Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 4

Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 4
Islenskur kvikmyndaannáll 1983 Lilja Þórisdóttir í kvikmyndinni HUSIÐ. Teist sennilega best unna ísienska kvik- myndin til þessa. Fágun einkennir framsetningu efnisins, farið er varlega í að gefa upplýsingar en ýmislegt gefið í skyn. Uppbyggingin er tiltölulega hæg, þó aldrei langdregin en oft á tíðum áhrifamikil og óhugnanleg. Húsið hefur yfir sér fagmannlegt yfirbragð og teist sennilega best unna íslenska kvikmyndin til þessa. Stundum hefur maður þó á tilfinningunni að höfundar myndarinnar hafi haldið aftur af sér um of, bæði í því að gefa upplýsingar til áhorfenda og hvað varðar látbragð persónanna. Myndin náði þó tvímælalaust tilgangi sínum sem vönduð afþreyingarmynd. í nóvember sl. hlaut Hús- ið þrenn verðlaun á kvikmyndahátíð í Brussel, fyrir leik Lilju Þórisdóttur í aðal- kvenhlutverki, fyrir kvikmyndatöku Snorra Þórissonar og einnig sérstök verðlaun blaðagagnrýnenda sem besta mynd hátíð- arinnar. Alls voru sýndar á þessari hátíð 43 myndir frá ýmsum löndum sem allar komu inná þemað „á mörkum hins raunverulega“ á einn eða annan hátt. Á Hjara Veraldar Þann 4. apríl (annan í páskum) birtist kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur A Hjara Veraldar í Austurbæjarbíói. Kristín dvaldist við nám í Frakklandi um rúmlega áratugs skeið, varð sér úti um fyrri hluta doktorsgráðu í kvikmyndafræðum og tók lokapróf í kvikmyndaleikstjórn árið 1978 frá C.L.C.F. skólanum í París. Með þessari fyrstu bíómynd sinni bauð hún uppá sér- stæða og stundum tilkomumikla mynd- smíð. A Hjara Veraldar sker sig afar mikið en því miður verður lítið úr þeim flestum. Kristín lætur leikarana vaða elginn með háttstemmdu tungutaki en tekst ekki að koma innihaldinu nærri því nógu vel til skila. Fyrir bragðið verður myndin lang- dregin og ruglingsleg og áhorfandinn nær engu sambandi við persónumar. Þrátt fyrir þessa stórgalla gefur stundum á að líta áhrifamiklar senur sem einar sér em með því magnaðasta sem boðið hefur verið uppá í íslenskri bíómynd. A Hjara Verald- ar á því sínar björtu hliðar sem gefa manni von um að Kristín eigi eftir að gera góða hluti, en því miður er heildarútkoman afar misheppnuð. Eggert Þorleifsson og Guðrún Koibeinsdóttir í kvikmyndinni NYTT LIF. Hver fjallhress fimmaurabrandarinn á fætur öðrum. Ekki mun tilgangur aðstandenda hafa verið sá að skapa stórbrotið listaverk, heldur frekar að kreista hlátur uppúr áhorfendum yfir kúnstugu sprelli þeirra Eggerts Þor- leifssonar og Karls Agústs Ulfssonar. Og sannarlega er það ekki ómerkilegra ætlun- Helga Jónsdóttir í kvikmyndinni Á HJARA VERALDAR. Bjartar hliðar en heiidarút- koman afar misheppnuð. þeim áhrifum sem hún hefur haft á hann. Skiiaboð til Söndru er frekar átakalítil og skortir töluverðan kraft til að úr verði gott bíó. Ásdís Thoroddsen er máttlítil Sandra og maður spyr sjálfan sig hvað það hafi verið sem Jónas (Bessi Bjarnason) sá við hana. Bessi er hér í tiltölulega alvarlegu hlutverki og sýnir ekki mikil tilþrif, virðist jafnvel stundum eiga í vandræðum með að losna við takta sviðsleikarans. Afturámóti eru þau í fínu formi Benedikt Árnason sem gamall vinur Jónasar, Rósa Ingólfsdóttir í hlutverki eiginkonunnar og Bryndís Schram sem á góða spretti sem gömul vinkona Jónasar. Annar jákvæður punktur er heim- sókn þriggja smákrimma í sumarbústaðinn, kunningja Söndru, sem leiknir eru af þeim Morthens bræðrum Bubba og Þorláki auk Björns Björnssonar. Tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar (og Bubba Morthens) fær einn- ig stóran plús. Skiiaboð til Söndru er hvorki langdregin né leiðinleg en hefðu aðstandendur látið gamminn geisa svolítið meira stæðu þeir kannski uppi með litla perlu. En um það leyti sem sýningar á Með Allt á Hreinu voru að fjara út, nánar tiltekið þann 12. mars, var kvikmyndin Húsið - trúnaðarmál frumsýnd í Háskólabíói. Að þessari myndsmíð stóðu þaulreyndir kraft- ar sem áður unnu við Sjónvarpið en höfðu um allnokkurt skeið helgað sig gerð auglýs- ingamynda. Egill Eðvaldsson leikstýrði, Snorri Þórisson kvikmyndaði, Björn Björns- son sá um leikmyndina og Jón Þór Hannes- son framleiddi. Þráðurinn greindi frá ungu pari sem í byrjun myndarinnar leitar sér að húsnæði. Fyrir tilviljun býðst þeim stórt, gamalt einbýlishús í virðulegu hverfi. Þau flytja inn en brátt tekur stúlkan að verða þess vör að húsinu fylgir eitthvað sem ætlar að verða henni yfirsterkara. A árinu 1983 var Islendingum boðið uppá fjórar nýjar íslenskar bíómyndir, auk Stuðmannamyndarinnar Með Allt á Hreinu sem frumsýnd var í desember 1982 og linnti ekki látum fyrr en liðið var á marsmánuð. Sú mynd telst tvímœlalaust vinsœlasta bíómynd sem birst hefur á tjöldum innlendra kvikmyndahúsa en alls munu 110-120 þúsund manns hafa séð hana. Og sé dreginn upp mœlikvarðinn sem við innfœddir notum til að bera okkur saman við umheiminn, semsé höfðatalan góðkunna, þá mœtti segja mér að jafnvel E.T. og og Stjörnustríðin bliknuðu í samanburði... Ja, við íslendingar... úr öðru því sem gert hefur verið hér á landi og yfirleitt frá því sem náð heíur hylli almennings. (Það er jú einu sinni afar mikilvæg þegar íslensk kvikmynd á í hlut.) Myndin er fleytifull af góðum hugmyndum Kvikmyndin Nýtt Líf var svo frumsýnd í Nýja Bíói þann 30. september. Þræðinum var haldið uppi af hverjum fjallhressum fimmaurabrandaranum á fætur öðrum, en sagan gekk útá tvo peyja, þjón og kokk, sem áttu bágt með að halda aftur af óforbetran- legum prakkaraskap sínum hvar sem þeir voru staddir. í byrjun myndarinnar missa þeir vinnuna á reykvísku hóteli og ákveða að skreppa á vertíð í Eyjum og hefja þar nýtt líf - enda vanir menn að eigin sögn. arverk en hvað annað enda tóku landsmenn framtaki þeirra Þráins Bertelssonar og Jóns Hermannssonar feikna vel og fjölmenntu kröftuglega. Skilaboð Til Söndru Rúmlega tveimur og hálfum mánuði síðar eða þann 17. desember birtist fjórða ís- lenska kvikmyndin, afkvæmi kvikmyndafé- lagsins UMBA, Skilaboð til Söndru. UMBA mynda þau Kristín Pálsdóttir leikstjóri, Ragnheiður Harvey förðungar- og búninga- meistari, Árni Þórarinsson upptökustjóri og Guðný Halldórsdóttir framkvæmdastjóri sem auk þess „handritaði" eftir samnefndri sögu Jökuls Jakobssonar. Sagan segir frá rithöfundinum Jónasi sem fengið hefur stóra tækifærið, að skrifa kvikmyndahandrit um Snorra Sturluson fyrir ítalskt kvik- myndafélag. Hann sest að í sumarbústað og ræður til sín ráðskonu, Söndru, sem reynist kunna lítið tii húsverka og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Hún og kunningj- ar hennar, sem líta í heimsókn, koma nokkru róti á Jónas, en það er ekki fyrr en Sandra hverfur að hann gerir sér grein fyrir 4 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.