Myndmál - 01.10.1983, Side 15

Myndmál - 01.10.1983, Side 15
láhusYmir ÖSKARSSON: Lárus Ýmir Óskarsson heitir kvikmyndaleikstjóri sem ný- lega gerði það gott í Svíaríki með fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. Afkvæmið kallast ,Andra Dansen“ Annar Dans“) og undanfarið höfum við íslend- ingar átt þess kost að ganga úr skugga um hvað pilturinn hefur verið að aðhafast hjá frændum vorum Svíum. ANDIU DANSEX Í«R RISES. ISVRRT OCH V-TT .. KIM ANDERZON • LISA HUGOSON Annar Dans hlaut góðar umsagnir í sænsk- um fjölmiðlum og það sem meira er um vert, mun fleiri komu að sjá hana en búist var við. Það var talað um að hún væri ósænsk og þá í jákvæðum skilningi. „Svíar eru nefnilega ekkert ánægðir með sína kvikmyndafram- leiðslu eins og hún er“ útskýrir Lárus. „Þeir eru mjög krítískir á hana en eru mismunandi klárir á því af hverju ástandið er svona. Jörn Donner, sem var yfirmaður Sænsku Kvik- myndastofnunarinnar sagði: „Sko, tökum þetta helvítis pakk og sendum það til New York. Lokum það inni á hótelherbergi í hálf- an mánuð og látum það horfa á sjónvarp. Þá getur það kannski gert myndir sem fólk hefur áhuga á að horfa á“. Þetta eru kannski full ruddaleg meðul en það er nokkuð til í þessu hjá honum. Það hefur of lítið verið hugsað um að gera myndir sem falla áhorfendum í geð“. Glópalán Lárus Ýmir hlaut kvikmyndamenntun sína við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Lokaverkefni hans þaðan var nokkurra mín- útna mynd, Fugl í búri, sem m.a. var tilnefnd til Óskarsverðlauna á sínum tima. Sænsku kvikmyndagerðarmönnunum Per Berglund og Jonas Cornell var falið að hafa uppá ungu og hæfileikaríku fólki sem ekki hafði gert bíó- mynd áður, á vegum Sænsku Kvikmynda- stofnunarinnar. í viðtali við kvikmyndatíma- Lisa Hugoson. „Ræd movie” Sumir gagnrýnendur hafa orðið til þess að fetta fingur útí byggingu myndarinnar og tal- að um að þetta svokallaða „road movie“ þema sé orðið slitið. Lárus vísar þessu alfarið á bug. „Sko, þetta er einhver skelfilega hjá- kátlegur misskilningur hjá þessu þlessaða fólki sem minnist á þetta“ segir hann, „því hvað er ekki búið að gera margar myndir eftir öðrum módelum, t.d. vestra og bankaráns- plottum sem eru algerlega smíðaðar eftir for- múlum? Fólk ætti frekar að vera orðið leitt á þeim. En slíkar myndir eru venjulegri og því meðtekur fólk þær frekar. Vegna þess að þessi myndbygging inniheldur ekki þetta ris og alla þessa plottpunkta eða hvað það nú heitir, þá er litið á mynd nr. tvö sem gerð er á þennan máta, sem úrelta, meðan gerðar eru myndir eftir hefðbundinni formúlu aftur og aftur og enginn kvartar. En auðvitað er alveg útí hött að tala um “road movie“, sem er svona hæfi- lega misheppnuð nafngift, sem einhverja gamla lummu, þetta er bara ákveðið form. Síðan er spurningin um hvort hver mynd segi eitthvað nýtt eða er eitthvað öðruvísi. En frá upphafi var ég á móti því að láta hana gerast í einhverju ákveðnu umhverfi á einhverjum ákveðnum tíma. Yfirleitt gerast þessar „road movies“ á ákveðnu tímabili og í ákveðnu andrúmslofti en ég hef reynt að vinna á móti þessu með ártalið og landið. Það er ekkert Kim Anderson. ritið Continental Film and Video Review sagði Cornell þessa skólamynd Lárusar hafa innihaldið þá eiginleika sem þeir leituðu eftir. Berglund og Cornell fóru yfir verk fjölmargra sem stundað höfðu nám hjá Dramatiska í þeim tilgangi að „finna ungt fólk sem hafði sýnt að það skildi tungumál hvíta tjaldsins og reyndi að skapa sinn eigin heim á filmuna í stað þess að fylgja í fótspor annarra. Lárus Óskarsson er Islendingur en hann er skólaður í Sviþjóð. Honum tókst með Fugl í Búri að skapa, úr smávægilegum atburði og án allra samtala, ljóð með auðskildu innihaldi“. „Það má í rauninni kalla það mikið glópa- Ián, hvernig það vildi til að ég var fenginn til að leikstýra Andra Dansen" segir Lárus. „Ég var staddur í Svíþjóð um jólaleytið 1981 og ætlaði bara að hjálpa konunni minni að flytja heim. Tilviljun réði því að ég var við símann þegar Berglund og Cornell hringdu. Hefði ég ekki farið út eða konan mín komið heim, þá hefði ekkert orðið af þessu. Við ræddum um hugmyndir og það varð ofan á að velja hand- rit eftir Lars Lundholm, sem átti hugmyndina að Fugl í Búri, um tvær konur sem hittast af tilviljun á ferðalagi um Svíþjóð. Önnur er 25 ára og hin 30, sú eldri fær far hjá þeirri yngri í bílnum hennar. Þær ferðast síðan norður eftir Svíþjóð og lenda í ýmsum ævintýrum en skilja svo í lokin“. sem segir að þessi mynd gæti ekki alveg eins gerst í Finnlandi, Noregi, Skotlandi eða hvaða öðru landi sem hefur bæði skóga og hálendi. Það er ekkert í henni, nema kannski tungumálið, sem neglir það niður að þetta sé endilega sænsk mynd, andstætt því sem „road movies“ yfirleitt eru, þær eru mjög kúltúrbundnar, fólkið er afsprengi ákveðins tímabundins kúltúrs. Taktu bara Easy Rider sem dæmi, hún er afsprengi ákveðinna ára og ákveðins andrúmslofts sem var í Bandaríkj- unum á þeim tíma sem myndin var gerð“. En víkjum aftur að þeim Berglund og Cornell. Sá siðarnefndi hefur orðið: „Þegar Berglund og mér, bauðst að framleiða nokkr- ar ódýrar myndir fyrir Sænsku kvikmynda- stofnunina (þær áttu að vera u.þ.b. helmingi ódýrari en venjuleg mynd í fullri lengd) tók- um við það ekki að okkur vegna sérstaks áhuga á ódýrum myndum. Slíkar myndir er oft grábölvað að vinna við. Fylgja verður strangri upptökuáætlun, starfslið er fámenn- ara handritið kannski illa unnið og árangur- inn oft dapurlegur. Nei, okkar ástæður voru helgaðar nauðsyn — því ef leikstjórar, sér- MYNDMÁL 15 MyndireftirStefan Ljungberg.

x

Myndmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.