Myndmál - 01.10.1983, Side 12
Þessa dagana má
fastlega gera ráð fyrir
að allir unnendur ísl-
enskrar kvikmynda-
gerðar (og þeir eru ekki
svo fáir ef marka má
aðsókn) séu annaðhvort
mættir á sýningu nýj-
Blaðamaðurinn kom sér beint
að efninu.
Blm.: Hversvegna gerir þú
kvikmyndir Þráinn, af hverju
varðstu ekki t.d. bifvélavirki?
Þráinn gýtur hornauga á við-
mælanda sinn og veltir því fyrir
sér hvort hann sé starfinu vaxinn.
Þráinn: Það er sennilega vegna
þess hve ég er mikill klaufi . . .
Eftir þennan forleik er vikið að
alvarlegri hlutum.
Óskemtntilegir
mertn
Nú hófst þú ekki kvikmynda-
nám fyrr en kominn undir þrit-
ugt. Hvernig stóð á þvi?
Upphaflega ætlaði ég í þetta
nám strax eftir menntaskólann og
var búin að fá skólavist á frægum
pólskum skóla. Þegar til kom
voru menn svo óskemmtilegir að
fara að tala um peninga, eftir að
þeir voru búnir að segja að ég
kæmist inn en ég átti auðvitað
ekkert af þeim. Ég varð því að slá
þessum fyrirætlunum á frest og
fór að skrifa bækur i staðinn, það
er ódýrara. En ég hafði að sjálf-
sögðu áhuga á kvikmyndum
áfram og reyndi að fylgjast með
því sem var að gerast. Svo gerðist
það á miðjum vetri, þegar ég var
kennari útá landi og líkaði vel, að
ég fann Moggann inná kennara-
stofunni og sá þar auglýsingu frá
Dramatiska Institutet í Svíþjóð.
Ég tók mig til og sótti um, haf-
andi ráðfært mig við vini og
vandamenn sem reyndar réðu
mér eindregið frá því . . .
Hvemig var vistin þar?
Hún var alveg frábær. Mér
finnst það aðdáunarvert framtak
hjá Svíum að reka þennan skóla
og kosta þessa menntun sem eðli
sínu samkvæmt er einhver sú dýr-
asta sem völ er á. Það var ekki
nóg með að ég fengi skólavistina
ókeypis heldur fékk ég námsstyrk
líka, svo ég hef ekki yfir neinu að
klaga í þeim efnum. Þessi skóli er
líka ólíkur flestum öðrum kvik-
myndaskólum að því leyti að
hann er mun styttri eða tvö ár.
Það er reynt að hrúga miklu á
þessi tvö ár og lögð megin áhersla
á að kenna á praktískan hátt það
fag sem maður er að læra. Fjögur
fög eru kennd við skólann, fram-
leiðsla kvikmynda, leikstjórn,
kvikmyndataka og hljóðupp-
taka. Menntunin fer að mestu
ustu íslensku bíómynd-
arinnar eða séu á leið-
inni. Myndin sem um
er að ræða er afkvæmi
þeirra Þráins Bertels-
sonar og Jóns Herm-
annssonar og kallast
NYTT LIF eftir handriti
Þráins um tvo grallara
úr Reykjavík sem hefja
nýtt líf á vertíð í Eyjum.
Oft hefur verið rætt
við menn af minna til-
efni og því skundaði
Nýtt Líf fjallar um tvo unga hieiðursmenn,
þá Þór Magnússon og Daníel Ólafsson. Þeir
eru báðir ógiftir, Þór er reyndar nýskilinn við
konuna sína. Þeir starfa á Hótel Sögu, þar sem
Þór er þjónn og Daníel matsveinn. Þar tekst
þeim að klúðra sínum málum svo rækilega aö
þeir missa vinnuna og með svo eftirminnileg-
um hætti að þeir telja atvinnumöguleika sína
í Reykjavík ail takmarkaða á næstunni. Þá
rekast þeir á auglýsingu um að það vanti vana
menn á vertíð í Eyjum og drífa sig þangaó hið
snarasta með Herjólfi. Þegar til Eyja er komið
ráóa þeir sig á Vinnslustöðina hjá Víglundi
verkstjóra sem í daglegu tali er kallaður Lundi.
Til allrar óhamingju fyrir þá hefur Lundi rót-
gróna andúð á Reykvíkingum.
Þór og Daníel hreiðra um sig í verbúó og
kynnast lífinu, bæði þar og í vinnunni. Þeir eru
svolítið gamansamir og vegna þessarar gam-
ansemi fer að verða þröngt um þá í frystihús-
inu líka. Þá komast þeir í kynni við skipstjóra
sem er afskaplega áhyggjufullur, svo að hann
er hættur að geta sofið. Og skipstjóri sem
ekki getur sofið, getur heldur ekki látið sig
dreyma fyrir fiskiríi. Hann fær tröllatrú á Þór,
heldur að hann sé svo berdreyminn aö hann
muni bjarga fiskiríinu á bátnum, svo þeir fél-
agar eru drifnir til sjós. Sjómennskuævintýrin
veröa að vísu ekki mjög löng. Þessu lýkur svo
þegar fer að vora og þeir félagar taka stefn-
una á fast land, væntanlega til að hefja Nýtt
Líf á nýjan leik...
útsendari Myndmáls á
fund leikstjórans og
handritshöfundarins
og hugðist herja úr
honum ALLT SEM ÞIG
LANGAR AÐ VITA UM
NÝTT LÍF EN ÞORÐIR
EKKI AÐ SPYRJA UM...
leyti fram í praktísku formi, í
staðinn fyrir að sitja og lesa lista-
teoríur, listasögu, sálfræði, heim-
speki og þviumlíkt, því ætlast er
til að maður sé búinn að afla sér
þeirrar menntunar áður en komið
er inni skólann.
Rnessanhataói
Snorra...
Síðan er það heimkoman . . .
Þegar ég kom heim réðist ég til
Sjónvarpsins sem dagskrárgerð-
armaður. Þetta virkaði líkt og
áframhald skólans því maður
pródúseraði ósköpin öll af efni og
hlaut reynslu sem ég held að hafi
nýst manni ákaflega vel. Hjá
Sjónvarpinu gerði ég svo fyrstu
kvikmyndina mina, Snorra
Sturluson. Eftir það hætti ég hjá
Sjónvarpinu og stofnaði kvik-
myndafélagið Norðan 8 ásamt
góðu fólki og við gerðum kvik-
myndina Jón Oddur og Jón
Bjarni. Síðan kom Nýtt líf til sög-
unnar en að öðru leyti hef ég unn-
ið sem „frílans“ leikstjóri, bæði
fyrir Útvarpið og eins stjórnaði ég
áramótaskaupinu síðasta fyrir
Sjónvarpið. Svo er ég alltaf að
leika mér að því að skrifa. Bæði
þessi tvö kvikmyndahandrit sem
ég hef filmað og útvarpsþætti
o.fl.
Nú var Snorri Sturluson all
umdeild mynd svo ekki sé meira
sagt.
Já, Islenska pressan hataði þá
mynd frá upphafi. Blaðadómarn-
ir um hana hér á landi voru
kannski ekkert sérstaklega slæm-
ir en pressan hataði þessa mynd
frá fyrstu byrjun. Kannski var
full ástæða til þess, um það dæmi
ég ekki. Afturámóti var henni vel
tekið í Noregi, þó að blöð hér hafi
ekki séð ástæðu til að tíunda þá
gagnrýni . . .
12 MYNDMÁL
Myndirnar tók Sigurgeir Jónasson.