Myndmál - 01.10.1983, Page 10

Myndmál - 01.10.1983, Page 10
Verk Halldórs Laxness eru tví- mælalaust þær uppsprettur skáldamjöðsins sem bæði inn- lendir og erlendir kvikmynda- gerðarmenn telja töfradrykk fyrir myndsmiðar sínar, ef marka má þann áhuga sem þeir hafa sýnt Nóbelskáldinu um dagana. Myndgerð einnar þekktustu sögu Laxness, Atómstöðin, er nú í vinnslu á vegum kvikmyndafé- lagsins Óðins sem áður gerði kvikmyndina Punktur, Punktur, Komma, Strik. Kvikmyndun Atómstöðvarinn- ar hefur verið í undirbúningi frá árinu 1981 og stóð m.a. til að filma i fyrrasumar en aðstand- endur tóku þann kostinn að fresta tökum og vanda betur til hand- ritsgerðar. í júní s.l. var svo hafist handa og voru innitökur mynd- aðar í stúdíói Aðstöðu við Vatna- garða i Reykjavík. Önnur atriði myndarinnar voru tekin í Skafta- felli og á ýmsum stöðum í borg- inni. Atómstöðin gerist á eftirstríðs- árunum. Ugla, ung, falleg og greind sveitastúlka kemur til höf- uðborgarinnar og ræður sig í vist hjá alþingismanninum Búa jaún/isröuN Árland sem er þingmaður fyrir heimahérað hennar. Einnig ver Ugla tíma sínum í að læra á orgel hjá Organistanum (Árni Tryggvason) en þar kynnist hún ungum hugsjónamanni, Gunnari (Arnar Jónsson) og verður barns- hafandi af hans völdum. Um leið verður hún ástfangin af þing- manninum og á erfitt með að gera uppá milli þessara tveggja manna. Jafnframt fylgjumst við með leynimakki stjórnmála- manna sem undirbúa stofnun atómstöðvar á íslandi og við- brögðum almennings þegar frétt- irnar spyrjast út. Leikstjóri myndarinnar er Þor- steinn Jónsson og aðstoðarleik- stjóri og upptökustjóri er Þór- hallur Sigurðsson. Fram- kvæmdastjóri er Örnólfur Árna- Þjónar laga og réttar færa Arngrím heim, illa á sig kominn. j tækniliðinu er harðsnúiö lið að finna. Lois Kramer hljóömeistari hefur m.a. unnið með Bill Forsyth og kvikmyndatökumaður er Karl Óskarsson sem áður hefur filmað Okkar á Milli og Á Hjara Veraldar auk þess að hafa vákið athygli fyrir vel unnar auglýsingamyndir. Við hliö hans má sjá aðstoöarhljóðmanninn, Tony Cook, sem tekið hefur uppTiTaar isfenskar hljómplötur í gegnum tíðina. Þorsteinn Jónsson leikstjóri Atómstöðvarinnar. HRAfíim FLYGUR Kvikmyndafélag Hrafns Gunn- laugssonar, F.I.L.M. stendur þessa dagana fyrir gerð kvikmynd- arinnar Hrafninn flýgur eftir handriti Hrafns. Myndin er fram- leidd í samvinnu við sænska aðila og hljóðar kostnaðaráætlun uppá rúmar 10 milljónir króna. Þetta verkefni er því eitt það stærsta sem íslenskir kvikmyndagerðar- menn hafa ráðist í til þessa, ef undan er skilin myndin Atóm- stöðin sem nánar er fjallað um annarsstaðar á opnunni. Hrafninn flýgur er eins og áður sagði, hugarsmíð Hrafns Gunn- laugssonar, sem með fyrri mynd- um sinum hefur jafnan tekist að skipta fólki í tvo hópa varðandi viðhorf til þeirra. Hann segir þetta verkefni vera nokkurskonar ,,æfingu“ fyrir stórvirkið Gerplu (eftir sögu H. Laxness), eða leitina að réttu umbúðunum og frásagn- araðferð myndmálsins. Myndin gerist á landnámsárum íslands. Gestur (Jakob Þór Ein- arsson úr Óðali Feðranna) kemur til íslands með hefnd í huga. Hann leitar tveggja fóstbræðra sem orðið höfðu foreldrum hans að bana og numið burt systur hans. Sagan lýsir síðan leit hans að þessum mönnum og viðbrögð- um þeirra við þessum óvænta (vá)Gesti. Fóstbræðurnir eru leiknir af Helga Skúlasyni og Borgari Garðarssyni. í öðrum helstu hlut- verkum eru Egill Ólafsson, Edda Björgvinsdóttir og Flosi Ólafs- son. Eins og nærri má geta stjórnar Hrafn Gunnlaugsson verkinu, en tökur fóru fram í sumar. Var m.a. filmað við Drangshlíð og Hrútafell í Austur-Eyjafjalla- hreppi, Skiphelli í Landi, Höfða- brekku við Vík í Mýrdal, í fjör- unni undir Reynisfjalli og við Kleifarvatn. Framkvæmdastjóri son og kvikmyndatökumaður Karl Óskarsson. Honum til full- tingis eru Guðmundur Bjartmars- son, Ásgeir Sigurvaldason og Aðalsteinn Bergdal. Sigurjón Jóhannsson sér um leikmynd og Una Collins um búninga ásamt Dóru Einarsdóttur. Hljóðstjóri er Bretinn Lois Kramer sem m.a. hefur unnið með Bill Forsyth að myndunum Gregory’s Girl og Local Hero (sjá umfjöllun annars staðar i blaðinu) og Tony Cook er aðstoðarmaður hans. Förðun var í höndum Rögnu Fossberg, Guð- rún Þorvarðardóttir sá um hár- greiðslu og skrifta var Ella Stefánsdóttir. Atómstöðin er stærsta kvik- myndaverkefni sem innlendir að- ilar hafa tekist á við hingað til. Kostnaðurinn verður í kringum 13-14 milljónir króna og telja að- standendur hæpið að ná þeim peningum inn á íslenskum mark- aði. Því hafa verið gerðar ráðstaf- anir til að selja myndina erlendis og i þeim tilgangi var tekin upp útgáfa með ensku tali jafnhliða íslensku. Stefnt er að því að frumsýna myndina í lok janúar 1984. Ugla á í vandræðum með Arngrim. Tinna Gunnlaugsdóttir og Helgi Björnsson í hlutverkum sínum. var Edda Andrésdóttir, aðstoðar- leikstjóri Þórhildur Þorleifsdótt- ir, um kvikmyndatöku sáu tveir þaulreyndir Svíar, Tony Forsberg og Stefan Hencz, þeir höfðu sér til aðstoðar þá Helga Má Jónsson og Guðmund Kristjánsson, Gunnar Baldursson og Gunn- laugur Jónasson komu upp leik- myndinni og Halldór Þorgeirsson var ábyrgur fyrir leikmunum ásamt Einari Unnsteinssyni og Pétri Kjartanssyni. Hljóðmeistari var Gunnar Smári Helgason, búningahönnuður Karl Júlíusson og Berglind Garðarsdóttir um- sjónarmaður þeirra. Skrifta var Þuríður Vilhjálmsdóttir og um förðun sá Gunilla Gránsbo. Klipping stendur nú yfir i Sví- þjóð en áætlað er að frumsýna m yndina um næstu jól. 10 MYNDMÁL

x

Myndmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.