinn, annars vegar Octo- pussy sjálfa (MaudAdams) sem stýrir hópi ofbeldissinnaðra kynsystra og hins vegar afganskan prins Kamal Khan (Lois Jordan), harðsvíraðan rudda sem svífst einskis. Skv. venju er þráðurinn ótrú- legasta endaleysa en sameinaðir kraftar kómiskra tilþrifa Moores og bellibragðadeildar- innar gera þessa framleiðslu að einni bestu skemmtun sinnar tegundar. Úrfyrstu Bond-myndinni, Dr. No\ Sean Connery og Ursula Andress. Aldrei að segja aldrei... Til eru þeir (og ekki fáir) sem sætta sig ekki við Roger Moore sem 007. Sean Connery og James Bond eru í hugum þeirra eitt og hið sama. Connery hefur lýst því yfir að þessi viðhorf fólks hafi skaðað leikferil sinn varanlega, því þrátt fyrir þrálát- ar tilraunir hafi honum ekki tekist að þvo af sér Bond-fésið. „If you can’t beat them, join them“ stendur einhversstaðar og Connery hefur nú lokið við að leika Bond eftir meir en ára- tugs hlé, í myndinni Never Say Never Again. Framleiðendur þeirrar myndar ku hafa lent ð einhverju veseni við handhafa höfundarréttar þannig að frum- sýning myndarinnar hefur dreg- ist. Þau mál munu núna vera komin í liðinn þannig að aðdá- endur Connerys geta nú farið að núa saman Iófunum . . . Að lokum má geta þess að Tónabíó stefnir að því að taka Octopussy til sýninga um næstu jól og Bíóhöllin planar að sýna Never Say Never Again á sama tíma. Roger Moore, sem Bond, hreinsar til t bænum. MYNDMÁL3

x

Myndmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.