Myndmál - 01.10.1983, Page 4

Myndmál - 01.10.1983, Page 4
Spielberg aldrei nressari —hefursvo mikið aö gera að hann má ekki vera aö neinu... VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Steven Spielberg, einn'ífthygl- isverðasti kvikmyndagerðar- maður okkar tíma, leikstjóri þriggja af fimm mest sóttu kvik- myndum sögunnar, vinnur nú að framhaldi Raiders of the Lost Ark, sem enn rakar inn, ásamt E.T., yfir milljón dollara í hverri viku. Kvikmyndun fer fram í Egyptalandi og verkefnið gengur undir vinnuheitinu Indiana Jones and the Temple of Doom. Sem fyrr leikur Harrison Ford fornleifafræð- inginn og ævintýramanninn Indiana Jones en á móti honum er Kate Capshaw í hlutverki kvenhetjunnar. Handritshöf- undar eru Gloria Katz og Willard Huyck sem m.a. unnu með George Lucas að handriti American Graffiti. Stefnt er að frumsýningu þessarar myndar sumarið 1984. En til að halda Spielberg að- dáendum heitum eru nú á hvítu tjöldunum tvær myndir sem Spielberg hefur staðið fyrir. Annarsvegar er það gaman- myndin Twilight Zone sem Spielberg framleiddi og leik- stýrði einum hluta af fjórum, hinsvegar er um að ræða mynd- ina sem vakti fyrst athygli á Spielberg, Duel (sýnd í Sjón- varpinu í júní 1982), en henni hefur nú verið komið í kvik- myndahús í fyrsta sinn. Spiel- berg gerði þá mynd árið 1971 fyrir sjónvarp. Heyrst hefur að Spielberg undirbúi nú endurgerð Peter Pan með Michael Jackson í aðalhlutverki og ennfremur að í bígerð sé kvikmyndun skáld- sögu Thomas Keneally, Schindler’s List sem fjallar um þýska iðjuhöldinn Otto Schindler og hvernig hann bjargaði i síðari heimsstyrjöld- inni, 1300 gyðingum úr pólsk- um útrýmingarbúðum. Og síðast en ekki síst, góðir hálsar: E.T. II er nú í handrits- vinnslu. 4 MYNDMÁL

x

Myndmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.