Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 3
þessum hátíðum, hlýtur að vera örvandi og
þroskandi fyrir íslenska kvikmyndagerðar-
menn.
Ég á þá ósk helsta, að íslenska kvik-
myndahátíðin haidi sínum sérkennum og
einkennilegheitum, hvað sem á dynur, sem
fólgin eru í því samblandi af stolti og
lítillæti, sem ætíð hafa einkennt hana.
Önnur ósk mín íslenskum kvikmynda-
gerðarmönnum til handa er sú að ný kvik-
myndalöggjöf sjái dagsins ljós á þessu ári,
en það er án efa ein meginforsenda þess,
að eigi sé úti ævintýri.“
Gestir hátíðarinnar voru allnokkrir og
ber þar helsta að telja Peter Cowie, rit-
stjóra International Film Guide, banda-
ríska kvikmyndaleikstjórann John Waters
(Polyester), Tony Forsberg, kvikmynda-
tökumann „Hrafnsins", Hans-Erik
Philip, sem samdi tónlistina við Hrafninn
flýgur og flutti hér fyrirlestra um kvik-
myndatónlist og Pascal Bontizer, einn
aðalritstjóra franska kvikmyndablaðsins
Cahiers du Cinéma.
Aðspurður um hvar aðstandendur Kvik-
myndahátíðar leituðu helst fanga við öflun
myndanna, sagði Sigmar B. Hauksson,
einn forsvarsmanna hátíðarinnar, að margir
aðilar kæmu þar við sögu. Sambönd sem
fyrri stjórnendur hefðu komið sér upp, voru
notuð auk ýmissa hollráða úr þeirri átt,
íslenskir kvikmyndaáhugamenn sem sæktu
hátíðirnar í Berlín og Cannes hefðu lagt
þeim lið, sjálfir hefðu þeir farið á London
Film Festival, sem haldin er í október ár
hvert, Sigurjón Sighvatsson, sem nú
starfar við kvikmyndagerð í Hollywood,
hefði útvegað þeim áhugaverðar bandarísk-
ar myndir og ýmsir aðrir komið við sögu.
Sagði Sigmar að persónuleg kynni sem
ýmsir íslendingar hefðu haft við aðstand-
endur margra áhugaverðra mynda hefðu
orðið að miklu gagni. Nefndi hann sem
dæmi að þegar síðasta hátíð var haldin
urðu miklir erfiðleikar að fá kvikmyndina
Missing og var alit útlit fyrir að slíkt tækist
ekki. Þá hefði Oli Örn Andreasson kvik-
myndagerðarmaður hitt Jack Lemmon,
aðalleikara myndarinnar, fyrir tilviljun í
samkvæmi og getað fengið Lemmon til að
beita áhrifum sínum þannig að myndin
kæmist á hátíðina.
Aðsókn að Kvikmyndahátíðinni hefur
verið misjöfn, allt frá ca. 11.000 manns uppí
19.000 sem komu á síðasta ári. Alls voru
sýndar um 50 myndir, þar af allar íslensku
bíómyndirnar sem sýndar hafa verið frá
1980. Hrafninn fiýgur, nýjasta mynd
Hrafns Gunniaugssonar, sem gerð var í
samvinnu við Svía, opnaði hátíðina þann 4.
febrúar í Háskólabíói.
Þess má geta að Hrafninn flýgur verður
sýnd á sérstakri heiðurssýningu á Kvik-
myndahátíðinni í Berlín þann 26. febrúar.
I umsögn um myndina sem aðstandendur
hátíðarinnar sendu frá sér segir m.a.:
„.. einstök tilraun til að sameina fornsögu
og kvikmyndatöku. Óhætt er að fullyrða að
þessar myndir munu lifa...“
Bfósókn hefur
minnkað um
meira en
helming á
þremur árum
Fíkn Islendinga í bíómyndir (aðailega
bandarískar og breskar) gerir þær óum-
deilanlega að vinsælasta liðnum í menn-
ingarlífi þjóðarinnar. En sýningarformið
hefur breyst. Árið 1980, þegar mynd-
bandabyltíngin upphóíst, mun hver ís-
lendingur hafa sótt kvikmyndahús 11,2
sinnum á ári að meðaltali. Það sama ár
hljóðuðu sambærilegar tölur frá Norður-
löndunum uppá ca. 3 heimsóknir á mann
á ári. Þetta gaf okkur hér á klakanum
ástæðu til að hreykjast svolítið yfir þess-
um mikla bíóáhuga þjóðarinnar. En í dag
eru tímamir breyttir og kannski myndu
sumir vilja meina að myndbandabylting-
in hafi étið börnin sín... Sókn bíóþjóðar-
innar miklu í kvikmyndahús virðist hafa
minnkað um meira en helming, því með-
altalið mun nú vera komið niður í 5,2
heimsóknir á ári. Gera má ráð fyrir að
einnig hafi dregið vemlega úr bíósókn á
Norðurlöndunum og sennilega á öllum
Vesturlöndum ef útí það er farið.
Kvikinynuatjaidið hefur að sjalfsögðu
vinninginn fram yfir sjónvarpsskerminn í
flestum tilvikum og illt væri til þess að
vita að litli kassinn heima í stofu ætti eftir
að leggja hvíta tjaldið endanlega að velli.
Ekki er þó ástæða til að vera svo svart-
sýnn. Bíómyndin hefur jú gengið í gegn-
um sambærilegar þrengingar áður, t.d.
þegar sjónvarpið hóf göngu sína, og
tekist að koma með krók á móti bragði.
Eitt er þó víst að flutningur lifandi mynda,
hvort sem er af fiimu eða myndbandi, á
eftir að breytast mikið á komandi ámm
og því heíur jafnvel verið spáð að báðir
þessir hiutir muni heyra sögunni til fyrr
en okkur gmnar. Talað hefur verið um
að gervihnettir muni fmmsýna bíómynd-
ir um gjörvalla heimsbyggðina samtímis,
en hvort það yrði heima í stofu eða í
einhvers konar kvikmyndahúsum, á fram-
tíðin eftir að leiða í ljós. Þetta kann að
sýnast skýjaborgir en mannskepnan virð-
ist aldrei geta hætt að undrast tækniíram-
farir.
Islenska kvikmyndaœvintýrið:
FIMM MYNDIRIBIGERÐ
íslenska kvikmyndaævintýrið er síður
en svo mnnið útí sandinn, því þrátt fyrir
almennt kreppu- og kvörtunartal í þjóð-
félaginu, er engan bilbug að finna á
kvikmyndagerðarmönnum. Alls munu 5
bíómyndir vera í burðarliðnum þessa
dagana og þar af em hafnar tökur á einni
þeirra, Skammdegi eftir Þréin Bertels-
son með Jón Hermannsson sem fram-
leiðanda. Tökumar fara fram í Reykjafirði
á Vestfjörðum. Ung kona sem dvelur
erlendis, heldur heim þegar maður henn-
ar fellur frá. Jörð þeirra hjóna er að hálfu
leyti í eigu systkina mannsins og þau
þvertaka fyrir að selja jörðina þegar
konan færir það í tal. Uppúr því taka að
gerast ýmsir dularfullir atburðir. Leik-
stjórinn Þráinn hefur kailað þetta verkefni
„sálfræðilegan þriller“. Aðalhlutverkin
em íhöndumRagnheiðarArnardóttur,
Maríu Sigurðardóttur, Hallmars Sig-
urðssonar og Eggerts Þorleifssonar.
Kvikyndafélagið Nýtt líf sf., sem stendur
að þessari mynd, fyrirhugar að snúa sér
strax að öðm verkefni eftir að tökum á
þessu lýkur. Heyrst hefur að þar sé um
að ræða nokkurs konar óbeint framhald
hinnar vinsælu filmu Nýtt iif, sem mun
hafa verið mest sótta ísienska myndin á
síðasta ári. Handrit beggja myndanna em
unnin af Þráni og Ara Kristinssyni, sem
jafnframt kvikmyndar.
Agúst Guðmundsson er farinn að
hugsa sér til hreyfings og stefnir að því
að taka í sumar mynd eftir eigin handriti
sem hann kallar Sandur. Hann vildi
ekkert láta uppi um efni myndarinnar
fyrst um sinn og sagði að ekkert hefði
verið ákveðið um hverjir stæðu með
honum að verkefninu né hverjir myndu
leika.
Valdimar Leifsson og Haraldur
Friðriksson sem eiga kvikmyndaféiagið
Njálu hyggjast vinna að mynd eftir hand-
riti Valdimars og Þorsteins Marelsson-
ar. Ekki er þó endanlega ákveðið hvort
af þeim framkvæmdum verður, en fjár-
mögnun mun valda þar mestu.
Þeir Bjarmalands-kappar, Jakob
Magnússon, Valgeir Guðjónsson og
Egili Ólafsson undirbúa nú tökur á
mynd eítir eigin handriti, sem þeir kalla
Öskudagur. í stuttu máli sagði Valgeir
söguna fjalla um fólk sem þarf að bregð-
ast við óvæntri stöðu á skákborði lífsins.
Ennfremur að myndin greindi frá hlutum
sem áhrif hefðu á líf fólks, bæði ytri
aðstæðum og innri, Sagan gerist útá landi
og mun vera gamansöm með alvarlegu
ívafi eða alvarleg með gamansömu ívafi.
Að umfangi og kostnaði sagði Valgeir
myndina vera við meðaltcjið. Jakob
Magnússon mun leikstýraog kvikmynda-
tökumaður verður Karl Óskarsson. Til
greina kemur að þeir félagar taki á sig
einhver gervi myndarinnar.
Kvikmyndasjóður auglýsti nýlega eftir
umsóknum um styrki og lán til kvik-
myndagerðar og var umsóknarfrestur til
19. febrúar. Alls mun sjóðurinn hafa til
ráðstöfunar um sex miiljónir króna sem
svarar til kostnaðar á einni meðal bíó-
mynd.
Daniel:
Ný mynd frá
Sidney Lumet
Þrátt fyrir hinn sakleysislega titil er nýj-
asta kvikmynd Sidney Lumet, Daniel,
magnþrungið og umhugsunarvert verk. Það
á rætur sínar að rekja til sögu E. L.
Doctorow, The Book of Daniel, og greinir
frá systkinum, börnum hjónanna Julius og
Ethel Rosenberg, sem árið 1953 hlutu
dauðadóm fyrir að gera samsæri til að
koma kjarnorkuleyndarmálum til Rússa.
í sögu sinni byggir Doctorow ekki á
sögulegri nákvæmni og notar önnur nöfn
(Rosenberg verður Isaacson), umhverfi og
kringumstæður. Hann leggur áherslu á að
bók sín sé ekki um Rosenberg hjónin
heldur aðeins skáldsaga um börn þeirra og
hvað hefði hugsanlega orðið af þeim.
Sagan hefst fimmtán árum eftir dauða
Isaacson-hjónanna. Börn þeirra tvö rífast
við kvöldmatarborðið í návist fósturfor-
eldra sinna. Það verður Ijóst að Susan og
Daniel eru afar andstæðir persónuleikar.
Hún er virkur friðarsinni og pólitískar til-
(inningar hennar eru nátengdar örlögum
foreldranna, en hann er ötull námsmaður
sem hunsar stjórnmál algerlega.
En síðar, þegar Susan fær taugaáfall og
reynir að fremja sjálfsmorð, finnst Daniel
hann tilneyddur til að kafa ofaní mál for-
eldra sinna og draga eigin ályktanir. Án
þess að vita hvort foreldrar sínir hafi verið
sekir eða saklausir af glæpnum sem þau
voru dæmd fyrir, kemst hann að því að
hann verður að horfast í augu við fortíðina
til að frelsa sjálfan sig og systur sína frá
því að skuggi foreldra þeirra hangi yfir
þeim um alla framtíð.
Þjakaður af efasemdum hefur Daniel
mikia rannsóknarferð þar sem hann skoðar
og greinir öll sönnunargögn og heimildir
sem hann kemst yfir um foreldra sína og
eygir þá von að finna svör sem hjálpa
honum að komast yfir þau átök samvisk-
unnar sem vama honum að gegna viður-
kenndu og hógvæm hlutverki í samfélaginu,
bæði sem maður og sem sonur Isaacson-
hjónanna.
í hlutverki Daniels er hinn ungi og snjalli
leikari Timothy Hutton (Ordinary People)
og systirin er leikin af Amöndu Plummer,
dóttur Christophers Plummer. I hiutverk-
um Isaacson-hjónanna em Mandy Patink-
in og Lindsay Crouse.
Timothy Hutton í Daniei: Magnþrungin
og umhugsunarverð mynd.
MYNDMÁL3