Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 2

Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 2
Til lesenda Myndmál hefur nú 2. árgang sinn, en á árinu 1983 komu út 3 tbl. sem hlutu góða dóma. En nú hefur verið ákveðið að reyna nýtt útgáfuform á blaðinu í þeim til- gangi að ná til fleiri en áður. Fyrsta tölublaðið 1984 markar upphaf að nýrri þjónustu við kvik- myndahúsagesti og virkar sem nokkurskonar bónus á bíómið- ann. Blaðið fæst nú ókeypis í kvikmyndahúsum og er reksturinn fjármagnaður með auglýsingum. Myndmál hefur haft að yfirlýst- um tilgangi sínum frá upphafi að leggja mesta áherslu á birtingu efnis sem vekur áhuga út yfir hóp harðsvíraðra kvikmyndaspekúl- anta án þess þó að flytja slúður- fréttir eða kynda undir stjörnu- dýrkun. Því ætti að vera óhætt að fullyrða að flestir geta fundið eitthvað sér til ánægju og fróð- leiks í blaðinu. Sumum kann að þykja hlutfall auglýsinga í þessu hefti nokkuð mikið en skal bent á að það á eftir að breytast í komandi tölu- blöðum. Á móti kemur að mestur hluti blaðsins er helgaður íslensk- um atburðum á sviði kvikmynda, að þessu sinni. Góða skemmtun, Ritstj. MfNDMAL Útgefandi: Myndmál, Arnar- hrauni 8, 220 Hafnarfirði, sími 52633 Ritstjóri og ábyrgð- armaður: Ásgrímur Sverrisson. Setning: Samsetning. Prentun: Steinmark sf. Bókband: Arnarberg. Mars 1984. Nr. 4, 1. tbl. 2. árg. Myndmál kemur út annan hvern mánuð. HVAÐ ER AÐ GERAST? Attenborough filmar ,A Chorus Line“ Nú, þegar söngleikurinn A Chorus Line heíur gengið lengur á Broadway en nokkur annar slíkrar tegundar, eða í um 4000 skipti, hefur Hollywood uppi plön um að festa hann á filmu. Kvikmyndarétturinn var fyrst seldur fyrir sjö árum og var fyrirhugað að leikstjórinn sjálfur, Michael Bennett, myndi stýra myndinni, kostnaðurinn yrði um 7 milljónir dollara og frumsýning yrði í júní 1980. En af þessu varð ekki og síðan þá hefur kvikmyndarétturinn gengið kaupum og sölum. Orðaðir við myndgerðina hafa verið leikstjórar á borð við Sidney Lumet og Adrian Lyne, sem gerði Flashdance en nú mun sjálfur Sir Richard Attenborough kominn með puttana í verkið og kostnaður- inn kominn uppí 20 milljónir dollara, sem samsvarar u.þ.b. helmingnum af heildarinn- komu sviðsverksins frá upphafi. Clint kallinn Eastwood lætur sér fátt fyrir brjósti brenna . . . Sudden impact: Dirty Harry er mættur á ný! Dirty Harry (Clint Eastwood) rambar inná kaffihús. Afgreiðslukonan er skelfingu lostin en Harry tekur ekki eftir neinu. Hann er of upptekinn við að lesa í blaði. I fáti hellir hún sykri í krúsina í stað kaffis og réttir Harry. Harry, sem enn tekur ekki eftir neinu, tekur bollann og gengur út. Um leið rís upp hópur byssubófa sem miða tólum sínum á viðstadda. Úti fær Harry sér sopa af því sem hann heldur vera kaffi. A meðan ræna byssubófamir viðskiptavinina og kaffihúsið. Skyndilega birtist Harry gegnum bakdymar. Allt fer í steik, gíslar em teknir. Skelfing skín úr augum bófanna. Augu Harrys em ísköld. Svo er einnig varið með hann sjálfan. „Við munum ekki hleypaykkur út héðan,“ segir hann. „Hverjir em „við"?“ spyr einhver bófanna, bamungur. „Smith & Wesson og ég,“ segir Harry og seilist eftir byssu sinni. Allt fer í upplausn og öflugt skothríð hefst. Dirty Harry er mættur á ný. Clint Eastwood fmmsýndi nýjústu mynd sína, Sudden Impact í desember 1983 og samt náði hún því að verða ein vinsælasta mynd ársins í Bandaríkjunum. Sudden Impact er fjórða myndin um leynilögreglu- manninn Dirty Harry, hinar em Dirty Harry (1971), Magnum Force (1973) og The Enforcer (1976). Eastwood hefur fengið harða gagmýni fyrir að sýna glómlaust ofbeldi í þessari mynd, án nokkurs tilgangs að því er virðist. Svo virðist að eftir að tvær síðustu myndir hans, Bronco Billy og HonkyTonk Man floppuðu illilega, hafi hann talið þörf á róttækum ráðstöfunum í orðsins fyllstu merkingu. Hann svarar sjálfur ásökununum um ofbeldið á þennan hátt: „Ef ofbeldi þjónar raunverulegum tilgangi, og ég er ekkert svo viss um það, þá getur hver maður fengið útrás fyrir ofbeldisþörf sína á hvíta tjaldinu og þannig verið friðsamur og eðlilegur utan þess.“ Svo mörg vom þau orð. Leikur Conti hjá Spielberg? Breski leikarinn Tom Conti hefur mikið meira en nóg að gera þessa dagana. Eftir leik sinn í kvikmyndinni Merry Christmas Mr. Lawrence, lék hann í sinni fyrstu bandarísku mynd, Reuben, Reuben og stuttu eftir það í öðm Hollywood-verkefni sem filmað var í París, American Dream- er, undir stjórn Rich Rosenthals (Bad Boys). Nú er hann á kafi í þeirri þriðju, Saving Grace, þar sem hann leikur páfa Tom Conti. sem yfirgefur Vatíkanið til að verða óbreytt- ur sóknarprestur á ný. Robert Duvall mun hafa sóst eftir þessu hlutverki og nú lítur út fyrir að þeir þurfi aftur að berjast um aðallutverkið í nýjasta verkefni Stevens Spielbergs, Schindler’s List, sem gerast á í seinni heimsstyrjöldinni og fjalla um þýska iðjuhöldinn Otto SchindÍer sem bjargaði þúsundum gyðinga írá útrýmingar- búðum nasista. Kvikmyndahátí ð Listahátíðar Sjötta kvikmyndahátíðin í Reykjavík var haldin 4.-12. febrúar sl. Vegna útgáfutíma blaðsins var ekki unnt að skrifa dóma um myndirnar eða hátíðina í heild, en úr því verður bætt í næsta blaði. Knútur Halisson, formaður Kvikmynda- sjóðs, ritaði pistil í dagskrá Kvikmyndhátíð- arinnar og sagði m.a.: ,Ahrif kvikmynda- hátíðanna á íslenska kvikmyndagerð geta verið með ýmsum hætti og þau helst, að markið hlýtur að vera sett hærra en ella, þegar hátíðirnar leiða hvað eftir annað í ljós, að hér er álitlegur hópur áheyrenda sem kann að meta góðar myndir og skamm- ast sín ekki fyrir það. Samanburður við hið vandaðasta og framsæknasta í erlendri kvikmyndagerð, sem einatt getur að líta á ...Deyond imaginmg. Hundrað milljónir manna sáu „The Day After“ þann 20. nóvember sl. Bíóhöllin fær stóran plús fyrir það framtak sitt að sýna bandarísku kvikmyndina The Day After, aðeins tveimur mánuðum eftir írumsýningu hennar í ABC-sjónvarps- stöðinni vestanhafs. Framleiðendur myndarinnar segja að eftilvill sé þetta mikilvægasta kvikmynd sem gerð hafi verið. Það má til sanns vegar færa að nokkrum hluta. The Day After tekur á mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma, kjarnorkustríði og afleiðingum þess. Um listræn gæði myndarinnar má karpa, en hun er vel gerð og samviskusamlega. Og ef marka má umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum hefur hún náð að miklu leyti þeim tilgangi sínum að vekja fólk af dvala sinnuleysis. Talið er að um 100 milljónir Bandaríkjamanna hafi setið límdir við kassann þegar myndin birtist á skerminum þann 20. nóvember sl. Þeir sem ekki hafa lagt leið sína í Bíóhöllina eru hérmeð hvattir til að láta ekki þessa mynd framhjá sér fara. 2 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.