Myndmál - 01.10.1983, Blaðsíða 14

Myndmál - 01.10.1983, Blaðsíða 14
Plakat myndarinnar er eftir Brian Pilkington. Leikstjórinn gefur Runólfi Dagbjartssyni (Lunda) holl ráð. komið til tals að gera mynd um dularfulla atburði á afskekktum sveitabæ í nútímanum. Við Ari Kristinsson (kvikmyndatöku- maður Nýs Lífs) höfum verið að spjalla um þetta handrit og svona okkar á milli köllum við það Skammdegi. Svo er bara að sjá hvað gerist í skammdeginu . . . Barabyrjunin... Nú færist kvikmyndafram- leiðsla landsmanna stöðugt í auk- ana heldur en hitt og innan hálfs árs megum við eiga von á þremur kvikmyndum til viðbótar við Nýtt Líf. Telur þú að markaðurinn beri þennan fjölda? Fyrir tíu árum eða um það leyti sem ég fór að læra kvikmynda- gerð, hefði þótt fáránlegt ef ein- hver hefði fullyrt að innan ára- tugs myndu verða framleiddar fjórar kvikmyndir á ári og engum þætti það neitt sérstaklega mikið. Ég tel að markaðurinn geti borið miklu fleiri myndir en menn eru að tala um. Fólk fer í bíó miklu oftar en einu sinni til tvisvar á ári. Tilvonandi Kvikmyndastofnun gæti einnig gert mikið gagn ef hún einbeitti sér að því að styðja við framleiðslu kvikmynda en ekki að varðveislu og skráningu mynda Bíó-Petersens, þó svo allt gott sé um þær að segja. Svo vænti ég þess að á næstunni finn- ist einhverjar skynsamlegar fjár- öflunarleiðir til kvikmyndagerð- ar svo kvikmyndagerð sitji við sama borð og annar iðnaður í landinu. Ég er ekki að fara fram á að almenningur í landinu niður- greiði bíómiðann eins og gert er í leikhúsinu, og er sjálfsagt. Ég tel eðlilegt að myndirnar standi und- ir sér að mestu leyti. Það hlýtur að vera keppikefli fyrir þjóðina að kvikmyndagerð hafi vaxtarskil- yrði hérna. Hver veit hvað getur gerst, ef áhugi og vilji er fyrir hendi. Þetta er bara byrjunin á ævintýrinu. . . Nú er nýlokið samnorrænni kvikmyndahátíð áhugamanna sem haldin var i Álftamýrarskóla í lok júlí síðastliðinn. Hátíðin var haldinávegumS.Á.K. og er þetta í fyrsta skiptið sem slík hátíð er haldin hérlendis. Hátíðin heppnaðist einstaklega SAMIÖK ÁHUGAMAMA. UM KVIKimDASERB: 5 ára afmæiishátíð vel í alla staði og er því að þakka fólki sem með góðum samhug og vilja gerði það sem það gat til þess að, að þessari hátíð áhugamanna um kvikmyndagerð gæti orðið og það með glæsibrag. En ekki er öllum hátíðum lokið hjá S.Á.K. því nú er svo komið að samtökin eiga fimm ára afmæli 30. september næstkomandi sem verður minnst með einni hátið- inni enn. Þar er m.a. fyrirhugað að hafa sýningar á erlendum og innlendum verðlaunamyndum, kaffiveitingar svo og margt fleira til að minnast þess er um hundrað manns söfnuðust saman 30. sept- ember 1978 í Tjarnarbíói í Reykjavík og stofnuðu Samtök Áhugamanna um Kvikmynda- gerð. En nóg um hátíðir að sinni. Nú þar eð sumarið er á leið með að enda þetta árið og haustið að nál^ast þá er vetrardagskrá S.A.K. að byrja að myndast og mun ég skýra betur og ýtarlegar frá henni í næsta blaði auk þess sem þið getið lesið um hana í SÁK-blaðinu sem er félagsblað samtakanna og er dreift í flestar kvikmyndavöruverslanir á höf- uðborgarsvæðinu (og er ókeyp- is). Að lokum vil ég skírskota þess- um orðum til þeirra er vinna eða hyggjast byrja að vinna kvik- myndir á myndbönd að þar eð sá hópur fer sífellt stækkandi sem losar sig við gömlu góðu mynda- vélina og fær sér fullkomin myndbandstæki til að taka mynd- ir upp á þá hefur stjórn S.Á.K. ákveðið að bæta til muna þjón- ustu- og námskeiðahald fyrir þá áhugamenn sem vinna með myndböndin. Er þegar farið að ræða um námskeið í vetur svo og stórbreytingar á félagsblaði sam- takanna til batnaðar fyrir mynd- bands-áhugafólk. Lifið heil. Sjáumst. Brynjar Ragnarsson ritstjóri S.Á.K.-blaðsins Sími 92-6554. 14 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.