Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 18
abíó:
KUNDSKABENS
TRE
Skilningstréð (Kundskapens Tre) kall-
ast dönsk mynd eftir Nils Malmros sem
Háskólabíó mun sýna á næstunni. í aðal-
hlutverkunum eru Eva Gram Schjoldager,
Jan Johansen og Line Arline-Söborg.
Það er skömmu eftir 1951 og unglingarnir
í 2. bekk miðskólans í dönskum bæ úti á
landi eru eins og gengur og gerist. Þeir geta
verið óstýrilátir í tímum, ef þeir finna að
þeir geti komist upp með það hjá einhverj-
um kennaranna, og frú Andreason verður
einkum fyrir þessu, svo hún verður að biðja
skólastjórann að tala svolítið yfir hópnum.
Það er alltaf eitthvað að gerast hjá
bekkjarsystkinunum - þau fara m.a. í
sumarbúðir um vikutíma og þar eru þau
látin skipta með sér verkum milli þess sem
umhverfið er skoðað. Þau taka líka þátt í
skemmtunum í skólanum.
En það eru líka stórtíðindi, þegar ein-
hverjum í bekknum er heimilað að hafa boð
heima og fá skólasystkinin til sín. Þá koma
kannski upp raddir um, ef foreldramir em
ekki heima, hvort ekki eigi að slökkva ljósin
og dansa í myrkrinu. Þá er það oftast svo
að t.d. stúlkan sem heldur boðið, er hrædd
um að upp um það komist - foreldramir
geta séð neðan af götunni, að slökkt sé í
íbúðinni.
Börnin eru sólgin í að kynnast lífinu, því
þau em einmitt að komast á breytingarald-
ur. Það má sjá, er sögunni vindur fram,
hvernig telpurnar taka að verða kvenlegri
í vexti og piltamir breytast einnig, því
raddirnar verða djúpar.
Myndin snýst að vemlegu leyti um Elínu,
sem er fallegust og þroskuðust í bekknum.
Hún færir sér þau atriði í nyt, meira og
minna ósjálfrátt. Það fyllir hinar stelpumar
öfund, en strákarnir verða óömggir í návist
hennar. Hún verður því að þola að þau láti
vaxandi kynvitund bitna á henni.
Elín er smám saman fryst útúr hópnum
og tekur það mjög nærri sér, en það bætir
ekki úr skák, að foreldrar hennar em gam-
STJÖRNUBÍÓ KYNNIR
WALTER MATTHAU ROBIN WILLIAMS
AMICHAEL RITCHIE Film
THE SURVIVORS
Your basic survtval comedy.
aldags og skilja hana ekki, enda tilfinninga-
lega köld. Um síðir fara þó sumir félaganna
að sjá að þetta er mikið ranglæti í hennar
garð og vilja taka hana í sátt á skóla-
skemmtun, en þá em ekki allir á sama máii
og þar segir afbrýðisemin til sín.
STAYING
ALIVE
Munið þið nokkuð eftir John Travolta?
Jú, rétt, hann lék í tveimur myndum sem
urðu feykivinsælar á síðasta áratug, Satur-
day Night Fever og Grease. Að visu hefur
pilturinn sést nokkrum sinnum síðar á
hvíta tjaldinu en ekki hafa margir kunnað
að meta hann, því í þeim myndum steig
hann ekki svo mikið sem eitt einasta
dansspor. Dansinn mun nefnilega vera
sterkasta hiið Travolta og þó hann sé svo
sem ekkert verri leikari en hver annar þá
hefur raunin verið sú að fólk hefur flykkst
á dans- og söngvamyndir hans en látið eiga
sig að sjá hinar.
En nýlega íékk Travolta í lið með sér
Sylvester nokkurn Stallone í þeim tilgangi
Tony Manero hefur meikað það á
Broadway og er hinn ánægðasti með
lífið ...
að hressa svolítið uppá ferilinn. Stallone er
sérfræðingur í framhaldsmyndum og nú
vildi framleiðandinn, Robert Stigwood,
gera framhald myndarinnar vinsælu Satur-
day Night Fever. Útkoman varð kvikmynd-
in Staying Alive, sem frumsýnd var í
Bandaríkjunum í haust. Gagnrýnendur
hökkuðu myndina í sig en öðru máli gegndi
um bíógesti sem fjölmenntu með þeim
árangri að Staying Alive varð ein vinsæl-
asta bíómynd síðasta árs í Bandaríkjunum,
sé eitthvað að marka Variety.
En svona meðal annarra orða þá mun
Háskóiabíó sýna þessa filmu einhverntíma
í náinni framtíð og má fastlega gera ráð
fyrirað hún gangi í fótfima yngri kynslóðina
hér á klakanum . . .
18 MYNDMÁL