Myndmál - 01.10.1983, Blaðsíða 22
Nú getur myndbandamanían brotist út óheft:
ÆTLIÐIAÐ GLÁPA ÚR
YKKUR AUGUN?
HOPSCOTCH. Aðalhlutverk: Walther
Matthau, Glenda Jackson. Leikstjóri: Ronald
Neame.
Matthau leikur CIA njósnarann Miles
Kending sem verður ósáttur við atvinnurek-
endur sína. Hann ákveður að hefna sín með
þvi að skrifa endurminningar sínar. Hann
sendir fyrsta kaflann til allra leyniþjónustu-
stofnana heimsins og brátt taka fregnir að ber-
ast að skrifin séu meira en lítið skaðleg og
manninn þurfi að stöðva fyrir fullt og allt. Upp-
hefst þá mikill eltingarleikur um Bandaríkin og
Evrópu og gengur mikið á áður en yfir lýkur.
Á ELLEFTU STUNDU. Aðalhlutverk:
Charles Bronson, Lisa Eilbacher, Andrew
Stevens, Gene Davis. Leikstjóri: J. Lee
Thompson. Morðingi hefur gengið laus í stór-
borginni um hríð, svo að almenningi stendur
stuggur af eins og eðlilegt er. Yfirvöldin eru
orðin langeygð eftir árangri hjá Leo Kessler,
þrautreyndum rannsóknarlögreglumanni
sem vinnur að málinu. Allar eftirgrennslanir
hafa reynst árangurslausar því morðinginn er
greinilega í slóttugra lagi. En grunur þeirra
beinist þó smám saman að ungum manni og
þegar unnt er að ná rödd hans á segulband
og bera saman við fyrri upptökur af rödd
morðingjans, er ekki lengur neinn vafi í huga
Kesslers. En þetta nægir þó engan veginn
eins og yfirmaður hans bendir honum á.
Dómstólar taka ekki slík gögn til greina sem
sannanir. Hinum grunaða er þvf sleppt með
þeim afleiðingum að morðunum er haldið
áfram.
KÖTTURINN OG KANARÍFUGLINN. Aðal-
hlutverk: Edward Fox, Wendy Hiller, Peter
McEnry. Leikstjóri: Radley Metzger.
Á höfuðbólinu Glencliff Manor er lesin upp
erfðaskrá auðkýfingsins Cyrus West. Það er
margt furðulegt við þennan upplestur og ekki
síður erfðaskrána sjálfa, sem verður til þess
að þarna fara að gerast ýmsir dularfullir at-
burðir. Gestirnir taka að týna tölunni, ýmist
hverfa eða finnast dauðir. Þetta verður allt
dularfyllra þegar á líður, þar til loks tekst að
finna lausnina, sem sannarlega kemur á
óvart.
SÆÐINGIN. Aðalhlutverk: Judy Geeson,
Robin Clarke. Leikstjóri: Norman J. Warren.
Hópur vísindamanna er við rannsóknir á
fjarlægri plánetu. Fyrir óhapp losna þar úr
læðingi ógnvænleg öfl — ofurkraftur sem
verður örlagavaldur allra þeirra sem þarna
eru.
LEITIN AÐ FJÁRSJÓÐNUM. Aðalhlutverk:
Rod Taylor, Stuart Whitman. Leikstjóri: Henry
Levin.
22 MYNDMÁL
Tveir vaskir menn, sem höfðu verið vinir í
fyrra heimsstríði, hittast af tilviljun á Montego-
flóa á Jamaica. Þar býr roskinn maður ásamt
dóttur sinni og þykist karlinn vita sitt af hverju
um fjársjóð sem þar er að finna og var forðum
eign frægs sjóræningja. Þeir vinirnir hafa hug
á að næla sér í gersemarnar af hafsbotninum
en áður en þeir hefjast handa skerst auðmað-
ur á eynni í leikinn.
DAUÐAGILDRAN. Aðalhlutverk: Faye
Dunaway, Frank Langella. Leikstjóri: Rene
Clement.
Philip Hallard, sem er frábær stærðfræð-
ingur, flytur frá USA til Frakklands ásamt konu
sinni og tveimur börnum. Honum er ríkt í huga
að skrifa bók en ýmis Ijón verða á vegi hans,
m.a. ofsóknir óþekktra afla sem síðar kemur
í Ijós að eru samtök alþjóðlegra eldflaugasér-
fræðinga er vilja notfæra sér vísindaþekkingu
hans með því að fá hann til að stunda iðnaðar-
njósnir. Hallard hafnar þessu í fyrstu, en sam-
tökin kunna ráð sem eiga að fá hann til að
skipta um skoðun! Innan tíðar fer lífsþráður
hans að líkjast söguþræði í einhverri glæpa-
sögunni sem hann hefði sjálfur viljað skrifa.
VALACHI-SKJÖLIN. Aðalhlutverk: Charles
Bronson, Lino Ventura. Leikstjóri: Terence
Young.
Joe Valachi hristi heldur betur upp í banda-
rfsku samfélagi árið 1963 þegar hann kom
fram í sjónvarpi og lýsti mafíuna ábyrga fyrir
heilli keðju stórglæpaverka. Charles Bronson
leikur hlutverk þessa fyrrverandi mafíu-
glæpons sem hafði hlotið hinn svonefnda
„dauðakoss" og valdi þá þann kostinn að
taka á sig fangelsisdóm, afhjúpa samtökin og
hefja nýtt líf. Það var hann sem kom upp um
nafn mafíunnar, Costa Nostra og hann hafði
verið í nánum tengslum við höfuðpaurana
Lucky Luciano og Vita Genovese. Mafían
lagði 100.000 dollara til höfuðs honum.
"HIGH MELODRAMATIC ENTERTAINMENT!"
EIL.yQ*,.*-*
“STYLISHLY DIRECTED. AMUSING ALL THE WAY!"
Ptayb.y Map-tin,
THE-.CATT '
AIVDfO THE f
cA^vay jj
CHARLES BRONSON
i,- \ 3
W
A COP...
AKILLER...
ADEADLINE...
10 *> Midtúfkt
í;Ö
x\ y;
THE CANNOH GROUP. INC.
. GOIAN GLOBUS m n« a
CHABLES BRQNSON
a. J. LEE THOMPSQN . "10 TO MtONIGHT'
' r
GRÁA LÓNIÐ.
Tveir unglingar, Alice 14 ára og Danny 15
ára, sjá fram á margvíslegan vanda, þegar
Alice verður vanfær. Þau telja lausninafólgna
í því að forða sér til New York. En þegar þang-
að kemur kynnast þau í fyrsta sinn grimmum
veruleika. Bíl þeirra er stolið en þegar þau
finna þjófinn, sér hann aumur á þeim og tekur
þau heim með sér, þar sem hann býr með
vændiskonunni, systursinni. Ekki batnarhag-
ur unglinganna þegar Alice fæðir barnið.
Danny missir vinnuna og þau ákveða að
hætta á að fara heim aftur. En rétt fyrir brott-
förina gerist hörmulegur atburður. Þjófurinn
sem þau búa hjá, ætlar að stela smágjöf
handa barni þeirra en er skotinn til bana af
lögreglunni. Danny er kærður fyrir þjófnaðinn
og leiddur fyrir rétt — og þau verða að játa að
það er ekki alltaf besta lausnin að strjúka að
heiman.
HRINGADROTTINSSAGA. Teiknimynd,
gerð eftir sögu J.R.R.Tolkien. Stjórnandi:
Ralph Bakshi.
/Evintýri J.R.R.Tolkiens um hobbita, álfa,
dverga og hinn Myrka Hringadrottin, teljast
með hugmyndaríkustu bókmenntum nútím-
ans. Upphafið var bókin Hobbit um hið frið-
elskandi smáfólk, innblásið æskuglóð og
beindi fegrandi Ijósi að lífsháttum hippanna á
7. áratugnum. Hobbit var hin fyrsta þriggja
viðamikilla bóka sem segja frá því hvernig
fáeinum hraustum einstaklingum tekst að
koma í veg fyrir Endalokin með hugrekki sínu,
göfgi, fórnarlund og trúmennsku.
BAD GEORGIA ROAD. Aðalhlutverk: Gary
Lockwood, Carol Lynley.
Spennandi og viðburðarrik gamanmynd.
Það byrjar allt með því að Molly Golden fær
óvæntan arf erfir löngu gleymdan föðurbróð-
ur fyrir sunnan. Hún ákveður að flytja. En hún
er eftirsótt. Bæði mafían og alríkislögreglan
eru á hælum hennar og upphefst hinn æðis-
legasti eltingarleikur.