Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 10

Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 10
Þorsteinn Jónsson „Allt sem þú biður um skaltu fá.ef. . .“ Gunnar Eyjólfsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Þorsteinn Jónsson, leikstjóri Atómstöðvarinnar: „Lífsspursmál fyrir íslenskar kvikmyndir aö geta keppt viö erlendar myndif SP: Afhverju þelta efni, Atómstöðin? Þ: Ætli það séu ekki fyrst og fremst tvær ástæður. I fyrsta lagi langaði mig til að gera alvöru dramatíska mynd eftir Punkt, punkl, kommu, strik sem var svona hálf dramatísk má segja, en byggðist einnig nokkuð á aðferð heimildamynda, þ.e. ekki var beinlínis reynt að búa til söguþráð heldur að lýsa ástandi, stemmningu. Mig langaði að gera mynd með dramatískum söguþræði og ég hef alltaf haft mikinn áhuga iAtómstöðinni kannski fyrst og fremst vegna kraftsins sem er í henni. Hún snertir svo mörg málefni, pólitík, trúmál og ýmislegt sem fólk hefur verið að velta fyrir sér gegnumárin. Samt er sagan tiltölulega einföld. Síðan má kannski segja, að okkur sem stöndum að myndinni, hafi langað að gera mynd sem ætti eitthvert erindi við fólk, hefði einhverja skírskotun til þess sem er að gerast í dag, sbr. kjarnorku- ógnina. Þá má líta á Atómstöðina sem tákn fyrir hermaskínuna sem menn annaðhvort taka þátt í eða standa gegn. SP: Nú fannst mér Atómstöðin vera óhemju fyndin lesning. Að hve miklu leyti er þessi húmor ríkjandi í myndinni? Þ: Ja, ég vona að það sé talsvert eftir af þeim húmor sem er í bókinni, en kannski er hann útfærður á annan hátt. En þetta er náttúrlega ekki gamanmynd, þetta er alvarleg mynd með húmor. SP: Nú er oft það fyrsta sem fólk gerir eftir að hafa séð bíómynd gerða eftir bók, að bera saman myndina og bókina. Að hve miklu leyti telur þú það uera eðlilegt? Þ: Það er hægt að skoðah vemig bókin er túlkuð eða hvaða sjónarhom á bókina birtist í myndinni. En þessi samanburður hvort myndin sé lík bókinni eða ekki, er náttúrlega útí hött, því í kvikmyndinni gilda ýmis önnur lögmál, t.d. er persónusköpun allt annars eðlis í kvik- mynd en í skáldsögu. Ég lít þannig á að mynd gerð eftir skáldsögu geti hugsanlega haft allt annan boðskap og allt aðra merkingu en skáldsagan, en samt verið skáld- sögunni trú á vissan hátt. Þetta fer allt eftir því hverju menn em að leita eftir. Í okkar tiiviki reynum við að vera trúir bókinni að því leyti að við notum kjarna bókarinnar sem okkur finnst vera mikilvægur og efni í kvikmynd. En að sjálfsögðu er ekki öllum þáttum bókarinnar komið til skila. SP: Þáttur Halldórs Laxness. Var hann einhver í sam- bandi við handrit eða annað? Þ: Halldór tók engan þátt í gerð handritsins, nema hvað hann las það yfir og gerði athugasemdir. Hann hafði þá afstöðu frá upphafi að láta okkur um að vinna úr þessu efni einir, því hann hefði lokið sínu verki. Hinsvegar leitaði ég oft til hans í byrjun og hann sagði mér heilmikið frá fyrirmyndum og baksviði sögunnar. Það kom að sjálfsögðu að miklu gagni. SP: Nú hlýtur að hafa verið töluvert mál að endurskapa Reykjavík eftirstríðsáranna.. ? Þ: Ef við fengjum að ráða væm heilu borgarhlutarnir friðaðir svo hægt væri að mynda sögur sem gerast fyrr á tímum. En því er auðvitað ekki að heilsa þannig að við urðum að afla okkur þeirra muna sem nauðsynlegir vom til að endurskapa tíma myndarinnar. Þetta var auðvitað gífurleg vinna og mæddi mikið á leikmynda- deildinni í þessu verkefni. SP: Lentuð þið í erfiðleikum vegna stórra götumynda? Þ: í þessari mynd höfum við ekki lagt neina sérstaka áherslu á útlit borgarinnar á þessum tíma og því var aldrei til umræðu að mynda heilu götumar með öllu tilheyrandi. Við höldum okkur við afmörkuð horn, þar í skemmu „guðanna". Barði Guðmundsson (Benjamín) og Árni Tryggvason (organistinn). 10 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.