Myndmál - 01.10.1983, Síða 19

Myndmál - 01.10.1983, Síða 19
PUTTNAM: Það væri ekki útí hött að líkja ferli breska kvikmyndaframleið- andans David Puttnam þessa dagana við fyrsta flokks kvik- myndahátíð. Hann hefur sent frá sér hverja gæðamyndina á fætur annarri á síðustu misserum. Síð- an hann lauk hinni velheppnuðu óskarsverðlaunamynd Chariots of Fire, hefur hann unnið að myndum eins og Local Hero sem hlaut frábærar undirtektir krít- ikera jafnt sem áheyrenda og sjónvarpsmyndinni Red Mon- arch um síðustu daga Stalíns. Um þessar mundir vinnur hann að kvikmynd í Thailandi um vináttu bandarísks blaðamanns við Kambódískan túlk meðan á töku kommúnista á Phnom Penh stendur. „Ég lærði fljótt að vinna aldrei að einu verkefni í einu“ segir Puttnam. „í þessum bransa er hægt að missa verkefni á einni nóttu“. Puttnam, sem nú er 43 ára, er í hópi nýrrar kynslóðar breskra kvikmyndaframleiðenda og leik- stjóra sem snúið hafa dapurlegri afturför breskrar kvikmynda- gerðar við. Svo tekið sé dæmi hef- ur Chariots of Fire, sem hneppti Óskarinn sem besta myndin árið 1982, halað inn yfir 50 milljónir dollara. Velgengni Puttnams sýn- ist næsta ótrúleg þegar tekið er mið af því að viðfangsefni mynda hans hafa sannarlega ekki virst skotheld söluvara við fyrstu sýn. Hlauparar á þriðja áratugnum (Chariots of Fire), innrás olíufyr- irtækis í skoskt sjávarþorp (Local Hero). Einnig hefur hann yfirleitt fengið bæði óþekkta leikstjóra og leikara til að vinna að þessum myndum. „Ég vel ekki fólk eftir því hvað það heitir“ segir Puttnam, „heldur vegna þess að það hæfir myndinni“. Enn sem komið er hefur eðlis- ávísun hans ekki brugðist honum. Puttnam hefur gefið nokkrum hæfileikaríkum leikstjórum tæki- færi til að slá í gegn, t.d. Hugh Hudson (Chariots), Alan Parker (Midnight Express) og Ridley Scott (The Duellists). Hann segir það ágætt fyrirkomulag að vinna með byrjendum. „Slíkir leikstjór- ar hafa ekki orðstírinn til að vernda og viðhalda", segir hann. „Þekktir leikstjórar geta oft orð- ið öfgafullir í þeim tilgangi að viðhalda orðstírnum og farið bæði yfir tímaáætlun og fjár- hagsáætlun til að ná hinni full- komnu töku“. Puttnam telur að kvikmyndir og sjónvarp leiki veigamikið hlut- verk í mótun samfélagsins. „Min- ar eigin skoðanir á réttu og röngu eru undir sterkum áhrifum frá hundruðum amerískra kvik- MYNDMÁL 19 Úr Chariots of Fire. Úr That Sinking Feeling. mynda sem ég sá á sjötta áratugn- um. Ég lærði meira um lífið af kvikmyndum eins og On the Waterfront og High Noon heldur en af nokkrum kennara eða presti“. Nýjasta mynd Puttnams á Kampútseu að sögusviði um það leyti er Rauðu Khmerarnir tóku völdin í Phnom Penh. Sagan, The Killing Fields var skráð af Sidney Schanberg sem er blaðamaður frá New York. Hann var í Phnom Penh um það leyti er Rauðu Khmerarnir hertóku borgina. Túlkur hans, Dith Pran, bjargaði lífi hans en var síðan tekinn til fanga af Rauðu Khmerunum. Samt sem áður lifði Dith Pran fangavistina af og þeir hittust aftur að lokum. „í stað þess að göfugi hvíti maðurinn bjargar vesæla gula manninum, þá höf- um við þennan goðumlíka Kampútseumann sem tók hvíta manninum langtum frarnar", segir Puttnam. Hann veltir þó vöngum yfir einum þætti mynd- arinnar — hinum ánægjulega endi. „Það sem við þurfum að forðast er að fá áhorfendur til að hugsa sem svo að harmleikurinn i Kampútseu hafi verið í lagi vegna þess að þessir tveir vinir náðu saman á ný“, segir Puttnam. „Ég vil ekki að fólk yfirgefi myndina niðurdregið en ég vil fá því eitt- hvað til að hugsa um“. Þó að athafnir Puttnams að undanförnu hafi gert hann að efnuðum manni hefur hann engin Úr Local Hero. áform uppi um að slaka á. Hann hefur þegar hafið undirbúning að næstu mynd sinni, Bodyline, sem fjallar um grimmilega krikket- leiki sem Bretar og Ástralir háðu sín á milli á fjórða áratugnum. Ennfremur eru nokkur önnur verkefni í sjónmáli, þ.á.m. mynd um írska byltingarleiðtogann Michael Collins og önnur um ævi Norðurpólskönnuðarins Ernest Shackleton. Puttnam hyggst þó draga saman afskipti sín af kvik- myndum á næstu fjórum árum og einbeita sér að sjónvarpinu. „Stærsti áhorfendahópur kvik- mynda er fólk á aldrinum 16—24 ára. Ég er ekki 16—24 ára leng- ur“, útskýrir hann. Á meðan bíð- ur Puttnam næstum í eftirvænt- ingu eftir fyrstu misheppnuðu mynd sinni. „Mig langar að sjá hvort ég geti náð mér upp úr slíku“, segir hann. En ef ferill hans er marktæk viðmiðun verð- ur slíkra atburða langt að bíða.

x

Myndmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.